Leita í fréttum mbl.is

Lágmarkssigur á Japan

Sverrir Ţorgeirsson og Dađi ÓmarssonÍslenska sveitin virđist föst í einhverju miđjumođi um mitt ólympíumótiđ hér í Singapore.  Úrslitin eru ýmist 2,5-1,5 eđa 1,5-2,5. 

Viđureign okkar í dag, gegn Japan, hófst reyndar vel, en bćđi Dađi og Helgi unnu á innan viđ 2 tímum.  Skák Helga var t.a.m. ađeins 18 leikir.

Hinar tvćr skákirnar voru hinsvegar langar og ţar reyndust Japanarnir fastari fyrir.

Á 1. borđi lenti Sverrir snemma í hálfgerđri beyglu snemma.  Hann varđist ţó af ţolinmćđi, en afréđ ađ lokum ađ gefa tvö peđ til ađ virkja menn sína og einfalda stöđuna.  Japaninn tefldi bara allt of vel og sigurinn lenti hans megin. 

Enn lengri var skák Matta á 4. borđi, en í jafnri stöđu gerđi hann ţau mistök ađ vanmeta fćri andstćđingsins.  Á mikilvćgu augnabliki fann Japaninn ekki leiđ sem hefđi getađ haldiđ pressunni gangandi og Matti nýtti tćkifćriđ til ađ einfalda stöđuna og upp kom jafnteflislegt endatafl sem keppendur sömdu á. 

Sem sagt:  

Ísland - Japan 2,5-1,5 

Af öđru er ţađ ađ segja ađ Indverjarnir eru gjörsamlega ađ strauja mótiđ.  Ţeir unnu Ungverja, stigahćstu sveitina, 3,5-0,5 í gćr og svo Tyrki međ sama mun í morgun.

Indverjarnir eru nú međ 19 vinninga eftir sex umferđir og ţriggja vinninga forskot á nćstu sveit.  Enda hefur ţađ komiđ í ljós ađ ţađ er ekki allt ađ marka stigin hjá krökkunum.

Filippseyingar eru t.d. međ ţrjá stigalausa á 2.-4. borđi en eru samt í 2. sćti međ 16 vinninga.  Á fyrsta borđi er síđan undrabarniđ Wesley So, AM međ 2516 sem ég held ađ eigi stutt eftir í SM-titilinn.

Torfi Leósson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 173
  • Frá upphafi: 8779157

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband