Leita í fréttum mbl.is

Hrađskákkeppni taflfélaga ađ hefjast - skráningarfrestur ađ renna út

Hrađskákkeppni taflfélaga mun hefjast ađ lokinni verslunarmannahelgi en skráningarfrestur rennur út á morgun 7. ágúst.   Átta félög hafa skráđ sig til leiks og eru áhugasöm félög hvött til ađ skrá sig eigi síđar en á morgun ţriđjudag en dregiđ verđur í 1. umferđ á miđvikudagsmorgun. 

Eftirfarandi átta félög hafa skráđ sig til leiks:

  • Taflfélagiđ Hellir
  • Taflfélag Garđabćjar
  • Skákdeild KR
  • Skáksamband Austurlands
  • Skákdeild Hauka
  • Taflfélag Reykjavíkur
  • Skákfélag Akureyrar
  • Skákfélag Reykjanesbćjar

Enn vantar fastagesti eins og Taflfélag Vestmannaeyja, Skákdeild Fjölnis, Taflfélag Bolungarvíkur og  Taflfélag Akraness.

Einnig ađ hvetja ţau félög sem ekki hafa tekiđ áđur ţátt til ađ vera međ eins og t.d. Kátu biskupana.  Lítiđ mál ađ taka ţátt enda útsláttarkeppni og sex skákmenn í hverri viđureign.  

Dagskráin er sem hér segir:

1. umferđ (U.ţ.b. 12 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ um 20. ágúst
2. umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ 31. ágúst
3. umferđ (undanúrslit): Skuli vera lokiđ 10. september.
4. umferđ (úrslit): Skuli vera lokiđ 20. september.   

Forráđamenn taflfélag eru hvattir til ađ hafa samband viđ Gunnar Björnsson í netfangiđ gunnibj@simnet.is eđa símleiđis 820 6533 fyrir miđnćtti miđvikudaginn 7. ágúst.

Reglugerđ mótsins er sem hér segir:

1. Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.

2. Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar.

3. Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.

4. Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags. Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.

5. Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar.

6. Keppnin fer fram á Stór-Reykjavíkursvćđinu.   Heimavöllur liđa verđur ađ vera innan 100 km. radíus frá Reykjavík nema ađ bćđi félög samţykki annađ.

7. Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.

8. Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur eđa kex.

9. Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ gunnibj@simnet.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.

10. Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hellis, www.hellir.com, sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is

11. Mótshaldiđ er í höndum Taflfélagsins Hellis sem sér um framkvćmd hennar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 173
  • Frá upphafi: 8779157

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband