Leita í fréttum mbl.is

Stórsigur og stórtap í Singapore

Singapore 3. umferđAnnar keppnisdagur á Ólympíumótinu hér í Singapore hófst međ góđum sigri íslensku sveitarinnar á Zambíu í annarri umferđ.

 

Leikar fóru 3-1 fyrir Ísland.

Sverrir og Ingvar unnu ótrúlega létt á 1. og 2. borđi.  Matti vann sannfćrandi á 4. borđi en Helgi tapađi eftir ađ andstćđingur hans hafđi séđ lengra fram í tímann í taktískri stöđu.  Miđađ viđ taflmennskuna grunar mig ađ Zambíumenn hafi stillt sínum besta manni upp á 3. borđi, en ţađ hef ég séđ áđur, t.d. hjá Hvít-Rússum á Evrópumóti skólasveita í fyrra.

Ţađ ţarf ţó ekki ađ vera ađ neitt illt búi ađ baki.  Mađur veit t.d. ekki hvernig ađstćđur eru í Zambíu; kannski héldu ţau úrtökumót fyrir sveitina ţar sem tefldar voru 15 mínútna skákir.

 

Singapore umferđ 3Viđ vorum ţví í hćfilega góđu skapi ţegar viđ mćttum Indverjum í 3. umferđ síđar um daginn.

Indverjarnir tefla stíft upp á sigur í ţessu móti (en ţeir hafa aldrei unniđ ţađ áđur), en til ţess ađ ţađ gangi upp ţarf yfirleitt hćfilegan skammt af heppni.

Segja má ađ ţeir hafi tekiđ út úr ţeim banka gegn okkur, ţví ţađ féll fćst međ okkur í dag.

Á 1. borđi var andstćđingur Sverris byrjađur ađ leika kóngnum fram og til baka og átti lítinn tíma eftir.  Sverrir hefđi sjálfsagt getađ fengiđ jafntefli hefđi hann viljađ, en ákvađ ađ reyna ađ gera eitthvađ uppbyggilegt frekar.  Ţađ virkađi hinsvegar ekki betur en svo en ađ hann lenti í allsvakalegri indverskri flugeldasýningu.  Merkilegt hvađ Indverjinn var öruggur í taktíkinni, en hann lék flesta síđustu leikina sína eftir nokkurra sekúndna umhugsunartíma. 

Á 2. borđi tapađi Ingvar eftir ónákvćma byrjunartaflmennsku, en hinsvegar hárnákvćma taflmennsku andstćđingsins og ekki mikiđ meira um ţađ ađ segja.

Á 3. borđi átti Dađi hinsvegar hugsanlega vinning í endatafli - a.m.k. jafntefli.  Ég sá ekki nákvćmlega hvađ gerđist, en eitthvađ fór ţetta í vitlausa átt hjá honum og tap var niđurstađan.

 Á 4. borđi tapađi Matti síđan eftir ađ hafa lent í taktík í stöđu sem ekki mikiđ virtist vera ađ gerast.  Síđan tapađi hann endatafli sem virtist ţó bjóđa upp á einhverja möguleika fyrir hann.

 

Sem sagt, verstu mögulegu úrslit 0-4

 

Torfi Leósson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jćja, ţá er bara ađ bíta í skjaldarendurnar og hafa gaman af ţessu.

Hrannar Baldursson, 6.8.2007 kl. 17:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 173
  • Frá upphafi: 8779157

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband