Leita í fréttum mbl.is

Líf og fjör á Friðriksmóti Vinaskákfélagsins

20180129_143951-300x169

Það var líf og fjör þegar skákmenn komu til leiks á Friðriksmót Vinaskákfélagsins sem var haldið mánudaginn 29 janúar kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47.

Mótið er haldið vegna afmæli Friðriks Ólafsson fyrsta stórmeistara Íslands, en hann átti afmæli 26 janúar og var 83 ára þá.

Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák. Skákstjóri var Hörður Jónasson og var mótið reiknað til hraðskákstiga.

Meðal skákmanna var afmælisbarnið Björgvin Kristbergsson sem varð 55 ára þennan dag. Ennfremur var gaman að geta þess að skákmaðurinn og skákrithöfundurinn Gunnar Örn Haraldsson sem skrifaði skákbókina um Karpov, tefldi á mótinu.

Í tilefni dagsins þá gaf Bókasafn Vinaskákfélagsins Björvini bókina um Karpov sem höfundurinn áritaði hana með gleði.

20180129_144222-1-620x330

En aftur að mótinu. Róbert Lagerman sigraði mótið með fullu húsi eða 6 vinningum, en hann gaf svo afmælisbarninu Björgvini bikarinn og fór hann glaður heim á leið með skákbók og bikar.

Í öðru sæti varð Arnljótur Sigurðsson með 4,5 vinninga og í þriðja sæti var Jóhann Valdimarsson með 4 vinninga. Eftir mótið var boðið upp á kaffi og vöfflur að hætti Inga Hans og var góður rómur gerður að veitingunum. Héldu allir heim á leið mettir og glaðir, þrátt fyrir misjafnt gengi.

Sjá úrslit hér: Chess-Results

Nánar á heimasíðu Vinaskákfélagsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8779024

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband