Leita í fréttum mbl.is

Hlemmur Square fer fram eftir viku

Hlemmur Square mun í samstarfi við Vinaskákfélagið halda hraðskákmót á Hlemmur Square sunnudaginn, 26. nóvember, klukkan átta.

Þetta er þriðja skákmótið í seríu mánaðarlegra móta þar sem teflt er í rúmgóðum heimkynnum veitingastaðar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant. Á síðasta móti var hörku barátta, en Páll Andrason sigraði og fékk 7 vinninga af 8 mögulegum. 

Tefldar verða 8 umferðir með 4+2 mínútna umhugsunartíma. Skákstjóri og dómari er Hörður Jónasson frá Vinaskákfélaginu.

Þátttaka er ókeypis á mótið en Hlemmur Square gefur gjafabréf fyrir efstu þrjú sætin auk þess sem medalía verður veitt fyrir vinningshafann. 

  1. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr. +medalía
  2. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
  3. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr. 

Gleðistundarverðlag á kranaveigum fyrir þátttakendur mótsins, ef þörf skyldi krefja í þeim annars harða skóla sem skákin er!

Gert er ráð fyrir því að skákmótið taki innan við þrjár klukkustundir.

Hægt er að skrá sig í gegnum skak.is á gula kassann, en einnig á staðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779010

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband