4.11.2017 | 00:17
EM Landsliđa - Liđsstjórapistill 6. umferđar
Eftir góđan frídag ţar sem batteríin voru hlađin á nýjan leik var komiđ ađ viđureign viđ Makedóníu. Makedónar voru númer 33 í stigaröđinni í upphafi móts á móti 27. sćti hjá okkur. Krafan var ţví ađ sjálfsögđu sigur enda viđ međ allavega 80 elóstigum meira á hverju einasta borđi.
Fyrsta borđ ţeirra Makedóna, Pancevski var búinn ađ vera mjög heitur međ 4 af 5 fram ađ ţessu í mótinu og ţví ljóst ađ sigurinn yrđi ekki auđsóttur ţó ađ sigur vćri krafan.
Króatar voru óvćnt efstir fyrir umferđina međ 9 stig (matchpunkta) en í humátt á eftir ţeim komu Armenar, Rússar, Ungverjar og Pólverjar.
Króatar mćttu Ungverjum og eins var athyglisverđ viđureign hjá "vinaţjóđunum" Azerum og Armenum.
En kíkjum á viđureignina hjá okkar mönnum. Hefjum leik sem fyrr á fyrstu skákinni til ađ klárast.
3. borđ Hannes hvítt gegn Nikolovski
Andstćđingur Hannesar tefldi Benoni og leist mér mjög vel á ađ sjá Bf4/e3 afbrigđiđ sem Hannes hefur beitt međ góđum árangri. Andstćđingur Hannesar lék hinsvegar ekki ...a6 eins og yfirleitt er gert í ţessu afbrigđi og krítíski leikurinn ţar er ţví Da4+ en Hannes tefldi ađra línu. Snemma tafls var Nikolovski tilneyddur til ađ fórna skiptamun en slíkar fórnir eru ţó algengar í slíkum stöđum og í öllum sjö skákum ţar sem stöđumyndin ađ neđan hefur komiđ upp hefur svartur fórnađ skiptamun.
Svartur tefldi framhaldiđ nokkuđ vel og ţađ var alls ekki auđvelt ađ virkja hvítu stöđuna. Svartu rhafđi fullar bćtur og var líklega međ ađeins betra lungann af miđtaflinu.
Hér er fariđ ađ verđa ansi hvasst í kringum hvíta kónginn og fljótt á litiđ er ţetta ákveđinn vendipunktur í skákinni. Hannes hefđi getađ teflt baráttuskák međ ţví ađ leika He2 hér en ţess í stađ lék Hannes Hg2 og missti í kjölfariđ alveg ţráđinn og lenti í taktík. Tvö töp í röđ hjá Hannesi núna eftir sterka byrjun og vonandi ađ hann nái sér á strik aftur en hann hefur veriđ ađ missa ţráđinn núna í tveim síđustu skákum á svipuđum tíma.
Makedónar tóku ţví forystu hér 1-0.
2. borđ Hjörvar svart gegn Nedev.
Eini stórmeistari Makedóna í ţessari viđureign mćtti Hjörvari á öđru borđi. Einhverra hluta vegna er stórmeistarinn viđkunnalegi Alex Colovic einungis hér sem liđsstjóri kvennaliđs Makedóna. Gaman er ađ segja frá ţví ađ Hjörvar átti góđar minningar frá síđustu skák sinni viđ Nedev en hann tryggđi sér stórmeistaratitilinn á sínum tíma međ ţví ađ leggja Nedev.
Hjörvar var búinn ađ kortleggja Nedev nokkuđ vel, bjóst viđ Ítalanum eđa Skotanum og leiđ mér nokkuđ vel ţegar ég sá stöđuna eftir 10. leik á borđinu en hún var sú sama og ég hafđi séđ á "eldhúsborđinu" (reyndar hótelherbergisborđinu) fyrr um daginn.
Hvítur hafđi alltaf ađeins ţćgilegri stöđu sem var auđveldara ađ tefla og var skákin í raun nokkuđ vel tefld. Loks fór ađ draga til tíđinda eftir Rf5+ leik hvíts en skömmu eftir ţađ endurtóku keppendur stöđuna ţrisvar sinnum.
Hér fór svarti hrókurinn fram og til baka á h8 og e8 og hvíti biskupinn á milli c2 og b3. Hjörvar tók skiljanlega ţessum ţráleik ţar sem tafliđ hlýtur ađ vera mun ţćgilegra á hvítan. Var Hjörvar í raun ađeins hissa ađ hvítur skildi ekki tefla stöđuna áfram.
Stađan hér ţví 1,5-0,5 fyrir Makedóníu og ljóst ađ ekkert mátti útaf bera núna!
1. borđ Héđinn hvítt á Pancevski
Héđinn valdi 1.e4 gegn Pancevski ţar sem hann teflir nánast alltaf 1...d6 eđa Pirc vörn og auđveldara ađ stjórna valinu ţar e.t.v. á međan hann hefur bćđi teflt kóngsindverja og hollending gegn 1.d4.
Byrjunin var róleg og skipt var upp á drottningum. Héđinn fékk ađeins meira rými og voru ţeir sammála í stúderingum (post-mortem) ađ hvítur hefđi stađiđ ađeins betur í byrjuninni en svartur var ekki langt frá ţví ađ jafna alveg tafliđ.
Mér fannst tafliđ byrja ađ snúast Héđni í vil hér:
Svartur getđi líklega smávćgileg mistök ađ skipta upp á a-peđunum í kjölfariđ en eftir Hd4 hjá hvítum er ljóst ađ svartur vill alls ekki hafa hrókinn sinn passífan á b6 en hann hafđi í raun ekkert val ţar. Í kjölfariđ tók Héđinn til viđ ađ sauma ađ Pancevski í stöđutýpu sem hentar honum fullkomlega.
Hér er Héđinn búinn ađ "hlađa vel í pósaţjöppuna" og gjörsamlega búinn ađ yfirspila andstćđing sinn. Hvítur er ađ taka allt rýmiđ og menn svarts standa klaufalega, sérstaklega á b-línunni. Peđiđ á e7 er svo komiđ á matseđilinn. Ţessi vandamál auk tímapressu urđu fljótlega til ţess ađ Pancevski réđi ekki viđ stöđuna og tapađi manni og fljótt eftr ţađ skákinni.
Sterkur sigur hjá Héđni sem jafnađi ţarmeđ viđureignina 1,5-1,5. Ţví var allt undir á fjórđa borđi!
4. borđ Guđmundur svart gegn Lazov
Guđmundur ákvađ ađ beita Caro-Kann og afbrigđiđ sem andstćđingur hans valdi, Rd2-b3 í advance variation kom ekki á óvart ţar sem hann hefur teflt ţađ nokkuđ oft áđur. Gummi var ţví vel undirbúinn og fékk trausta stöđu ţar sem hann ţekkti plönin.
Hvítur stendur líklega örlítiđ betur í miđtaflinu međ sterkan riddara á d4 og ef hvítur gerir ekki neitt er mjög erfitt fyrir svartan ađ bćta stöđuna. Svartur er hinsvegar međ mjög trausta stöđu og ţađ er oft mikilvćgara í liđakeppnum og ţađ er oft ţannig ađ tćkifćrin koma síđar í skákinni. Gummi sýndi ţví mikla skynsemi í byrjanavali hér og ţolinmćđi.
Snúningspunkturinn í skákinni var klárlega í stöđunni hér ađ ofan. Eftir mikla baráttu í jafnri stöđu átti hvítur val á milli ţess ađ leika Hb8+ og De4+ og skipta upp á drottningum og fara í hróksendatafl. Líklega er ţađ jafntefli ef hvítur teflir ţađ vel en kannski ekki auđvelt ađ meta ţađ í tímahraki. Hinn möguleikinn var Dg4 sem hvítur valdi. Ţá átti Gummi ...Dc5+ sem étur peđiđ á e5 í nćsta leik og allt í einu er svartur kominn međ unniđ tafl ţó einhver úrvinnsla sé eftir. E.t.v. var hćgt ađ fara fljótlegri leiđ í kringum tímamörkin en Gummi var ţó fljótur ađ komast á rétta braut og smíđađi loks mátnet í kringum hvíta kónginn.
Hér sá ég ađ ...h5 var mjög freistandi enda hótar ţađ einfaldlega ...h4+ og svo De1 mát. Mér leiđ svo mun betur ţegar ég sá mikla grettu hjá andstćđingi Guđmundar en hann hafđi líklega misst af ţessu frahaldi. Eftirleikurinn varđ auđveldur enda rćđur hvíti kóngurinn ekki viđ svarta stórskotaliđiđ og liđstap óumflýjanlegt.
Gummi tryggđi ţví hér góđan 2,5-1,5 sigur á lúmskri sveit sem erfitt er ađ vinna. Gamla sýnd veiđi og allt ţađ tuggan ;-)
Ţessi sigur ţýđir ađ viđ teflum aftur upp fyrir okkur í nćstu umferđ og ađ ţessu sinni eru ţađ Tékkar sem viđ komum til međ ađ mćta. Viđ töpuđum fyrir Tékkunum á Ólympíumótinu í Baku en ţar gátum viđ gert betur. Líklegt er ađ viđ fáum tvö rematch á morgun ţegar Gummi tekur á móti Vojta Plat og Hjörvar á móti Laznicka. Ţetta eru bara vangaveltur en Stocek tapađi í dag og ţví líklegur í skiptingu og eins vann Plat gegn Guđmundi í Baku ţó ađ Gummi hafi haft betra tafl í ţeirri skák. Hjörvar vann gegn Laznicka í ţeirri viđureign og vćri gaman ađ hafa svipađ uppi á bođstólnum á morgun. Sjáum ţó hvađ setur hvernig ţeir stilla upp. Líklegt ţó ađ Héđinn fái svart á hinn feykisterka David Navara.
Ungverjar eru komnir aftur á toppinn eftir glćsilegan 3,5-0,5 stórsigur á Króötum. Rússar eru jafnir ţeim ađ stigum en Armenar duttu ađeins niđur í baráttunni međ tapi gegn Azerum.
Azerar mćta Ungverjum á morgun og Króatar ţurfa ađ eiga viđ Rússana. Líklegast verđur ađ telja ađ sigurvegarar mótsins komi úr ţessum hópi. Aldrei skal segja aldrei ţó en liđ međ 8 stig ţurfa klárlega ađ vinna rest til ađ eiga möguleika. Líklegastir í ţeim hópi eru Aremanar, Úkraínumenn, Pólverjar og Ísrael.
Í lokin má nefna ţađ ađ eyđimerkuganga okkar Íslendinga hélt áfram á knattspyrnusviđinu í kvöld ţegar viđ lágum enn á ný gegn Frökkum. Okkut til varnar vorum viđ ađeins tveir og Moldóvskir liđsfélagar okkar voru lítiđ fyrir ađ a) gefa boltann b) stjórna honum eđa c) spila vörn. Niđurbrotiđ var svo algjört međ lánsmanninn Jon Ludvig Hammer (fórnarlamb "du er en kuk" svívirđinga gćrdagsins) stýrandi liđinu og kallandi "forty five, forty five" í einu af fjölmörgum 4 á 1 upphlaupum hjá Frökkum. Ţetta mikla dulmál ţýđir ađ sjálfsögđu sending til hliđar í 45 gráđur. Kannski er hann bara "kuk" eftir allt saman hann Jón Lúđvík ;-)
Fyrir áhugamenn um skemmtilegar og góđar skákir má ég til međ ađ mćla međ kaftein Fantastik....sjálfum Ljubomir Ftacnik sem örugglega gleđur menn međ Grunfeld hjarta í sigurskák sinni gegn Aryan Tari. Kannski ekki rétt "tölvulega" en ...Hb2 leikur var mjög flottur fannast mér engu ađ síđur og hvernig hann slátrađi Tari á svörtu reitunum. Hér er skákin á Chessbomb
Látum ţetta gott heita ađ sinni. Bestu kveđjur frá Krít,
Ingvar Ţór Jóhannesson
Liđsstjóri
p.s.
Hér er svo eins og venjulega snapchat story dagsins. Addiđ Ingvar77 til ađ fylgjast međ ţví. Einhverjir bentu á ađ göngutúrinn hafi veriđ full langur en Melrose Place brandarainn góđur. Ég tek glađur viđ ábendingum og óskum, bara bomba ţví á snappiđ ;-)
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:49 | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 8778791
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.