Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Yfirburđir Víkingaklúbbsins á Íslandsmóti skákfélaga

GEU11V65FVíkingaklúbburinn hefur sex vinninga forskot á Íslandsmeistara Hugins eftir fyrri umferđ mótsins sem fram fór í Rimaskóla um síđustu helgi. Teflt var í öllum fjórum deildum mótsins og og sátu á fjórđa hundrađ skákmanna ađ tafli ţessa helgina. Efsta deildin tók forskot á sćluna en keppni ţar hófst á fimmtudagskvöldiđ. Seinni hluti keppninnar fer fram í byrjun mars á nćsta ári. Íslandsmót skákfélaga er fjölmennasta skákmót ársins og ţađ skemmtilegasta ađ margra mati.

Fyrir keppnina urđu miklar breytingar á sumum liđunum og bar ţar hćst ađ Víkingasveitin bćtti viđ sig félögum úr skáksveit Bolungarvíkur ţeim Jóhanni Hjartarsyni og Jóni L. Árnasyni og úr Taflfélagi Reykjavikur komu Jón Viktor Gunnarsson og Björn Ţorfinnsson.

Huginn var ađ ţessu sinni án Gawain Jones og Robin van Kampen og munar um minna ţó ađ frammistađan hafi veriđ vel viđunandi. Víkingasveitin tefldi hinsvegar af miklu öryggi og tapađi ekki skák, vann tvćr viđureignir međ núlli og öđrum lauk 7:1. Ţar sem vinningar eru látnir ráđa eins og í ţýsku Bundesligunni verđur ađ teljast afar ólíklegt ađ Huginn eigi möguleika á ađ verja titilinn en efstu sveitirnar mćtast í lokaumferđinni. Stađan fimm efstu liđa í 1. deild:

1. Víkingaklúbburinn 37 v. (af 40) 2. Huginn 31 v. 3. Fjölnir 24 v. 4. TR 21 v. (6 stig) 5. SA (a-sveit) 21 v.

Í 2. deild hefur b-sveit TR ˝ vinnings forskot á Skákfélag Reykjanesbćjar en tvćr efstu sveitirnar komast upp í efstu deild. Í 3. deild er b-sveit Víkingaklúbbsins efst og í 4. deild hefur Taflfélag Akraness forystuna.

Margir náđu góđum úrslitum um helgina og ef litiđ er til árangurs í efstu deild miđađ viđ stigahćkkun ţá hćkkađi Akureyringurinn Símon Ţórhallsson mest eđa um 32 Elo-stig. Frammistađa Sverris Ţorgeirssonar hjá Garđbćingum var eftirtektarverđ en hann vann stórmeistarann Margeir Pétursson og hćkkađi um tćplega 24 stig.

Í 2. deild fengu Selfyssingar til liđs viđ sig ţekktan meistara og strangtrúađan gyđing, Jaacov Noorwitz. Honum ber ađ halda hvíldardaginn heilagan og ţegar hann tefldi viđ Björgvin Jónsson mátti hann ađ vísu tefla, en ekki skrifa niđur skákina. Skákin fer hér á eftir en Björgvini tókst ađ halda sér á floti í erfiđri stöđu gegn andstćđingi sem hefur frábćra leiktćkni og er afburđa hrađskákmađu.

Jaacov Norowitz – Björgvin Jónsson

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3 Ba6 5. b3 d5 6. cxd5 exd5 7. Bg2 Bb4+ 8. Bd2 Bd6 9. 0-0 0-0 10. Rc3 He8 11. Re5 Rxe5 12. dxe5 Hxe5 13. Bf4 Hf5?!

Óvenjulegur stađur fyrir hrók, 13.... He6 var betra.

14. Dc2

Gott var einnig 14. e4 eđa 14. Dd2.

14.... Hxf4 15. gxf4 Bb7 16. Had1 Ra6 17. Df5 c6 18. e4 Rc7 19. e5?!

Međ 19. Hfe1 heldur hvítur öllum möguleikum opnum.

19.... Rfe8 20. b4 Ba6 21. Hfe1 De7 22. a3 Bc4 23. Re2 Re6 24. Dg4 h5!? 25. Dg3 f5 26. Rd4?! Rxd4 27. Dxd4 Rc7

Svartur er kominn yfir ţađ versta en nú bregđur hvítur á ţađ ráđ ađ gefa skiptamun til baka.

28. Hxc4? dxc4 29. Bxc6 Hd8 30. b5 Re6 31. Df3 Dc5!

Hrifsar til sín frumkvćđiđ.

32. Kh1 c3 33. Hc1 Dc4!

GEU11V65JBráđsnjall leikur, 34. Dxc er svarađ međ 34.... Hd1+! og vinnur og 34. Hxc3 strandar á 34.... Df1 mát.

34. h3 c2 35. Kh2 Hd2 36. Dxg5 Dxf4+ 37. Kh1 Dxf2

– og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. október 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 8778791

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband