Leita í fréttum mbl.is

Heimsbikarmótiđ: Friđsćld í fyrstu umferđ

Undanúrslit Heimsbikarmótsins í Tíblísi hófust í dag međ pompi og prakt. Ţar mćtast annarsvegar Levon Aronian (Armenía) og Maxime Vachier-Lagrave (FrakklandI og hinsvegar Wesley So (Bandaríkin) og Ding Liren (Kína). Gríđarlega mikiđ er undir fyrir skákmennina fjóra ţví sigurvegaranir í einvíginunum vinna sér rétt til ţátttöku í kandídatamótinu á nćsta ári. Ţar munu átta skákmenn keppa um réttinn til ţess ađ skora á Magnus Carlsen í einvígi um heimsmeistaratitilinn.

Ţađ eru sérstaklega Aronian og Ding Liren sem hafa ađ miklu ađ keppa ţví andstćđingar ţeirra, Vachier-Lagrave og So eiga enn möguleika á ţví ađ vinna sér ţátttökurétt međ öđrum hćtti, til dćmis međ ţví ađ hafa hćstu međalstigin á FIDE-listanum yfir tiltekiđ tímabil eđa međ ţví ađ standa sig vel í Grand Prix seríunni. Ţađ er ţó ekki á vísan ađ róa í ţeim efnum og ţví vilja tvímenningarnir eflaust tryggja sér sćtiđ hiđ fyrsta.

Fyrri skákin til ađ klárast var viđureign Aronian og Vachier-Lagrave. Armenninn stýrđi hvítu mönnunum og upp kom Grunfeld-vörn, sem er eitt helsta vopn Frakkans. Aronian komst ekkert áfram og svo virtist sem ađ sá franski hefđi allt á hreinu og hann tryggđi sér örugglega skiptan hlut međ ţví ađ blíđka gođin međ skiptamunsfórn. Jafntefli var samiđ eftir 32.leiki.

Wesley So beitti ítalska leiknum gegn Ding Liren og fékk lítiđ sem ekkert út úr byrjuninni. Hann reyndi hvađ hann gat ađ búa sér til einhver vinningsfćri en kínverski stórmeistarinn varđist auđveldlega og tryggđi sér jafntefli međ ţráskák.

Seinni skákir einvígjanna fara fram á morgun og hefst taflmennskan kl.11.00

Bein útsending Chess24

Heimasíđa mótsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 8778529

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband