Leita í fréttum mbl.is

Kynning á vetrarstarfi Skákdeildar Fjölnis - Ćfingar, ćvintýri og EM taflfélaga

Miđvikudagsćfingar

Skákdeild Fjölnis hóf vetrarstarfiđ međ fjölmennri skákćfingu miđvikudaginn 13. september í tómstundasal Rimaskóla. Á fyrstu ćfinguna mćttu 34 grunnskólakrakkar úr Grafarvogi og fylltu salinn af áhugasömum og efnilegum drengjum og stúlkum. Á hverri ćfingu er bođiđ upp á skákkennslu og skákmót undir kjörorđunum „Skák er skemmtileg“. Ţađ vakti athygli á fyrstu ćfingunni ađ í hópi 10 verđlaunahafa var jafnt kynjahlutfall í hópnum. Allir fóru glađir heim eftir skemmtilega ćfingu enda veitt 15 verđlaun, efnt til happadrćttis og bođiđ upp á veitingar i skákhléi. Fjölnisćfingar verđa í bođi ókeypis hvern miđvikudag frá kl. 16:30 – 18:00 og er gengiđ inn um íţróttahús Rimaskóla. Umsjón međ ćfiFriđrik og Nansýngunum í vetur hafa ţeir Helgi Árnason, Leó Jóhannesson og Jóhann Arnar Finnsson.

Ćvintýraferđ á Västerĺs Open

Skákdeild Fjölnis býđur nú í lok september 13 efnilegum skákkrökkum á aldrinum 10 – 21 árs til Svíţjóđar ţar sem ţeir taka ţátt í fjölmennasta alţjóđlega skákmóti Norđurlanda hvert ár í bćnum Västerĺs. Krakkarnir fá ţarna einstakt tćkifćri á áhugaverđri og skemmtilegri utanlandsferđ og um leiđ ađ tefla viđ erlenda skákmeistara á öllum stigum og aldri. Í ţessum 13 manna hópi eru sjö stúlkur og sex drengir. Stigahćst er Nansý Davíđsdóttir (1954) en hún kom , sá og sigrađi stigalćgri flokkinn á Västerĺs Open áriđ 2012, ţá ađeins 10 ára gömul. Drengirnir í hópnum eru allir fćddir 2005 og mynda ţétta skáksveit Rimaskóla á grunn-og barnaskólastigi. Ţetta er sjötta áriđ í röđ sem Skákdeild Fjölnis býđur sínu áhugasamasta og efnilegasta skákfólki til Svíţjóđar og hefur skákdeildin veriđ í nánu samstarfi viđ skákfélagiđ í Västerĺs um ţátttökuna. Flogiđ verđur međ WOW, gist á Stadtshótelinu í Västerĺs sem er skammt frá mótsstađ.

 

Fyrsta Fjölnisliđiđ á Evrópumót félagsliđa

Skákdeild Fjölnis tók ţá ákvörđun í sumar ađ nýta ţátttökurétt sinn á Evrópumót félagsliđa í skák sem haldiđ verđur í Tyrklandi vikuna 8. – 15. október. Ţetta er í fyrsta sinn sem skákdeildin  tekur ţátt í Evrópumótinu. Skákdeildin er líka fyrsta deildin innan Umf. Fjölnis sem öđlast keppnisrétt á Evrópumóti félagsliđa í hópíţrótt. Skáksveit Fjölnis mun eingöngu telfa fram íslenskum skákmönnum á Evrópumótinu međ Héđin Steingrímsson stórmeistara og stigahćsta skákmann landsins í fararbroddi. Verkefnastjóri ţessarar ferđar er Sigurbjörn J. Björnsson í samstarfi viđ Helga Árnason formann skákdeildarinnar.

 

Evrópumeistarinn gekk til liđs viđ Fjölni í sumar

Nýkrýndur Evrópumeistari unglinga í skák U18, hinn 18 ára Jesper Söndergĺrd Thybo frá Danmörku,  gekk til liđs viđ Skákdeild Fjölnis í sumar og mun tefla međ hinni áhugaverđu  A sveit félagsins á Íslandsmóti félagsliđa sem fram fer í Reykjavík dagana 19. – 22. október n.k. Ţađ er greinilegt ađ Fjölnisferillinn leggst vel í ţennan unga og stórefnilega danska skákmann og mikiđ fagnađarefni hjá Fjölnismönnum ađ fá Evrópumeistara til liđs viđ A sveitina sem sl. tvö sl. hefur unniđ til verđlaunasćtis í 1. deild.

 

Jesper Söndergard Thybo


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 8778529

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband