Leita í fréttum mbl.is

Heimsbikarmót: Aronian tók forystuna gegn Ivanchuk

Átta manna úrslit Heimsbikarmótsins í Tíblisi í Georgíu hófust í dag ţegar fyrri skákir einvíganna fór fram. Dagurinn var frekar tíđindalítill ef undan er skilin skák armenska stórmeistarans Levon Aronian og úkraínska snillingsins Vassily Ivanchuk. 

 

Ivanchuk tefli illa gegn Aronian í dag

Ivanchuk hafđi teflt frábćrlega í mótinu fram ađ viđureign dagsins en hann hafđi slegiđ út ofurstórmeistarana Vladimir Kramnik og Anish Giri í síđustu umferđum. Sá úkraínski er ţekktur fyrir afar sveiflukennda taflmennsku og skák dagsins var einn af hans verri. Ivanchuk gerđi mistök snemma tafls sem varđ til ţess ađ hann eyddi 42 mínútum í sinn 10.leik. Ekki hjálpađi ţađ til og ađ endingu ţurfti hann ađ gefast upp eftir 24.leiki. 

Aronian leiđir ţví 1-0 og verđur ađ teljast til alls líklegur í mótinu.

Hinar ţrjár viđureignir dagsins voru afar litlausar og slíđruđu stórmeistararnir sverđin snemma. Eina undantekningin var skák Svidler gegn Vachier-Lagrave ţar sem sá franski var undir smávćgilegri pressu alla skákina. Hann leysti ţó vandamálin auđveldlega og hélt jöfnu.

Úrslit dagsins:

Levon Aronian (Armeníu) - Vassily Ivanchuk (Úkraínu): Aronian vann í 24.leikjum

Vladimir Fedeev (Rússlandi) - Wesley So (Bandaríkjunum) : Jafntefli eftir 19.leiki

Richard Rapport (Ungverjalandi) - Ding Liren (Kína) : Jafntefli eftir 11.leiki

Peter Svidler (Rússlandi) - Maxime Vachier-Lagrave (Frakklandi) : Jafntefli eftir 41.leik. 

 

Síđari skákir einvígjanna fara fram á morgun kl.11 og má búast viđ mikilli spennu.

Ítarlega frásögn frá viđureign dagsins má lesa á Chess.com.

Mynd (Maria Emelianova - Chess.com)

Beinar útsendingar á heimasíđu mótsins

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 42
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 185
  • Frá upphafi: 8778576

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband