Leita í fréttum mbl.is

EM ungmenna í Rúmeníu - Pistill #2


20170906_145901Þá er komið að þriðju umferðinni hérna á Mamaia í Rúmeníu. Veðrið leikur við okkur og hér er fínn hiti en þó ekki það mikill að maður sé að kafna. Staðurinn er eins og komið hefur fram mjög skemmtilegur og margt skemmtilegt hægt að gera til að dreifa huganum. Á staðnum er t.d. stór kláfur sem fer dágóða vegalengd yfir strandlengjuna með mögnuðu útsýni. Þeir feðgar Þórir og Bjartur voru fyrstir til að prófa það en Bjartur sat einmitt hjá í gær þannig að meiri tími fyrir þá að prufa afþreyingu á staðnum.

Flestir eru svo búnir að kíkja í tívólí sem er hérna nánast alveg við hótelið en þar er ýmislegt hægt að gera, fara í parísarhjól, spilakassa af gamla skólanum og ýmis leiktæki. Auk þess er pool og keilustaður en Vignir er einmitt mikið fyrir að munda kjuðann og er líklega kominn með 2300 í pool líka!

Eftir 1. umferðina fundum við þennan stað einmitt og sáum leikinn Ísland-Úkraína á honum nokkrir. Pabbi Vignis er með svona USB-pung sem þarf bara símkort og var búinn að kaupa sér símkort hér þannig að við gátum fundið straum með leiknum og fögnuðum gríðarlega hérna inni á poolstaðnum þegar Gylfi setti mörkin og held ég að allavega ég persónulega hafi skelkað allamarga á staðnum með einhverjum víkingaöskrum.

Þeir sem sáu ekki leikinn vöknuðu við þessi gleðilegu úrslit og því ekki laust við að menn hafi mætt stemmdir inn í 2. umferðina.

Rennum yfir hvað gerðist í 2. umferðinni:

U8

Bjartur sat hjá og fékk vinning.

 

U10

20170906_145308

Gunnar Erik tefldi af öryggi. Við vorum búnir að kíkja aðeins á og kortleggja hans andstæðing sem líklega að tefla svona "system" þá annaðhvort Colle eða Colle-Zukertort. Það reyndist rétt og ákváðum við að Gunnar myndi bara beita kóngsindverskri uppstillingu sem er oft einna farsælust á móti slíkri taflmennsku. Fórum yfir nokkrar leiðir til að fá öruggar og góðar stöður. Það gekk allt up og andstæðingur Gunnar lék af sér manni snemma.

rnd2_gunnar

Gunnar hinsvegar lék ónákvæmt hér. Lék ...Bh6 þar sem hann sá ekki vörn hjá hvítum. Eftir Kh1 bjargast hinsvegar maðurinn þar sem biskupinn á h6 verður oní eftir að drepið er á d3. Fórum yfir að praktískara væri að taka manninn bara strax þar sem að flækjustigið er minna ef maður missir af einhverju. Hugmyndin var samt að mörgu leiti góð og kannski ágætis æfing að vinna skákina bara tvisvar því Gunnar fékk í staðinn fína skák þar sem hann yfirspilaði andstæðing sinn aftur og tefldi vel!

 

U10 stelpur

20170906_145657

Batel er að fá mjög strembið prógram í byrjun móts og erfiða andstæðinga. Að þessu sinni fékk hún andstæðing frá Hvíta-Rússlandi og aftur svörtu mennina. AFtur var það Najdorf sem varð fyrir valinu en andstæðingur hennar að þessu sinni valdi afbrigðið með g3. Eftir flugeldsýningu í gær gekk ekki alveg jafn vel að þessu sinni og Batel lenti snemma í riddaragaffli sem erfitt var að eiga við. Lærdómurinn var einn helst staðsetning drottningarinnar í byrjuninni og að reyna að halda betur í hvítreitabiskupinn sem er mikilvægur í valdið á d5 reitnum. Batel fær enn og aftur rússneska stelpur í 3ju umferð sem er stigahá í flokknum. 

U14

20170906_145433

Vignir valdi að tefla Frakkann gegn andstæðingi sínum. Hann virtist nokkuð kortlagður og gaf alltaf færi á Winawer afbrigðinu og gat því Vignir verið nokkuð viss um stöðutýpuna sem hann var að fá upp. Vignir fékk líka fína stöðu og stóð klárlega aðeins betur í miðtaflinu. Í raun tefldi Vignir mjög fína skák og vantaði aðeins herslumuninn upp á að breyta því yfir í vinning. Aldrei var nein taphætta hjá Vigni og síðast sénsinn e.t.v. aðeins í lokinn að leyfa d-peðinu að standa og vinna það undir góðum kringumstæðum með skorðaðan kóng.

Andstæðingurinn var allavega sálfræðilega erfiður, bæði Rússi sem þýðir yfirleitt að andstæðingurinn er vel skólaður og svo tapaði Vignir fyrir þessum andstæðing í fyrra og því sálfræðilega erfiðara en ella. Vignir var hinsvegar stóískur eftir skákina enda lítið annað hægt. Hann tefldi vel með svörtu en stundum er það ekki nóg til að vinna.

 

U18

20170906_145750

Jón Kristinn fékk aftur stigaháan andstæðing og aftur var svipað uppi á tengingnum, hann hafði ívið betri stöðu og setti pressu á andstæðing sinn. Að þessu sinni dugði það ekki til og jafntefli var samið í nokkuð dauðri stöðu. Tvö sterk jafntefli hjá Jóni hér í byrjun og vonandi heldur hann áfram að tefla vel enda nokkuð ljóst að elóstig hans eru alltof lág miðað við getu!

20170906_145816

Símon tefldi við Rúmena með tæp 2300 stig. Byrjunin virtist vera í lagi hjá Símoni og í raun gerði hann aðeins ein smávægileg mistök en merkilegt nokk þá var það nóg og sá hann í raun aldrei til sólar eftir það þar sem andstæðingurinn tefldi mjög vel og stýrði taflinu í unnið endtafl. Símon hefur lítið teflt undanfarið sökum skiptináms en ég er handviss um að hann kemur sterkur inn þegar líður á mótið. Andstæðingur hans í dag ætti að vera í léttari kantinum með aðeins um 1600 stig en þó aö öllum líkindum sterkari en stigin gefa til kynna.

Rnd2_results

 

Hótelið

Af hótelmálum er það að frétta að þeir sem voru í verstu herbergjunum hafa fengið bót sinna mála. Satt best að segja er þetta með verri hótelum sem menn hafa séð og í raun kapítuli útaf fyrir sig. Ég þarf eiginlega að henda í eitt gott vídeó til að gera þessu skil!

Maturinn á hótelinu er því miður ekki heldur með besta móti en svona rétt sleppur. Ef menn eru ósáttir er stutt að fara út í kebab á 500 kall ;-)

Við erum hinsvegar hér fyrst og fremst til að tefla og enginn að setja á sig neinn fýlusvip. Við gerum eins gott úr aðstæðum og hægt er enda margt mjög gott hér og skemmtilegt!

 

Hér að lokum er smá myndband frá 3ju umferð í dag þar sem við göngum á mótsstaðinn og kíkjum inn í salinn. Ég var ekkert að stjana við þetta með hristing/hljóð eða neitt svoleiðis og menn vonandi meta viljann fyrir verkið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 8778636

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband