Leita í fréttum mbl.is

Skákþáttur Morgunblaðsins: Jóhann í hópi efstu manna á Norðurlandamótinu

Jóhann Hjartarson er í efsta sæti eftir sex umferðir í opna flokki Norðurlandamótsins í Växjö í Svíþjóð ásamt Allan Stig Rasmussen frá Danmörku og Svíunum Nils Grandelius og Jonathan Westerberg. Þeir hafa hlotið fimm vinninga. Jóhann gerði jafntefli við stigahæsta keppanda mótsins, Nils Grandelius, í 6. umferð.

Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson vann fyrstu þrjár skákirnar, náði svo jafntefli úr tapaðri stöðu í skák sinni við Jóhann í 4. umferð en tapaði skákum sínum í fimmtu og sjöttu umferð. Keppendur eru 73 talsins og verða tefldar níu umferðir.

Í flokki keppenda 50 ára og aldri er Áskell Örn Kárason í 3.-5. sæti með 3 ½ vinning úr fimm skákum og Lenka Ptacnikova er fulltrúi okkar í kvennaflokknum og hefur hlotið 2 vinninga úr þrem fyrstu skákum sínum.

Möguleikar Jóhanns á lokasprettinum hljóta að teljast góðir en hann hefur teflt af miklu öryggi og allir sigrar hans sannfærandi. Í eftirfarandi skák sem tefld var í 2. umferð stóð hann frammi fyrir örvæntingarfullri gagnsókn og hratt atlögunni á fumlausan hátt:

NM 2017; 2. umferð:

Jóhann Hjartarson – Tom Rydström

Slavnesk vörn

1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. b3 Bf5 5. Bb2 e6 6. Be2 Rbd7 7. Rh4 Bg6 8. O-O Bd6 9. g3 De7 10. Rc3 e5?! 11. cxd5 Rxd5 12. Rxd5 cxd5 13. f4!

Snarplega teflt eftir hinn vafasama 12. leik svarts.

13. ... f6 14. Bb5

Enn betra var 14. Bh5! með hugmyndinni 14. ... Bxh5 15. Dxh5+ Df7 16. Rf5! og svartur tapar peði, t.d. 16. ... Dxh5 17. Rxg7+ og 18. Rxh5.

14. ... O-O-O 15. Dg4 Kb8 16. Rxg6 hxg6 17. Dxg6

Öruggara var 17. Bxd7.

17. ... exf4 18. exf4 Bc5+?!

Í eina skiptið í skákinni gat svartur náð tafljöfnun og jafnvel gott betur, best var 18. ... Rc5!

19. Kg2 De6 20. h4 Hh6 21. Dd3 a6 22. De2 Dd6 23. Bxd7 Dxd7 24. Hfe1 g5?!

Reynir að opna taflið en Jóhann hirðir peðið óhræddur.

25. fxg5 fxg5 26. De5+ Ka8 27. Dxg5 Hf8 28. Hf1 Hxf1 29. Hxf1 He6 30. Dg4 De8 31. Kh3 Hg6 32. Df3 Bd6 33. g4 He6 34. Dxd5 Bb8 35. Hf2 He1 36. Hf7 Dc8 37. Hf6 Bc7 38. Df3 He8 39. Hxa6+

Það er eftirtektarvert að hvítur var ekkert að flýta sér að þessu. Hótunin er sterkari en leikurinn.

39. ... Kb8 40. Hh6 Dd7 41. Bc3 Ha7 42. Hf6 He7 43. Df2 b6 44. Df3 De8 45. Hf8 He2

GHL11FH3EHótar máti á h2. Hvað er nú til ráða?

46. Be5!

Línurof, 46. ... Dxe5 er svarað með 47. Ha8 mát og eftir 46. ... Bxe5 kemur 47. Hf7+ o.s.frv. Svartur gafst upp.

 

Magnús tapaði þrem í röð en vann samt í París

Magnús Carlsen tapaði þrem skákum í röð á lokaspretti fyrsta móts syrpunnar Grand chess tour í París um síðustu helgi. Mótið er byggt upp með atskákum og hraðskákum. Við þessar hrakfarir komst heimamaðurinn Vachier-Lagrave í efsta sætið og hafði ½ vinnings forskot fyrir lokaumferðina. Hann varð að sætta sig við jafntefli en Magnús vann og þeir þurftu því að tefla tvær hraðskákir til að útkljá baráttuna um efsta sætið. Og eins og áður hafði Magnús betur, 1½ : ½.

 

Á miðvikudaginn hófst svo í Leuven í Belgíu annað bikarmótið og eftir sex fyrstu atskákirnar var Wesley So efstur með 10 stig en Magnús og Vachier-Lagrave fylgdu honum fast á eftir með 8 stig hvor. Í dag og á morgun tefla keppendur samtals 18 hraðskákir, 5 3 Bronstein. Gott er að fylgjast með baráttunni á vefnum Chess24.

------------------

Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2017

Skákþættir Morgunblaðsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband