Leita í fréttum mbl.is

Jóhann vann í gær - er efstur ásamt Nils Grandelius

 

 

 

jóhann-hjartarson

Jóhann Hjartarson (2541) vann danska stórmeistarann Allan Stig Rasmussen (2540) í sjöundu umferð Norðurlandamótsins í skák sem fram fór í gær í Vaxjö í Svíþjóð. Hann er efstur með 6 vinninga ásamt Nils Grandelius (2655) þegar aðeins tveimur umferðum er ólokið. Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem fram fer í dag, teflir Jóhann við sænska FIDE-meistarnn Martin Lokander (2329).

Guðmundur Kjartansson (2464) gerði í gær jafntefl við sænska FIDE-meistarann Felix Tuomainen (2294). Guðmundur  hefur 4 vinninga. 

Lenka Ptáncíková (2207) vann í gær og er í 3.-4. sæti á Norðurlandamóti kvenna með 3 vinninga eftir 4 umferðir. Í dag eru tefldar tvær umferðir hjá Lenku.

Áskell Örn Kárason (2271) gerði jafntefli í gær í skrautlegri skák í flokki skákmanna 50 ára og eldri. Áskell er í 2.-6. sæti með 4 vinninga eftir 6 umferðir

Næst síðasta umferð fer fram í opnum flokki og í flokki 50 ára og eldri í dag. Tvær umferðir eru tefldar á NM kvenna. Lokaumferð allra flokka fer fram á morgun.

 

G. Sverrir Þór skrifar reglulega um gang mála á heimasíðu sænska skáksambandsins

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8779032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband