Leita í fréttum mbl.is

Mustafa Yilmaz sigurvegari á Reykjavik Open Blitz

Ropen_Blitz_2Tyrkneski stórmeistarinn Mustafa Yilmaz kom sá og sigrađi á hrađskákmóti Reykjavík Open - Reykjavik Open Blitz.

Alls mćttu til leiks 68 skákmenn tilbúnir ađ kljást á reitunum 64 ţó nokkrir hafi helst úr lestinni snemma móts.

Eftir nokkra hnökra í byrjun rann mótiđ hratt í gegn en tefldar voru 9 umferđir međ umhugsunartímanum 3+2 eđa 3 mínútur á skákina plus 2 sekúndur í viđbótartíma á hvern leik.

Mustafa lét snemma til sín taka og vann allar sínar skákir snemma móts. Nokkrir fylgdu á eftir í humátt og sérstaklega byrjuđu Björn Ţorfinnsson og Vignir Vatnar vel međ fjóra vinninga af fjórum. Björn lagđi ađ velli Luca Barillaro sem hafđi fariđ skemmtilega af stađ og lagt ađ velli stórmeistarana Helga Áss Grétarson og Simon Williams.

Yilmaz gaf lítiđ eftir og gaf í raun í og hafđi lagt alla andstćđinga sína ađ velli eftir 8 umferđir. Tyrkinn átti sgurinn vísan fyrir síđustu umferđ.

Baráttan um hin verđlaunasćtin tvö var hinsvegar mjög hörđ en ţar hafđi Svíinn Erik Blomqvist átt góđan endasprett og var kominn í annađ sćtiđ međan Björn Ţorfinnsson sat í ţví ţriđja.

Björn átti erfiđa skák gegn Aman Hambleton sem var hálfum vinningi á eftir honum ásamt fjölmörgum öđrum.

Blomqvist og Yilmaz tryggđu sín verđlaun međ stuttu jafntefli í síđustu umferđ en Björn sýndi úr hverju hann er gerđur og lagđi Aman Hambleton ađ velli og tryggđi veru sína á verđlaunapalli.

Stemmning var almennt mjög góđ og menn höfđu gaman ađ taflmennskunni. Vert er einnig ađ minnast á góđan árangur Arnljóts Sigurđssonar sem lagđi hvern meistarann á fćtur öđrum.

Úrslit má nálgast á Chess-results

ROpen_Blitz_1

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 118
  • Frá upphafi: 8778860

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband