Leita í fréttum mbl.is

Metaðsókn á æfingu Fjölnis eftir grunnskólamótið í skák

IMG_0152Það mættu 40 grunnskólakrakkar úr Grafarvogi á miðvikudagsskákæfingu Fjölnis eftir Reykjavíkurmót grunnskóla í skák tveimur dögum fyrr. Alls tóku níu skáksveitir úr grunnskólum  Grafarvogs þátt í grunnskólamótinu og frammistaða skáksveitanna virkilega góð. Rimaskóli hefur á að skipa mikilli breidd skákkrakka um þessar mundir, bæði drengir og stúlkur, og vann skólinn til gull, silfurs og bronsverðlauna á Reykjavíkurmótinu.

IMG_0154

 

 

Björn Ívar Karlsson frá Skákakademíu Reykjavíkur er að vinna afar árangursríka vinnu í þremur grunnskólum Grafarvogs, Foldaskóla, Kelduskóla og Rimaskóla. Þessir skólar eru allir að senda sterkar sveitir á grunnskólaskákmótin. Skákæfingin í dag miðvikudag var nokkurs konar uppskeruhátíð í lok Reykjavíkurmótsins og verðlaunað var með SAMbíómiðum til níu skákmanna. Á æfingunni var teflt í tveimur aldursflokkum. Í eldri flokk varð Sæmundur Árnason Foldaskóla, efstur. Næstir í röðinni komu strákarnir í 6. bekk Rimaskóla; Arnór, Hilmir, Joshua, Kjartan Karl, Anton Breki og Ríkharð Skorri. Í yngri flokk voru það tvær af skákdrottningum Rimaskóla sem urðu efstar og jafnar, þær Eva Björg og Sara sem unnu alla sína andstæðinga og enduðu á innbyrðisjafntefli í lokaumferð. Næstir komu tveir efnilegir sjö ára skákmenn, þeir Eiríkur í Húsaskóla og Sindri Snær í Rimaskóla.

IMG_0149

Í skákhléi var boðið upp á bakkelsi frá Bakarameistaranum. Þeir Helgi Árnason og Jóhann Arnar Finnsson stjórna Fjölnisæfingunum í vetur á miðvikudögum kl. 16:30 – 18:00.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 8779018

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband