Leita í fréttum mbl.is

Wesley So á toppinn - Carlsen og Eljanov koma næstir

Bandaríski stórmeistarinn Wesley So (2808) heldur áfram að gera það gott í Sjávarvík í Hollandi. Í fimmtu umferð í gær, sem reyndar var tefld í Rotterdam, vann hann indverska stórmeistarann Harikrishna (2766) og er efstur með 4 vinninga. Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2840) og Pavel Eljanov (2755) koma næstir með 3,5 vinninga. Carlsen gerði jafntefli við fyrrum aðstoðarmann sinn Nepomniachtchi (2767) en Eljanov laut í grasi fyrir Aronian (2780) sem er fjórði með 3 vinninga.

Sjötta umferð hefst kl. 12:30. Þá teflir Carlsen við Aronian, So við Adhiban (2653) og Eljanov (2755) við Karjakin (2785).

Í fyrradag var frídagur á mótinu og var þá spilaður fótbolti. Carlsen og Loek van Wely voru þar liðsstjórar yfir sitthvoru liðinu. Carlsen leiddi lið sitt til sigurs 6-2. 

Clipboard01

 

Austurríkismaðurinn Markus Ragger (2697) er efstur í b-flokki  með 4,5 vinninga. Ilia Smirin (2667) er annar með 4 vinninga 

 

Ítarlega umfjöllun um gang mála í gær má finna á Chess.com og á Chess24.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband