Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson atskákmeistari Skákfélags Sauðárkróks

Atskákmót Skákfélags Sauðárkróks var haldið í fyrrakvöld. Fjórir tóku þátt og bar Guðmundur Gunnarsson sigur úr býtum með 2 vinninga og 3 stig, en Pálmi Sighvatsson var með jafnmarga vinninga og 2 stig og hlaut því annað sætið.  Þriðji var Hörður Ingimarsson með 1 vinning og 2 stig, en Jón Arnljótsson hlaut 1 vinning og 1 stig.  Umhugsunartíminn var 25 mínútur á skákina.

Fyrstu helgina í mars mun félagið senda sveit til keppni í seinni hluta Íslandsmóts Skákfélaga, en þar er Skákfélag Sauðárkróks í öðru sæti í fjórðu deild og á þokkalega möguleika á að komast upp í þá þriðju, en 3 efstu liðin ná þeim áfanga.

Helgina 24.-26. mars verður svo Skákþing Norðlendinga haldið á Króknum, í umsjá skákfélagsins.

Nú hafa 2 barna og unglingaæfingar verið haldnar, í Húsi frítímans, en þátttaka verið dræm. Þessum æfingum verður fram haldið og vonast eftir meiri þátttöku, en þær eru opnar og engin æfingagjöld eða mætingarskylda.

Æfingarnar eru kl. 17 til 18.30 á mánudögum og er Jón Arnljótsson umsjónarmaður þeirra.

Heimasíða Skákfélags Sauðárkróks


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 8779021

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband