Leita í fréttum mbl.is

Ólympíuskákmótiđ: 6. umferđ í kvennaflokki

Ísland 1 ˝ - Perú 2 ˝

Viđ mćttum liđi Perú (međalstig: 2175) í 6. umferđ.

P1040621

Íslenska kvennalandsliđiđ fyrir 6. umferđ.

Lenka hafđi hvítt gegn WGM Cori T. Deysi (2402) á 1. borđi. Deysi hefur m.a. teflt á Reykjavik Open ásamt bróđur sínum Jorge Cori. Upp kom kóngsindversk vörn sem viđ höfđum litiđ vel á fyrir skákina. Stađan eftir byrjunina var í jafnvćgi og hélst í raun ţannig langt fram eftir miđtaflinu. Mér fannst Lenka standa vel en í raun bauđ stađan ekki upp á mikiđ og kannski mátti hvorugur hreyfa sig mikiđ. Eftir tímamörkin komu upp töluverđar flćkjur og ţá ţurfti Lenka ađ gefa skiptamun.

6lenka

Hér lék Cori 46...Re5! og fékk betra tafl. Hvítur má ekki drepa á e5 vegna 47...Bxe5+ eđa 47...Bg5+

Lenka náđi samt ađ halda stöđunni saman og átti góđa möguleika á jafntefli í framhaldinu. Í tímahrakinu missti hún af bestu vörninni, lék af sér hrók og neyddist til ađ gefast upp. Hörku skák sem hefđi endađ međ jafntefli á góđum degi.

Guđlaug hafđi svart gegn Vanessa Sanchez Zambrano (1892) á 2. borđi. Guđlaug tefldi sjaldgćft afbrigđi í slavneskri vörn, sem viđ höfđum litiđ á, ţar sem hún hirti snemma hvíta peđiđ á c4 og hékk á ţví eins lengi og hún gat.

6gulla

Gulla lék síđast 4...Be6!? til ađ hanga á peđinu á c4. Hér getur hvítur leikiđ skákinni af sér međ 5. Rg5?? Da5+!

p1040665

 

Liđsstjórinn grettir sig og vonast eftir 5. Rg5??

Zambrano féll ţó ekki í gildruna en tefldi engu ađ síđur alltof passíft, fékk litlar bćtur fyrir peđiđ í framhaldinu og Guđlaug hafđi fullt ,,kontról‘‘ á stöđunni. Í framhaldinu náđi hún ađ virkja mennina sína og ýta frípeđunum sínum á drottningarvćng. Zambrano átti engin svör viđ ţessu og sannfćrandi sigur Guđlaugar stađreynd í vel útfćrđri skák.

Hallgerđur Helga hafđi hvítt gegn Ann Chumpitaz (2150) á 3. borđi. Upp kom ítalskur leikur og Chumpitaz jafnađi tafliđ snemma. Halla lenti fljótlega í erfiđri vörn en varđist vel, eins og svo oft áđur, og náđi ađ stýra skákinni út í endatafl ţar sem báđar höfđu tvo riddara og nokkur peđ. Chumpitaz fann ekki vćnlegustu leiđina í tímahraki og jafntefli varđ niđurstađan eftir harđa baráttu. Góđ úrslit hjá Höllu sem er ađ berjast vel í sínum skákum.

6halla

Hér lék Halla 74. Re5+! og eftir 74...Kxh7 75. Rxf7 e3 76. Re5 var samiđ um jafntefli.

Hrund hafđi svart gegn Ingrid Aliaga Fernandez (2096) á 4. borđi. Upp kom rólegt afbrigđi í drottningarpeđsbyrjun, afbrigđi sem Arthur Yusupov tefldi stundum í gamla daga. Hrund tefldi samkvćmt réttri hugmynd en viđ höfđum lagt upp međ ađ hún reyndi ađ ná frumkvćđinu snemma. Í 11. leik lék Fernandez 11. Hc2!? sem var lúmskur og kom í veg fyrir hugmynd Hrundar ađ leika 11...Df6.

6hrund

Fernandez lék síđast 11. Hc2!? og Hrund féll í gildruna međ 11...Df6?? Eftir 12. c5 vinnur hvítur mann. Í stađ 11...Df6 getur svartur t.d. leikiđ 11...c5 eđa 11...De7 međ fínni stöđu.

Niđurstađan var óverjandi mannstap og ekki einu sinni hćgt ađ ná neinu sprikli, sem Hrund ţó reyndi. Svekkjandi tap niđurstađan. Hrund getur ţó lćrt töluvert af tapinu ţví eftir leik eins og 11. Hc2 hefđi hún getađ gert ráđ fyrir ţví ađ hvítur vćri ađ plana eitthvađ vafasamt.

Lokatölur 1˝ - 2˝ en 2-2 hefđu ekki veriđ ósanngjörn úrslit á móti ţessu sterka liđi Perú, miđađ viđ taflmennsku okkar. Á morgun mćtum viđ grjóthörđu liđi Spánar (međalstig: 2335). Ekki góđ pörun miđađ viđ stöđuna í mótinu en viđ höfum veriđ ađ tefla vel hingađ til og óttumst ekkert. Ekkert!

Ţangađ til nćst, bestu kveđjur frá Bakú.

Björn Ívar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 8778743

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband