Leita í fréttum mbl.is

ÓL: Ísland gerđi jafntefli viđ Tyrkland í opnum flokki

P1040651Íslenska liđiđ í opnum flokki Ólympíuskákmótsins í Bakú gerđi jafntefli viđ Tyrkland í sjöttu umferđ sem fram fór í dag. Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Jóhann Hjartarson og Bragi Ţorfinnsson gerđu allir jafntefli. Sé litiđ til ţess ađ Tyrkir eru stigahćrri á öllum borđum ţá mćtti ćtla ađ íslensku landsliđsmennirnir hafi tekiđ stiginu fagnandi. Hugur landsliđsmanna er hins vegar ţannig innréttađur ađ ţeir ćtluđu sér sigur í ţessari viđureign og ekkert annađ. Liđsmenn eru hins vegar ekki ađ velta sér upp úr ţví sem hefđi getađ orđiđ, enda verđur úrslitunum ekki breytt úr ţessu. Undirbúningur fyrir viđureign morgundagsins er ţegar hafinn og eru landsliđsmenn nýlega komnir aftur á hóteliđ eftir ađ hafa haldiđ liđsfund utandyra í hlýrri kvöldgolunni hér í Bakú.

Íslenska liđiđ er sem stendur í 13-26.sćti međ 9 stig af 12 mögulegum og hefur jafn marga vinninga og stórliđ heimamanna, Aserbaísjan. Noregur, međ heimsmeistarann Magnus Carlsen innanborđs, hefur einnig 9 stig.

Kvennaliđiđ íslenska tapađ međ minnsta mun fyrir Perú, 1,5-2,5. Liđiđ var hársbreidd frá ţví ađ nćla í jafntefli sem hefđu veriđ einkar góđ úrslit sé litiđ til ţess ađ Perú hefur töluvert hćrri međalstig en ţađ íslenska. Guđlaug Ţorsteinsdóttir tefldi mjög vel í dag og vann sannfćrandi sigur á öđru borđi, hennar fyrsta sigurskák til ţessa í mótinu. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir gerđi jafntefli í mikilli baráttuskák ţar sem teflt var til síđasta manns. Lenka Ptacnikova mćtti hinni geysisterku Deysi Cori (2402) og var grátlega nćrri ţví ađ landa jafntefli, en varđ ađ lokum ađ játa sig sigrađa eftir hetjulega baráttu. Hrund Hauksdóttir tapađi sinni skák á fjórđa borđi eftir slćma yfirsjón snemma tafls.

Guđlaug Ţorsteinsdóttir

Í 7.umferđ opins flokks mćtir Ísland (2527) liđi Grikklands (2592). Í kvennaflokki mćtir Ísland (2003) liđi Spánar (2335). Báđar íslensku sveitirnar tefla ţví aftur viđ andstćđinga sem hafa hćrri međalstig. Búast má viđ ađ róđurinn verđi ţungur fyrir kvennaliđiđ ţví Spánn er 14.stigahćsta skáksveit mótsins á međan íslenska sveitin er í 61.sćti.

Indland er í efsta sćti opna flokksins međ fullt hús, eđa 12 stig. Árangur ţeirra til ţessa er glćsilegur, ekki síst fyrir ţćr sakir ađ Viswanathan Anand (2776), fyrrum heimsmeistari, teflir ekki međ liđinu. Bandaríkin hleyptu mikilli spennu í mótiđ međ ţví ađ leggja Úkraínu ađ velli í dag međ minnsta mun. Međ sigrinum settist liđ Bandaríkjanna eitt ađ öđru sćtinu međ 11 stig. Í humátt á eftir koma tíu ţjóđir međ 10 stig, ţar á međal eru Kína, Rússland, Úkraína og andstćđingar okkar Íslands í 2.umferđ, Tékkland.

Ukraine v Russia_Paul Truong

Í kvennaflokki eru tvö liđ efst og jöfn eftir innbyrđis jafntefli í dag, Rússland og Úkraína. Viđureign ţeirra var ţrungin spennu enda hafa ţessar hćfileikaríku skákkonur marga hildi háđ viđ skákborđiđ. Ţađ vakti nokkra athygli ađ ţrír fyrrum heimsmeistarar kvenna sátu ađ tafli í ţessari viđureign. Á 1.borđi vann Anna Muzychuk (2550) frá Úkraínu fyrrum heimsmeistarann Alexöndru Kosteniuk (2538) frá Rússlandi. Á 2.borđi gerđi fyrrum heimsmeistarinn, María Muzychuk (2539) jafntefli gegn hinni rússnesku Valentínu Guninu (2520). Á 4.borđi tapađi fyrrum heimsmeistarinn, Anna Ushenina (2457) frá Úkraínu, fyrir hinni rússnesku Olgu Girya (2452).

Viđureignir morgundagsins hefjast klukkan 11 ađ íslenskum tíma.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 8778743

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband