Leita í fréttum mbl.is

Ólympíumót: 5. umferð í opnum flokki

P1040582Ef við vorum hissa að vera paraðir niður fyrir okkur þegar við fengum Færeyinga í 4. umferð þá vorum enn meira hissa þegar pörun 5. umferðar var ljós. Við tefldum aftur niður fyrir okkur og að þessu sinni gegn ungri sveit Eista.

Eistar höfðu átt gott mót fram að þessu og eru með tvo ungra stráka í kringum 2500 stigin á efstu tveimur borðunum. Eistar höfðu fram að þessu gert jafntefli við þétta sveit Qatar og Kazakstan auk þess sem þeir lögðu Finna að velli stórt. Því var ljóst að um erfiðar viðureign væri að ræða þó að við værum stigahærri á öllum borðum.

Viðureignin þróaðist vel fyrir okkur og Bragi og Hjörvar fengu fljótlega mjög góðar stöður. Jóhann virtist hafa stjórn á sinni skák og Guðmundur var með jafna stöðu úr byrjuninni en þó var mikið strategísk undiralda í þeirri skák og lítið mátti útaf bera hjá báðum aðilum.

 

1. borð : Hjörvar svart gegn A.Volodin 2473

Hjörvar tefldi byrjunina hratt og af miklu öryggi. Hann var vel undirbúinn og þekkt byrjunina betur en andstæðingur sinn. Snemma varð ljóst að hann vissi ekki hvað ætti að gera og leikir snemma í byrjuninni eins og b3 og Rc3 komu honum í töluverð vandræði.

5th_hsg_1

Svartur var í raun kominn með algjört yfirburðatafl eftir 12-14 leiki sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt fyrir lokaða Catalan byrjun.

Staðan hjá Hjörvar var það góð að andstæðingur hans reyndi að fórna peði nokkuð snemma tafls.

5th_hsg_2

Ég missti raunar af því þegar andstæðingurinn gaf peðið og var hérna mjög vongóður um að Hjörvar hefði frábæra stöðu þegar ég átti mig á svona sjöundu rúnti um stöðurnar hjá okkar mönnum að Hjörvar var peði yfir sem gerði vonirnir ennþá meiri enda þýðir það allt að kolunnið tafl hjá svörtum hér.

Hjörvari urðu ekki á mistök í úrvinnslunni og hafði hér frábæran sigur með svörtu. Skákin var síðust að klárast og tryggði í raun sigur okkar manna. Hjörvar er fáum með fullt hús á mótinu, 5 vinninga af 5!

rd5_hsg_jh
Hjörvar og Jóhann, einbeittir við upphaf umferðar

2. borð : Jóhann hvítt gegn Ottoman Ladva 2501

Jóhann lék e4 gegn sínum andstæðingi og upp kom Sikileyjarvörn. Ottoman beitti afbrigði sem Jóhann hafði búist við en þar leikur hann ...b6 en sleppir ...a6 sem yfirleitt er leikið í slíkum stöðum. Í stöðu í dýnamísku jafnvægi lék Ottoman leiknum ...Ba6 sem Jóhann kallaði tröllvitlausan eftir á.

5th_team_picture

Jóhann við rannsókn á skákinni á frídeginum.

Í kjölfarið fylgdi hinn dýnamíski ...d5 leikur hjá svörtum en hann virtist ekki eiga rétt á sér og Jóhann vann peð með nákvæmum leikjum og Eistinn virtist ekki hafa nægar bætur fyrir peðið. 

Þrátt fyrir peðsvinninginn var tæknilega úrvinnslan erfið. Tímahrak nálgaðist þó Jóhann gerði vel í að halda betri tíma alla skákina og á þessum tímapunkti. Jóhann var fyrst um sinn hálf planlaus í stöðunni og Otooman hefði e.t.v. á einhverju augnabliki getað haldið taflinu. Þess í stað missti hann af sínum færum og Jóhann kláraði skákina glæsilega með mikilli leiftursókn og fórnum.

rd5_jh_1

Hér kláraði Jóhann með sannkallarði "moggafléttu" 40.Hxc8!

Góður sigur hjá Jóhanni. Andstæðingur hans er sterkur og hrósaði Margeir honum m.a. og sagðist oft hafa teflt við hann í hraðskákmótum.

3. borð: Guðmundur svart á A.Shiskov 2368

Guðmundur beitti aftur Nimzo indverskri vörn og upp kom hvasst afbrigði þar sem hvítur fær að leika e4 snemma. Guðmundur komst vel út úr byrjuninni og með fína stöðu en var ekki nægjanlega gætinn á einum tímapunkti og gerði strategísk mistök.

rd5_gk_1
Hér drap Gummi á e5 sem opnar taflið of mikið. Betra hefði verið ...d5 og svartur stendur síst lakar. Í kjölfarið braust hvítur í gegn á drottningarvæng og svartur var of seinn með sína lisskipan. Vandamálin í svörtu stöðunni reyndust ekki leysanleg og Gummi varð að gefa taflið þrátt fyrir harða baráttu.

rd5_gk_bth

 

4. borð: Bragi hvítt gegn R.Jezov 2283

Aðra umferðina í röð mætti Bragi vel undirbúinn til leiks og aftur var leitað í smiðju Robin van Kampen sem á frábæra fyrirlestraröð sem mælir með þeirri leið er Bragi valdi. Þess má geta að þessa fyrirlestra má nálgast á Chess24, svei mér þá ef ég rukka ekki Fionu starfsmann þeirra um prósentur þegar menn flykkjast þangað að skoða þessa fyrirlestra!

Allavega....Bragi fékk fína stöðu, allt sem hann vill úr byrjuninni og betri tíma á klukkunni þar að auki.

5th_bth_1

 

Má í raun segja að svartur sé hér snemma tafls með hartnær strategísk tapað! Veikleikarnir eru einfaldlega of miklir og Jesov réði ekki við að eiga við þá og tapaði fljótt peði og svo skákinni. Skákir Braga og Jóhanns voru fyrstar að klárast og eftir stóð Hjörvar með gjörunnið tafl og því ljóst að flottur sigur var í höfn.

Við hittum á Robin van Kampen á frídeginum og færðum honum bestu þakkir fyrir óbeina mikla og góða aðstoð. Þrátt fyrir það þarf líka að klara dæmið og Bragi hefur svo sannarlega verið að gera það vel og er með 4 vinninga úr 4 skákum þegar mótið er hálfnað.

Niðurstaðan varð semsagt glæsilegur 3-1 sigur fyrir okkar menn sem var í raun framar vonum þar sem þetta er týpísk viðureign sem gæti í raun dottið hvorum megin sem er og dansað við 2,5-1,5 eða 2-2 bilið.

5th_results

 

Næst á dagskrá er lið Tyrkja en við ættum að vera farnir að þekkja þá nokkuð vel enda gerðum við jafntefli við þá í Tromsö 2014 og töpuðum fyrir þeim í Laugardalshöll 1-3 í nóvember síðastlinum (2015). Þeir eru alltaf með sama liðið, Solak, Ipatov, Yilmaz, Can og Esen. Erfitt er að lesa í uppstillinguna hjá þeim en líkast til tefla tvö efstu borðin hjá þeim þó að Solak hafi tapaði fyrir Hannesi árið 2014.

Þó Tyrkirnir séu stigahærri og erfið og hörð sveit teljum við að raunhæfur möguleiki sé á að standa í þeim og gott betur en það ef allir hitta á góðan dag. Stemmningin er góð í hópnum og menn hafa trú sjálfum sér. Við stefnum á að hefna fyrir Tyrkjaránið á morgun ;-)

rd5_all

 

Ingvar Þór Jóhannesson - liðsstjóri í opnum flokki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband