Leita í fréttum mbl.is

Ólympíuskákmótiđ: 4. umferđ í kvennaflokki

Moldavía 1 ˝ - Ísland 2 ˝

moldavia

 

 

 

Viđ fengum liđ Moldavíu í dag, međ međalstig 2167.

Lenka hafđi svart gegn WIM Diana Baciu (2279) á 1. borđi. Upp kom tískuvörn sem viđ höfđum litiđ á fyrir skákina og bjuggumst viđ einhverju bitlausu g3-afbrigđi sem Baciu hafđi teflt nokkrum sinnum áđur. Sú moldavíska breytti ţó útaf og lék snemma h3, Be3 og Dd2 og stillti upp í kóngssókn. Lenka lenti í krappri vörn og í miđtaflinu var hún međ ,,koltapađ í tölvunum‘‘. Hún fann ţó leiđir til ţess ađ gera úrvinnsluna flókna fyrir hvítan og á ótrúlegan hátt missti Baciu af vinningsleiđinni sem tölvan mat á +17,98! Lenka fór međ kónginn á d6, beint í skotlínu hvítu mannanna og skyndilega var hún međ unniđ tafl ţví Baciu átti engar góđar skákir vegna lúmskra máthótanna Lenku. Á ţessum tímapunkti gekk undirritađur um gólf og púlsinn var ađ nálgast 200! Á sama tíma heima á Íslandi var einn Björn Ţorfinnsson ađ sturlast af spennu:

bjossi1

bjossi2

bjossi3

4lenka

Hér lék Lenka 37...Kd6! og öllum fráskákum međ riddarnum er auđvitađ svarađ međ 38...Dd2 mát, takk fyrir!

bjossi4

Frábćr baráttusigur Lenku, sem hefur unniđ tvćr skákir í röđ gegn mjög sterkum andstćđingum.

Guđlaug hafđi hvítt gegn IM Svetlana Petrenko (2176) á 2. borđi. Upp kom kóngs-indversk vörn og Gulla fékk ţćgilega stöđu út úr byrjuninni. Petrenko var međ veikt peđ á f5 og óvirka menn á kóngsvćngnum og hugsanlega hefđi Gulla getađ haldiđ pressunni og gert tilraun til ađ tefla til vinnings. Á ţessum tímapunkti var stađan í viđureigninni ađ snúast okkur í hag og viđ ţađ slakađi Gulla ađeins á klónni og hleypti Petrenko inn í skákina. 

4gulla

Hér var spurning hvort 34. a4 hefđi ekki gefiđ hvítum smá möguleika á ađ svíđa skákina. Gulla lék í stađinn 34. He1 og missti ađeins tökin á stöđunni í framhaldinu.

Sú moldavíska nýtti tćkifćriđ og sýndi góđa tćkni í framhaldinu. Gulla neyddist út í erfitt hróksendatafl og ţví varđ ţví miđur ekki bjargađ.

Hallgerđur Helga hafđi svart gegn WFM Olga Hincu (2125) á 3. borđi. Upp kom óvenjuleg leiđ gegn Grunfelds-vörn međ 3. Rd2!? Hvítur fékk rýmra og betra tafl og Halla mátti sćtta sig viđ ţrönga og erfiđa stöđu. Hún hefur sýnt ţađ hingađ til í mótinu ađ hún er hörku varnarskákmađur og ţrátt fyrir ađ hafa ţurft ađ leika riddaranum sínum til a8, ţar sem hann mátt dúsa í 21 leik(!), barđist hún eins og ljón.

4halla

Halla var ađ enda viđ ađ leika 19...Ra8 ţar sem hann valdar c7-peđiđ. Ţar fékk hann ađ dúsa í 21 leik ţangađ til ađ birtist skyndilega og klárađi skákina!

Hincu gerđi heiđarlega tilraun til ţess ađ vinna skákina, setti mikla pressu á Höllu sem fann alltaf varnir viđ hótunum hvíts. Hincu fór svo međ kónginn sinn alla leiđ á d5 en ţá sprakk svarta stađan allt í einu út međ skemmtilegu trikki, og Halla var skyndilega komin međ frumkvćđiđ. 

4-1halla

34...b5! og svartur er allt í einu kominn međ betra. Hrókurinn á a6 sveiflar sér yfir á e6 og riddarinn á a8 vaknar til lífsins. 35. Hxb5 gengur ekki ţví eftir 35...c6+ fellur hrókurinn á b5.

Halla tefldi óađfinnanlega í framhaldinu og vann frábćran sigur sem skrifast algjörlega á ótrúlega ţolinmćđi og baráttuţrek.

Veronika hafđi hvítt gegn WGM Elena Partac (2086) á 4. borđi. Viđ höfđum fyrir skákina krufiđ afbrigđi Partac í sikileyjarvörn og fundiđ ýmsar hugmyndir til ţess ađ gera henn lífiđ leitt. Veronika fór međ riddarann sinn til c4 samkvćmt planinu okkar og eftir ađ sú moldavíska hrókađi langt upphófst mikiđ kapplaup á báđum vćngjum; Veronika sótti á drottningarvćng og Partac á kóngsvćng. Veronika var alltaf međ betra tafl og vantađi ađeins herslumuninn upp á ađ fá vćnlegt endatafl og leggja ţar međ stórmeistarann ađ velli. Í tímahraki beggja endutóku ţćr stöđuna tvisvar og ţá var Veronika skynsöm og spurđi mig hvort hún ćtti ađ taka jafntefli, sem var hárrétt ákvörđun hjá henni.

4veronika

33. Re8+ og sama stađan komin upp ţrisvar. Mikilvćgt jafnteli.

Á ţessum tímapunkti voru stöđurnar hjá Lenku og Höllu ađ snúast okkur í hug svo jafntefli voru mjög góđ úrslit. Áfram hélt yfirstressađur Björn Ţorfinnsson:

bjossi5

Flott skák hjá Veroniku, sem var vel undirbúin og hafđi trú á sér í dag.

bjossi6

Á sama tíma og viđ lögđum Moldavíu ađ velli var Bragi ađ innsigla öruggan 3 1/2 - 1/2 sigur gegn Fćreyjum međ óađfinnanlegri úrvinnslu í endatafli. Ţađ voru ţví stoltir og glađir landsliđsmenn Íslands sem gengu út úr Kristalhöllinni og ţađ var glatt á hjalla í rútunni á leiđinni heim á hótel!

Á morgun fáum viđ sveit Mexíkó (međalstig: 2082) og erum fullar sjálfstrausts fyrir ţá viđureign. Ég er ánćgđur međ mjög margt í taflmennsku stelpnanna. Ţađ sem hefur skyniđ í gegn er baráttuţrekiđ í erfiđum stöđum, sem hefur veriđ ađ skila mörgum vinningum í hús. Viđ gćtum enn bćtt tímanotkunina ađeins til ţess ađ komast hjá tímahraki. Ađ sama skapi hefđi ég getađ gert betur sem liđsstjóri í dag og bent Guđlaugu á ađ bjóđa jafntefli í betri stöđu ţegar viđureignin var ađ snúast okkur í vil. Ţađ er hins vegar lúxusvandamál en mađur verđur ekki betri nema ađ vera tilbúinn ađ gagnrýna sjálfan sig - jafnvel eftir góđa sigra!

Ţangađ til nćst, bestu kveđjur frá Bakú.

Björn Ívar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778742

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband