Leita í fréttum mbl.is

Ólympíumót: 4. umferð í opnum flokki

4th_ice_faoPörunin í fjórðu umferð kom okkur nokkuð á óvart. Við vorum búnir að vinna tvær viðureignir og missa niður einungis tvisvar sinnum hálfan vinning miðað við hæsta mögulega vinningafjölda með sigur í tveim viðureignum (1-3 í stað 1,5-2,5 gegn Tékkum og svo 0,5 niður gegn Sýrlandi). Við áttum því von á því að tefla upp fyrir okkur í 4. umferð. Annað kom á daginn þegar frændur okkar Færeyingar komu upp úr hattinum. 

Þrátt fyrir að við séum mun hærra skrifaðir á skáksviðinu áttum við í raun harma að hefna frá því í Tromsö þar sem jafntefli varð niðurstaðan 2-2.

Því var í raun ekki annað en sigur í boði í viðureign dagsins. 

Hannes gerði jafntefli nokkuð snemma og mér fannst Bragi hafa fína stöðu. Ég var ekki avleg viss með hinar stöðurnar. Hjörvar var klárlega alltaf með fína stöðu en ég var hræddur um að hann væri að missa frumkvæðið og væri ekki með neitt. Eitthvað var ég að misskilja stöðuna hjá Gumma líka og hélt að hún væri shaky en líklegast var allt vel "undir control".

1. borð : Hannes svart á Helga Dam Ziska (2546)

Helgi beitti rólegu afbrigði í ítslska leiknum og fékk í mesta lagi eitthvað "míkró" frumkvæði. Hannes tefldi í raun af miklu öryggi og hratt og var ekki í mikilli hættu í skákinni. Þessi skák kláraðist fyrst af öllum skákunum. Hannes muldraði einhverjar pælingar um að skipta ekki upp á riddara samkvæmt heilræði Ulf Anderson. Helgi hélt að Hannes hefði boðið jafntefli og flengdi fram spaðann sem Hannes tók glaður við og jafntefli niðurstaðan!

2. borð : Hjörvar hvítt á Jón Rauðgarð (John Rodgaard)

Hjörvar hefur í þessu móti og undanfarið sérhæft sig í að fella gamalmenni á tíma. Þessi skák var í raun engin undantekning þar sem tímahrak Jóns hafði mikil áhrif. Hjörvar kom Jóni á óvart í byrjuninni og þó e.t.v. hafi hann ekki fengið mikið hafði hann alltaf eitthvað frumkvæði og Rauðgarðinum leið ekki vel í stöðunni.

Þegar frumkvæðið virtist vera að fjara út hélt Hjörvar tangarhaldi í vonina um skemmtilega fórn á f7-reitnum. Sú fórn var skemmtilega undirbúin með lúmskum g3 og h4 leikjum.

4th_Hjorvar_Nxf7

Rauðgarðuinn féll í gildruna og var svo hrifinn af fórninni að hann leyfði Hjörvari að máta sig í lokin!

4th_hjorvar_mat

4th_hjorvar_gummiHerbergi 526 átti góðan dag gegn Færeyjum!

3. borð : Guðmundur svart á Joan Andreasen

Gummi fékk akkúrat upp afbrigðið sem hann undirbjó fyrir skákina. Leikurinn hans ...c6 var sjaldgæfur og líklegast hefur hann komið andstæðingi hans á óvart.

Byrjanavalið líklega lúmskt gott hjá Gumma sem fékk ákveðna dýnamík í stöðuna sem oft getur vantað í aðallínunum í þessu afbrigði

Þegar Gummi var að komast inn á a-línunni var hann í raun kominn með betra tafl með góðan biskup og ákveðið tangarhald á svörtu reitunum. Ég allavega misskildi eitthvað stöðuna, hélt að Gummi væri að fórna peði og ætlaði að tefla stöðulega peði undir með granítharðan svartreitabiskup. Hann átti hinsvegar kröftugt framhald í kjölfarið með ...Rxe4 og mjög mikilvægt að eiga svo ...f5-f4 í framhaldinu sem tryggði svörtum mun betra tafl.

4th_gummi_Nxe4...Rxe4 var mikilvægur leikur hér hjá Gumma!

Gummi gerði smá mistök í úrvinnslunni í síðasta leik í tímahrakinu en það kom engu að síður ekki að sök og vinningurinn hafðist. Heilt yfir fín skák hjá Gumma.

 

4. borð : Bragi hvítt á Sjúrð Þorsteinsson

4th_bragi

Bragi tefldi aftur afar vandaða skák og virðist vera að finna sig vel á þessu móti. Ég var ánægður með samvinnu okkur í undirbúningi en þar var ákveðið að leita í smiðju Robin van Kampen sem er með góða vídeóseríu um Bb5+ í Sikileyjarvörninni. Mestur undirbúningurinn fór í að kíkja á fyrirlestrana hans á Chess24 og vorum við sammála um að þessar Maroczy stöður hentuðu skákstíl Braga fullkomlega og sérstaklega gegn þessum andstæðing. Björn Ívar hafði teflt nokkrar skákir við Sjúrð og vildi meina að styrkleiki hans væri í taktík en hann væri að sama skapi slappur í manúveringum og strategískum stöðum.

Þetta plan gekk í raun fullkomlega upp og Bragi fékk akkúrat stöðutýpuna sem við höfðum stúderað og vildum fá. Fyrirlestur van Kampen var jafnframt mjög góður og ýmsir punktar úr því sem Bragi nýtti sér eins og t.d. að drepa ekki á c6 fyrr en eftir ...a6. Reyndar vorum við ekki 100% vissir um hvort það ætti við í þessu tilviki en það hjálpar alltaf að hafa hugmyndir og punkta að vinna með.

Sjúrður gerði smá mistök í byrjuninni með ...e6 og eins missti hann af aðeins kröftugri vörn aðeins fyrr. Að öðru leiti varðist hann nokkuð vel þó svarta staðan sé alltaf passíf. Hinsvegar má Bragi eiga það að hann tefldi þessa skák mjög þétt í sannkölluðum Karpov-stíl. Bragi bætti stöðuna jafnt og þétt og tefldi mikið fyrirbyggjandi gegn plönum andstæðingsins. Staðsetning hróksins á a-línunni til að fyrirbyggja b6-break var til dæmis lærdómsríkt. Síðar hoppaði sá hrókur skemmtilega inn í skákina en það vill oft verða að skákir "flæða" vel þegar þær eru vel tefldar.

Bragi var alltaf með ný vandamál fyrir svartan þó þau væru smá og smátt og smátt molnaði Sjúrður undan pressunni. Hann fekk einn séns á að berjast á móti með því að fórna skiptamun í ca. 39. leik með ...fxg5 en missti af því og þurfti þess í stað að þjást. Bragi kláraði úrvinnsluna glæsilega og hálfgerð módelskák í afbrigðinu því niðurstaðan.

Rd4_Bragi_Ne5Hér seint í skákinni var Re5+ skemmtilegur og opnaði flóðgáttir fyrir hvítu hrókana.

 

Færeyingar voru því lagðir 3,5 - 0,5 sem verða að teljast glæsileg úrslit. Á tímabili var undirritaður að sætta sig við 2,5 en strákarnir voru til í meira og sóttu það!

Í 5. umferð og þeirri síðustu fyrir eina frídag mótsins mætum við ungri sveit Eista. Þeir hafa staðið sig vel en engu að síður er gríðarlega óvænt að vera með 3 sigra og 1 tap og tefla niðurfyrir okkur enn á ný! Þessi viðureign er gríðarlega mikilvæg og sigur hér setur okkur í mjög góða stöðu fyrir framhaldið. Við verðum stigahærri á öllum borðum en Eistarnir eru ungir og hungraðir og þetta verkefni verður að tækla af festu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8778734

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband