Leita í fréttum mbl.is

Glćsilegur sigur á Moldóvu - stórsigur gegn Fćreyingum

P1040484

Íslenski landsliđshópurinn átti góđan í Kristalhöllinni í Bakú í dag. Stelpurnar unnu frábćran sigur á sterkri sveit Moldóvu í dag. Annar sigur stelpnanna í röđ gegn sveit sem er sterkari á öllum borđum!

Lenka Ptácníková og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir unnu sínar skákir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir gerđi jafntefli. Hennar fyrsti punktur á Ólympíuskákmóti. Frábćr úrslit. Bćđi Lenka og Hallgerđur sýndu mikinn karakter í erfiđum stöđum sem ţćr náđu ađ snúa taflinu sér í vil.

P1040495

Íslenska karlalandsliđiđ vann stórsigur á liđi Fćreyinga 3˝-˝. Góđ úrslit. Ţótt ađ Ísland sé töluvert sterkara liđ en ţađ fćreyska á pappírnum eru slík úrslit alls ekki sjálfgefin. Til dćmis gerđu ţjóđirnar 2-2 jafntefli á Ólympíuskákmótinu í Tromsö áriđ 2014. Hjörvar Steinn Grétarsson, Guđmundur Kjartansson og Bragi Ţorfinnsson unnu sínar skákir en Hannes Hlífar Stefánsson gerđi jafntefli. 

Íslenska karlalandsliđiđ er í 40. sćti međ 6 stig af 8 mögulegum. Kvennaliđiđ er í 31. sćti einnig 6 stig. Fyrirfram var karlaliđinu rađađ í 44. sćti á styrkleika en kvennaliđiđ í 61. sćti. Árangur tveggja liđa er ţví góđur - sérstaklega ţó kvennaliđsins.

Fimmta umferđ hefst á morgun klukkan 11 ađ íslenskum tíma. Ísland mćtir Eistlandi í opnum flokki en Mexíkó í kvennaflokki.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8778734

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband