Leita í fréttum mbl.is

Ólympíuskákmótiđ: 3. umferđ í kvennaflokki

Brexit #3 – Ísland 2,5 – England 1,5

Rd3_kvennalid

Andstćđingar okkar í 3. umferđ voru Englendingar, međ međalstig 2236. Meistari Speelman, liđsstjóri enska liđsins, tók glađlega í höndina á mér fyrir viđureignina og bađ mig ađ skrifa undir mótmćlaplaggiđ sitt sem ég nefndi í síđasta pistli. Hann er ekki mannglöggur blessađur ţví viđ höfđum rćtt lengi saman í fyrradag og ég var löngu búinn ađ skrifa undir hjá honum.

Enska liđiđ hafđi á ađ skipa sterkum og reynslumiklum skákkonum á 1. og 2. borđi. Lenka hafđi hvítt gegn IM Jovanka Houska (2386).

lenka3

Upp kom Caro-kann vörn sem Lenka var vel undirbúin fyrir. Viđ höfđum lagt upp međ ađ tefla af ákveđni og ekki gefa alţjóđlega meistaranum neinn friđ í byrjuninni. Ég held ađ Lenku hafi tekist ađ slá Houska ađeins út af laginu međ taflmennsku sinni. Ţrátt fyrir ţetta eyddi Lenka talsverđum tíma á byrjunina en fékk samt mun betra tafl. Ţegar Houska lék 11...c5 notađi Lenka tćkifćriđ og sprengdi upp stöđuna međ 12. c4. Í framhaldinu opnuđust allar flóđgáttir og krítístki punkturinn var ţegar Lenka lék 17. d5!

3lenka

Hér lék Lenka 17. d5 og Houska lenti í miklum vandrćđum.

Lenka hélt pressunni og Houska komst aldrei inn í skákina. Á einum tímapunkti gat Lenka unniđ strax međ fallegri hróksfórn, sem hún sá, en krafđist smá úteiknings af hennar hálfu. Á ţví augnabliki varđ henni hugsađ til gullkorns Jóhanns Hjartarsonar frá ţví eftir 1. umferđ; ,,Mađur á aldrei ađ fórna međ unniđ!‘‘ – og valdi ţví öruggu leiđina. Rannsóknir okkar eftir skákina leiddu hins vegar í ljós ađ fórnin hefđi leitt beint til vinnings svo ţetta er sennilega undantekningin sem sannar reglu Jóhanns!

3-1lenka

Hér lék Lenka 27. Hd6 međ hugmyndinni 28. He6! Houska lék 27...Hc6 og barđist áfram. Lenka gat ţó leikiđ 27. Hd8!! međ hugmyndinni 27...Dxd8 28. Dxh5 međ máti og eftir 27...Dg6 28. Hd6 De8 29. He6! vinnur hvítur h5-peđiđ međ óstöđvandi mátsókn.

Eftir ađ skiptist upp á drottningum hirti Lenka svörtu peđin og innbyrti sigurinn af öryggi. Frábćr skák hjá Lenku og liđsstjórinn var mjög stoltur.

Gulla hafđi svart gegn IM Dagne Ciuksyte (2323). Upp kom Petroffs-vörn sem var vel undirbúin fyrir skákina. Ciuksyte kom okkur nokkuđ á óvart međ ţví ađ velja afbrigđi sem hún hafđi ekki teflt áđur. Í framhaldinu fékk Gulla verra tafl en tókst međ mikilli seiglu ađ halda sér inni í skákinni og tókst svo ađ snúa taflinu sér í vil í kringum tímamörkin. Hún vann peđ en Ciuksyte hafđi biskupapariđ sem vóg ađeins upp á móti. Gulla leitađi eftir uppskiptum á riddara fyrir biskup og hafđi ţá hrók, biskup og ţrjú peđ gegn hrók, biskup og tveimur peđum. Stađa hvíts var samt nokkuđ virk og svörtu peđin auk ţess skorđuđ. Á ţessum tímapunkti var stađan orđin 2-1 okkur í vil og Ciuksyte, peđi undir, lék 60. d4 sem Gulla mátti ekki taka – og var auk ţess tćp á tíma og međ óvirka menn. Allt í einu leit út fyrir ađ hvítur gćti pressađ ađeins og kvikindiđ hann Speelman glotti til mín!

3gulla

Hér lék Ciuksyte 60. d4 og Speelman glotti!

Gulla leysti vandamálin auđvitađ án nokkurra vandrćđa í framhaldinu, virkjađi mennina sína og eftir ţráleik krafđist hún jafnteflis, sem tryggđi sigurinn í viđureigninni.

3-1gulla

Hér lék Gulla 68...Bf2 og sama stađan var kominn upp í ţriđja sinn. Jafntefli niđurstađan og sigurinn í höfn! Ég leyfđi mér ađ endurgjalda Speelman glottiđ.

Hallgerđur Helga hafđi hvítt gegn WFM Sarah Longson (2103). Ţegar viđ flettum henni upp fyrir skákina komu bara fáar, en mjög nýlegar skákir upp. Halla kannađist ţó viđ myndina af Söruh og komst ađ ţví eftir smá rannsóknarvinnu ađ stúlkan sú vćri nýgift og ţví búin ađ taka upp nýtt nafn! Var brúđkaupiđ bara til ţess ađ fela gömlu skákirnar hennar? Einhver ágćtur mađur sagđi mér eitt sinn ađ brúđkaup vćru ekki góđ fyrir skákmenn ţví ţá gćtu ţeir veriđ vissir um ađ tapa 50-100 skákstigum alveg um leiđ.

En aftur ađ skákinni! Upp kom ítalskur leikur og Longson náđi ađ jafna tafliđ eftir byrjunarleikina. Í miđtaflinu tók Halla góđa ákvörđun og drap međ riddara á d4, 17. Rxd4, sem gaf henni ákveđin fćri í skrýtinni stöđu. Henni varđ ţó fótaskortur í framhaldinu og neyddist ţá til ađ gefa skiptamun. Ţađ sama gerđist í 1. umferđ; Halla lenti í vandrćđum, gaf skiptamun en fékk virka menn og vann glćsilega. Ţađ sama gerđist einnig í dag. Allt í einu lifnađi yfir stöđunni, Longson ţurfti ađ fara ađ vanda sig skiptamun yfir og í tímahrakinu urđu henni á mistök. Halla vann skiptamuninn til baka og í lokin var ekkert sem gat stoppađ hvíta e-peđiđ og mikilvćgur sigur var í höfn!

3halla

Hér kom 47. Rg6! Hee8 47. e7 Hb8 48. Bd7 og tafliđ snérist Höllu í vil.

Hrund hafđi svart gegn WFM Kanwal Bhatia (2133). Upp kom ítalskur leikur, sama afbrigđi og hjá Hallgerđi Helgu. Hrund lék snemma h6 og gaf Bhatia kost á ađ leika g4 og fara beint í kóngssókn. Ţetta er leiđ sem Jón Viktor Gunnarsson hefur mćlt međ fyrir hvítan (sbr. módelskákina JVG - Fiona Steil-Antoni frá Reykjavik Open 2008). Bhatia fékk hörku fćri í framhaldinu og Hrund ţurfti ađ finna nákvćma leiki til ţess ađ halda velli. Hún missti af bestu varnarleiđunum og stórsókn hvíts var of hćttuleg til ţess ađ stoppa. Sanngjarn sigur ţeirrar ensku.

3hrund

Hér lék Hrund 24...De7 og lenti vandrćđum eftir 25. Ba3! Ţađ var einhver von í ţví ađ leika í stađinn 24...Hh2 25. Dxf6+ Kg8 og svartur hefur smá pressu á f2-peđiđ.

Lokatölur 2˝ - 1˝ okkur í vil, sem eru frábćr úrslit. Viđ Speelman tókumst í hendur í lok viđureignarinnar og hann var ekki sáttur međ sínar stúlkur: ,,I was glad I brought a newspaper today so I could hide behind something!“

Andinn í liđinu er góđur eftir ţessa flottu frammistöđu hjá okkur. Ég var ánćgđur međ baráttuţrekiđ í stelpunum í dag. Á erfiđum augnablikum í skákunum kom ekki til greina ađ gefa neitt eftir. Tímanotkunin var skynsamari hjá okkur en í gćr og viđ vorum ekki ađ lenda undir neinni sérstakri tímapressu; ţetta höfđum viđ rćtt sérstaklega fyrir umferđina.

Á morgun fáum viđ liđ Moldavíu (međalstig: 2167) og viđ erum klárar í slaginn. (athugasemd: Gunnar Björnsson segir ađ ţađ sé einkennandi fyrir liđsstjóra kvennaliđsins af fara ósjálfrátt ađ tala um sjálfan sig í kvenkyni!)

Ţangađ til nćst, bestu kveđjur frá Bakú.

- Björn Ívar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8779037

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband