Leita í fréttum mbl.is

Íslandsmót öldunga 65+ fer fram á laugardaginn

ÍSLANDSMÓT ÖLDUNGA 65 ÁRA OG ELDRI -005

Íslandsmót öldunga  65 ára og eldri  verður haldið laugardaginn 10. september  nk. í Ásgarði, félagsheimili  FEB að Stangarhyl.  Að þessu sinni standa báðir skákklúbbar eldri borgara á Höfuðborgarsvæðinu, RIDDARINN og ÆSIR, sameiginlega að mótinu, sem áður hefur farið fram á vegum hins fyrrnefnda í Hafnarfirði.

Þetta er í þriðja sinn sem slíkt Íslandsmót með atskákarsniði fer fram í þessum aldursflokki.

Tefldar verða 9 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma auk  3 sekúndna viðbótartíma á leik. Fjórar umferðir verða tefldar fyrir hádegi en lokaumferðirnar fimm eftir hádegisverðarhlé.

Mótið hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16.30  með verðlaunaafhendingu. 

Þátttökugjald er kr. 1000 og innifelur kaffi, svaladrykki og snarl meðan á móti stendur. Björgvin Víglundsson er núverandi Íslandsmeistari og  hefur unnið mótið í bæði skiptin sem það hefur verið haldið.  

Aðalverðlaun mótsins er kr. 50.000 ferðastyrkur á Norðurlandamótið í skák í Sastamala, Finnlandi, 22. -30. október nk.  Auk verðlaunagripa sem gefnir eru af Sportvöruverzluninni JÓA ÚTHERJA, verða veitt vegleg bókaverðlaun og aldursflokkaviðurkenningar (65-70; 71-75; 76-80; 81 og eldri). Vænst er góðrar þátttöku sem víðast hvar að af landinu.  

Mótsnefndina skipa fulltrúar "Öðlinganefndar SÍ" þeir: Einar S. Einarsson, formaður; Finnur Kr. Finnsson; Guðfinnur R. Kjartansson; Sigurður E. Kristjánsson og Össur Kristinsson.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 8779016

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband