Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hilmir Freyr vann fimm í röđ á ÓL 16 ára og yngri

Hilmir einbeittur
Íslenska sveitin sem teflir á Ólympíumóti ungmenna 16 ára og yngri í Poprad í Slóvakíu var í 18. sćti međ 9 stig og 19 ˝ vinning af 32 mögulegum fyrir lokaumferđ mótsins sem fram fór í gćr. Eftir erfiđa byrjun í fyrstu fjórum umferđum mótsins fóru hjólin ađ snúast og í sjöundu umferđ vann sveitin Hong Kong 3:1 og síđan Belga 3 ˝: ˝.


Alls eru tefldar níu umferđir og nýtt stórveldi skákarinnar virđist vera ađ koma fram: Íranir. Ţeir hafa ţegar tryggt sér ólympíugulliđ međ 15 stig, í 2. sćti koma Rússar og Armenar í 3. sćti. Í lokaumferđinni dróst Ísland á móti sterkri sveit Moldavíu.

Fyrirkomulag mótsins er nýtt; fimm í sveit ţar af ein stúlka en teflt er á fjórum borđum. Varamađur sveitarinnar, Svava Ţorsteinsdóttir, er ađ stíga sín fyrstu skref á ţessum vettvangi, hún vann sannfćrandi í fyrstu umferđ og byggđi upp góđar stöđur í nćstu tveim skákum en tapađi. Vignir Vatnar Stefánsson sem er 13 ára gamall hefur teflt vel og er međ 4 ˝ vinning af sjö mögulegum. Bárđur Örn Birkisson er einnig međ 4 ˝ vinning af sjö á 2. borđi. Björn Hólm hefur hlotiđ 3 ˝ vinning af átta og Hilmir Freyr Heimisson er í banastuđi; eftir jafntefli í tveim fyrstu umferđunum vann hann fimm skákir í röđ, 6 vinningar af sjö mögulegum á 4. borđi!

Ţátttökuţjóđirnar eru 54 talsins og Íslandi var fyrirfram rađađ í 32. sćti. Indland verđur vettvangur Ólympíumóts 16 ára og yngri áriđ 2017 samkvćmt mótaáćtlun FIDE.

Niđurstađa ţessa móts er í takt viđ stöđu Íslands á alţjóđavettvangi međal ungra skákmanna og talsvert betri ef eitthvađ er. 

Hjörvar viđ toppinn í Kaupmannahöfn

Íslenskir skákmenn sitja einnig ađ tafli í Kaupmannahöfn ţar sem fram fer hiđ svonefnda Xtracon-mót sem hét áđur Politiken cup. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson gerđi jafntefli í sjöundu umferđ og var međ 5 ˝ vinning í toppbaráttunni en Egyptinn Amin Bassem er efstur međ 6 ˝ vinning. 


Á opna tékkneska meistaramótinu í Pardubice í Tékklandi bar helst til tíđinda ađ Oliver Aron Jóhannesson vann stórmeistarann Jansa í fjórđu umferđ. Oliver Aron og Dagur Ragnarsson eru báđir međ 3 ˝ v. af sjö mögulegum og voru ađ ná árangri umfram vćntingar í A-flokknum ţar sem Armeninn Movsesian og Indverjinn Ganguly voru efstir. 

Magnús Carlsen sigrađi međ yfirburđum

Magnús Carlsen vann hiđ sterka mót í Bilbao á Spáni sem lauk um síđustu helgi. Gefin voru ţrjú stig fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli og lokaniđurstđan var ţessi: 


Carlsen 17 stig
, 2. Nakamura 12 stig, 3. – 4. So og Wei Yi 11 stig, 5. Karjakin 9 stig, 6. Giri 7 stig.

Heimsmeistarinn á síđasta orđiđ. Andstćđingi hans virđist standa stuggur af nálega öllum leikjum Magnúsar, saklausum peđsleikjum eins 9. a3 og 10. b4. Og svo kemur hrina snilldarleikja, 17. De1, 18. Rd2, 19. Rc4. So leggur niđur vopnin ţegar hann stendur frammi fyrir mátsókn:

Bilbao 2016; umferđ:

Magnús Carslen – Wesley So

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. Bxc6 dxc6 6. De2 De7 7. Rbd2 Bg4 8. h3 Bh5 9. a3 Rd7 10. b4 Bd6 11. Rc4 f6 12. Re3 a5 13. Rf5 Df8 14. bxa5 Hxa5 15. O-O Df7 16. a4 Rc5 17. De1 b6 18. Rd2 Hxa4 19. Rc4 Bf8 20. Be3 Kd7 21. Dc3 Rxe4 

GNM10115622. Rxb6+ cxb6 23. dxe4 Dc4 24. Dd2+ Kc7 25. g4 Bg6 26. Hfd1

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 30. júlí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 8778747

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband