Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţjóđverjar sigruđu á HM skáksveita 50 ára og eldri

Gullaldarliđiđ
Ţjóđverjar unnu nauman sigur á heimsmeistaramóti skáksveita skipađra keppendum 50 ára og eldri – ţeir fengu 16 stig, jafnmörg Armenum, en ađrir ţćttir sem teknir eru inn ţegar sveitir verđa jafnar voru Ţjóđverjum hagstćđari. Fyrsta borđs mađur ţeirra, Uwe Bönsch, náđi frábćrum árangri og hlaut 7˝ vinning úr níu skákum. Bronsverđlaun hlutu Englendingar, en ţeir höfđu innanborđs hina ţekktu stórmeistara John Nunn og Jonathan Speelman.

Íslensku sveitina skipuđu Jóhann Hjartarson, sem fékk fjóra vinninga af átta mögulegum á 1. borđi, greinarhöfundur hlaut fimm vinninga af átta á 2. borđi, Margeir Pétursson hlaut sex vinninga af átta og hlaut silfurverđlaun 3. borđsmanna, 4. borđsmađurinn Jón L. Árnason hlaut fimm vinninga af átta mögulegum og Friđrik Ólafsson hlaut ţrjá vinninga af fjórum mögulegum.

Fyrir fram var Íslandi rađađ í efsta sćti styrkleikalistans en alls tóku 57 liđ ţátt í 50+ flokknum. Ţess vegna er 7. sćti vonbrigđi. Ţó gerđist ţađ einn góđan veđurdag í Dresden ađ okkur leiđ öllum eins og sigurvegurum og var ţađ vegna íslenska knattspyrnulandsliđsins sem snerti einhvern streng út yfir alla Evrópu og víđar sem náđi langt út fyrir knattspyrnuna.

Skák Jóhanns viđ Vaganjan í viđureign Íslands og Armeníu er kannski lýsandi fyrir lánleysi liđsins en var ţó einn af hápunktum mótsins og gat Jóhann veriđ stoltur af taflmennsku sinni ţrátt fyrir tapiđ:

Dresden 2016 HM 50+; 6. umferđ:

Jóhann Hjartarson( Ísland) – Rafael Vaganjan (Armenía)

Frönsk vörn

1. e4

Gefur kost á franskri vörn, uppáhaldsbyrjun Vaganjans.

1. ... e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. Be2 Rh6 7. Bxh6! gxh6

Jóhann vissi ađ b2-peđiđ er „eitrađ“; eftir 7. ... Dxb2 kemur 8. Be3! Dxa1 9. Dc2! og svarta drottningin er í vanda.

8. Dd2 Bg7 9. O-O O-O 10. Ra3 cxd4 11. cxd4 Bd7 12. Rc2 f6 13. exf6 Hxf6 14. b4 a6 15.a4 Hxf3!?

Skiptamunsfórn sem sést hefur áđur. Vandinn er sá ađ ţađ er auđveldara ađ tefla svörtu stöđuna. Og Vaganjan tefldi mjög hratt!

16. Bxf3 Rxd4 17. Rxd4 Dxd4 18. Dxd4 Bxd4 19. Ha2 Hc8 20. Hb1 Kf7 21. g3 Ke7 22. Kg2 Kd6 23. Bg4 h5!? 24. Bxh5 e5 25. b5 a5 26. Hd1 Bc3 27. Bf3 Be6 28. Hc2 b6

Hvítur er skiptamun yfir en peđastađa svarts er sterk og einnig kóngsstađan. Samt eru vinningsmöguleikarnir allir hvíts megin.

G18VUGJP29. Be4! d4 30. f4 exf4! 31. gxf4 Kc5!

Kóngurinn heldur í tvísýnt ferđalag. Dćmigert fyrir Vaganjan.

32. He2 Kb4 33. Bc2 Bc4 34. He7 Ka3 35. Hd7 Be2 36. Hb1 Ka2 37. Bxh7 Hf8 38. Kg3 He8

G2CVUGK9

 

 

 

39. Hg1

Jóhann taldi ađ hann hefđi leikiđ skákinni niđur međ ţessum leik rétt fyrir tímamörkin. En tapleikurinn kemur síđar ţó ađ 39. h4! eđa 39. Kf2 hefđi veriđ betra.

39. ... Kb3 40. Hb1+ Kxa4 41. Bc2+

41. h4! var best.

41. ... Ka3 42. f5?

Og nú var best ađ leika 42. Hd6 og enn á hvítur sigurmöguleika.

42. ...Ka2 43. Hg1 Kb2! 44. Ba4 d3 45. Kf2 He5

Skyndilega er svartur kominn međ unniđ tafl.

46. Hg5 Bd2 47. Hg3 Hxf5+ 48. Kg2 Hg5 49. Hxg5 Bxg5 50. Kf2 Ka3 51. Hd4 Be7 52. Hc4 Bb4 53. Bc2 dxc2

– og Jóhann gafst upp.

Rússar unnu flokk keppenda 65 ára og eldri, en í sveit ţeirra voru kunnir kappar á borđ viđ Balasjov, Vasjúkov og Svesnikov. Nćsta heimsmeistaramót öldunga fer fram í strandbćnum Eretríu í Grikklandi undir lok apríl á nćsta ári.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. júlí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 8779109

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband