Leita í fréttum mbl.is

EM einstaklinga – Pistill nr. 3

P1040019

Ţađ hefur gengiđ bćrilega hjá íslensku skákmönnunum á EM einstaklinga og allir ţeir eru ţeir í kringum pariđ vinningalega séđ á mótinu. Sjá nánar á Chess-Results.

Ýmislegt hefur vakiđ athygli okkar hér í Gjakova í Kósovó. Varđandi mótiđ ţá vekur fjarvera Serba athygli en ađeins einn serbneskur skákmađur teflir. Ţađ vekur einnig athygli hversu fáir Rússar tefla og hef heyrt af ţví ýjađ ađ Rússarnir hafi ekki beinlínis hvatt sitt fólk til ađ tefla í Kósovó mögulega vegna vinatengsla viđ Serba.  Hvort ţađ sé rétt eđa ekki veit ég ekki. Enginn Aseri er hér heldur en mér skilst ađ ţar hafi skáksambandiđ hvatt sína skákmenn til ađ fara ekki. Armenar fjölmenna hins vegar hingađ.

Kósovóbúar eru ákaflega vinalegir og ákaflega ţjónustulundađir. Allt er hér ótrúlega ódýrt. Bjór, gos eđa raunvínsglas kostar eina evru á veitingastađ og kaffibollinn hálfa evru. Launin eru heldur ekki há en mér skilst ađ međallaun hér séu um 300-350 evrur á mánuđi.

Mótshaldiđ er komiđ í góđa rútínu og sér mađur ró fćrast yfir andlit helstu leikendur, mótsstjórann og yfirdómarann, smá saman. Á morgun er svo langţráđur frídagur á mótinu.

Í gćr fór ég heimsókn međ mörgum starfsmönnum mótsins í fjallahérađiđ Rugove sem er í 2.000 metra hćđ og nćrri landamćrum Svartfjallalands. Ţar var bođiđ upp á heimagerđan mjög ljúffengan mat og auđvitađ bođiđ upp á eitt Raki-staup međ. Á heimleiđinni stóđ til ađ stöđva í Peia ţar sem hún Donika Kolica okkar er fćdd. Ekki gat ég stöđvađ ţar, ţar sem ég ţurfti ađ flýta heimför vegna erindis frá Skáksambandi Rúmeníu. 

Rúmenska skáksambandiđ sendi kvörtunarbréf (letter of complaint) til mótsstjórnar og áfrýjunarnefndar vegna afskipta yfirdómarans, Tomek Delega, af skák eins rúmenska keppendans í fyrradag. Bréfiđ má lesa á Íslenskir skákmenn á Facebook.  Bréfinu var svo lekiđ á netiđ sem gerđi máliđ enn verra. Ţar var Delega, sem var annar yfirdómara EM landsliđa í Reykjavík og ákaflega virtur dómari, sakađur um ađ hafa hjálpađ landa sínum sem tefldi viđ rúmenskan skákmann.

Áđurnefndur Rúmeni hóstađi mjög mikiđ á međan skákin var tefld og hélt ekki fyrir munninn á međan. Ţađ var til ţess ađ óskađ var eftir ţví ađ hann vćri međ grímu fyrir munninum til ađ trufla síđur ađra. Sú ósk var gerđ í samráđi viđ móđur hans og eftir ađ tímamörkunum var náđ.  Áđurnefndur Rúmeni, sem er ađeins 15 ára og mikiđ efni, á mjög erfitt međ ađ vera kyrr ţegar hann er taugaóstyrkur og getur virkađ truflandi á andstćđinginn og jafnvel keppendur á nćstu borđum. Ég sé ţetta fyrir mér sem mjög  krefjandi verkefni fyrir Skáksamband Rúmeníu ađ vinna í ţví ađ fá strákinn til ađ vera yfirvegađri viđ borđiđ ţví annars er hćtt viđ ađ uppákomur sem ţessar geti endurtekiđ sig.

Áfrýjunarnefnd mótsins, ţar sem ég er formađur, tók erindiđ fyrir. Viđ rćddum viđ málsađila, međal annars skákstjóra mótsins, móđur stráksins, andstćđing hans og fleiri til. Ađ lokum gáfum viđ frá okkur stutta yfirlýsingu um máliđ ţar sem studdum skákstjóra mótsins og hans ákvörđun. Vona ég ađ málinu sé lokiđ en Delega er engan veginn sáttur viđ Rúmenana og ásakanir ţeirra í sinn garđ um hlutdrćgni.

Á morgun er frídagur á mótinu. Viđ Björn Ţorfinnsson höfum a.m.k. ákveđiđ ađ horfa á úrslitaleik Liverpool og Sevilla í Evrópukeppninni í fótbolta.

Kveđja frá Gjakova,
Gunnar Björnsson 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 175
  • Frá upphafi: 8778610

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband