Leita í fréttum mbl.is

EM einstaklinga: Þrír sigrar í þriðju umferð

P1030949
Þrír sigrar unnust í þriðju umferð EM einstaklinga í Gjakova í Kósovó í gær. Hannes Hlífar Stefánsson (2581) vann mónakóska FIDE-meistarinn Patrick Van Hoolandt (2209) en Guðmundur Kjartansson (2457) og Björn Þorfinnsson (2410) lögðu að velli stigalága heimamenn. Guðmundur þurfti lítið að hafa fyrir sigrinum en Björn heldur meira. Héðinn Steingrímsson (2574) tapaði fyrir úkraínska stórmeistaranum Anton Korobov (2674).

Hannes og Guðmundur hafa 2 vinninga en Héðinn og Björn hafa 1½ vinning. 

Fjórða umferð hefst kl. 13:45 í dag. Þá teflir Guðmundur við ísraelska stórmeistarann Tamir Nabaty (2601), Hannes við svissneska FIDE-meistarann Gabriel Gaehwiler (2352), Björn við þýska stórmeistarann Vitaly Kunin (2595) og Héðinn við Ísraelann Moshe Gal (2173). Skák Guðmundar verður í beinni í dag.

Níu skákmenn eru efstir og jafnir með fullt hús. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 175
  • Frá upphafi: 8778610

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband