Leita í fréttum mbl.is

Góð byrjun Íslendinga í Gjakova - Hannes og Héðinn í beinni í dag

Kryvo-Björn

Íslensku keppendurnir byrjuðu vel á EM einstaklinga sem hófst í Gjakova í Kósovó í gær. Björn Þorfinnsson (2410) gerði jafntefli við hinn brosmilda úkraínska stórmeistara Yuri Kryvoruchko (2691) í skemmtilegri skák á níunda borði. Hannes Hlífar Stefánsson (2581), Héðinn Steingrímsson (2574) og Guðmundur Kjartansson (2457) unnu allir auðvelda sigra gegn mun stigalægri andstæðingum.

Það voru aðeins þrír úr stiglægri hópnum sem náu jafntefli í fyrstu umferð. Afar góð byrjun á Birni. 

Á heimusíðu ECU segir: 

GM Yuriy Kryvoruchko (UKR 2691) drew his game with IM Bjorn Thorfinnsson (ISL 2410) who can be more than happy for snatching half a point from the 9th seed.

Íslensku skákmennirnir fá óárennilega andstæðinga í dag. Hannes teflir við franska stórmeistarann Laurent Fressinet (2692), Héðinn við þýska stórmeistarann Liviu-Dieter Nisipeanu (2669), Guðmundur við úkraínska stórmeistarann Alexander Zubov (2612) og Björn við heimamanninn unga Nderim Saraci (2275) en sá gerði jafntefli við David Howell (2671) í fyrstu umferð.

Hannes og Héðinn verða í beinni á vefsíðu mótsins. Útsending hefst kl. 13:45.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 177
  • Frá upphafi: 8778612

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband