Leita í fréttum mbl.is

Sjö knáir kappar úr Kópavogi tryggđu sér rétt til ađ glíma viđ Short í MótX-fjölteflinu í Smáralind

3Sjö knáir keppendur á firmamóti Breiđabliks tryggđu sér rétt til ađ mćta enska snillingnum Nigel Short í MótX-fjölteflinu, sem fram fer í Smáralind föstudaginn 20. maí. Bárđur Örn Birkisson sigrađi á mótinu, hlaut 6,5 vinning af sjö mögulegum, Vignir Vatnar Stefánsson varđ í 2. sćti međ 6 og Björn Hólm Birkisson varđ ţriđji međ 5,5 vinning.
 
Ađrir sem tryggđu sér rétt til tefla viđ Short voru Stephan Briem, Robert Luu, Örn Alexandersson og Arnar Milutin Heiđarsson.
1
 
Keppendur voru alls 30 og fór mótiđ afar vel fram undir styrkri stjórn Halldórs Grétars Einarssonar og Birkis Karls Sigurđssonar, sem nutu liđsinnis Hróksmanna viđ undirbúning og framkvćmd mótsins. Hrókurinn stendur fyrir MótX-einvígi Shorts og Hjörvars Steins Grétarssonar í Salnum í Kópavogi, helgina 21.-22. maí, en daginn áđur en einvígiđ hefst mun Short tefla fjöltefli viđ 14 áskorendur í Smáralind.
2
 
Bárđur Örn var vel ađ sigrinum kominn, enda tapađi hann ekki skák og lagđi Vigni Vatnar í spennandi viđureign. Allir keppendur stóđu sig međ sóma, og var taflmennskan í heild ljós vottur ţess ađ skáklífiđ í Kópavogi er međ miklum blóma; ţökk sé kraftmiklu starfi skákdeildar Breiđabliks og markvissri ţjálfun í mörgum grunnskólum bćjarins.
4
 
Ţrír efstu á mótinu voru leystir út međ 10 ţúsund króna gjafabréfum frá Tölvulistanum / Heimilistćkjum, og ađrir keppendur fengu Syrpur og Andrésblöđ frá Eddu útgáfu, auk ţess sem allir fengu buff frá MótX.
DSC_5464
 
Tíu fyrirtćki tóku ţátt í firmakeppninni og tefldi sigurvegarinn Báđur Örn undir merki MótX, Vignir Vatnar var fulltrúi Góu Lindu og Björn Hólm tefldi fyrir BYKO. Önnur fyrirtćki sem lögđu skákdeild Breiđabliks liđ voru Arion banki (Benedikt Briem), ÁF Hús (Freyja Birkisdóttir), GA Smíđajárn (Gunnar Erik Guđmundsson), GT Óskarsson (Róbert Luu), HS Orka (Ólafur Örn Olavsson), Suzuki bílar (Halldór Atli Kristjánsson) og Heimilistćki (Arnar Milutin Heiđarsson).
 
Lokastöđuna á mótinu má sjá hér.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 177
  • Frá upphafi: 8778612

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband