Leita í fréttum mbl.is

EM einstaklinga: Pistill frá upphafsdegi

EM einstaklinga hófst fyrr í dag. Teflt er ţorpinu Gjakova sem er í 90 km. frá Pristina höfuđborg Kósovó. Fjórir Íslendinga taka ţátt er ţađ fjölmennasta sendinefndin frá Norđurlöndunum. 

239 keppendur eru skráđir til leiks. Einhverjir mćttu ekki til leiks svo sjálfsagt er ţeir eitthvađ fćrri sem taka ţátt. Kósovóbúar eru langflestir eđa 82. Rússar eru 18, Úkraínumenn 15 og Tyrkir 14.  Ađeins einn Serbi tekur ţátt en ţeir eru afar ósáttir viđ ađ Kósovó hafi veriđ tekiđ inn í ECU og FIDE og eru auđvitađ almennt ósáttir viđ Kósovó sem viđurkennt land.

Íslensku keppendurnir komu snemma til leiks. Hannes og Gummi komu beint frá Stokkhólmi ţann níunda og Héđinn kom sama dag. Björn mćtti til leiks ţann tíunda. Ég mćtti svo í gćr eftir 5 tíma ferđalag frá Skopje ţrátt fyrir ađeins um 180 km. ferđlag. Vegir eru ţröngir og umferđ hćg og svo var stöđvađ og borđađ á leiđinni.  Sá sem sótti mig, og reyndar Nils Grandelius einnig, heitir Gzim og er hreint frábćr náungi. Vill allt fyrir okkur gera. Á leiđinni fékk mađur sögur um eyđilegginguna sem átti sér stađ í stríđinu sem eru hreint ótrúlegar og hefur t.d. bođist til ađ keyra okkur yfir til Albaníu á frídeginum sem er hér rétt hjá.  Mađur getur ekki annađ en dáđst ađ heimamönnum fyrir alla ţessu uppbyggingu sem hefur átt sér stađ eftir stríđ.

Kósovó-menn taka ákaflega vel á móti okkur. Ţeir eru hins vegar ekki mjög reyndir í slíku mótahaldi og töluverđ vandamál hafa veriđ til stađar. Viđ erum á ákaflegu góđu en litlu hóteli í 400 metra fjarlćgđ ţar sem vel fer um okkur. Kósý og flott hótel. Reyndar hafa veriđ til stađar internetvandamál hjá okkur sem eru ađ mér sýnist ţó á minnka. Vegna ţeirra nć ég ekki setja inn myndir ađ ţessu sinni. Sjálfur ćtla ég mér ađ kaupa kósovóskt símkort til ađ tryggja mig betur fyrir internetvandmálum.

Á ađalhótelinu, sem er á keppnisstađnum og flestir keppendur búa, mun internetiđ hins vegar vera í miklu messi. Ađ vera í internet-vandrćđum er eitthvađ sem skákmenn eiga mjög erfitt međ ađ höndla. Ég hitti áđan forseta Skáksambands Kósovó og var hann gjörsamlega úrvinda og mjög um laga ţau vandamál sem eru til stađar sem fyrst.

Tomek Delega, yfirdómari mótsins, sem var annar yfirdómara EM landsliđa, var ekki ánćgđur međ internetiđ á keppnishótelinu. Ţađ virkar ekki á herberginu hans né á skrifstofu yfirdómara. Í gćr ţegar ţeir voru ađ para ţurftu ţeir ađ fćra til tölvuna í ýmsar áttir til ađ geta komiđ frá sér pöruninni! Ég hef fulla trú á heimamönnum sem munu örugglega komu ţessum málum í betra lag.

Verđlag í Kósovó er ótrúlega lágt. Kaffi á veitingastöđum kostar ađeins hálfa evru og annađ eftir ţví.

Opnunarhátíđ mótsins fór fram í gćr og var virkilega flott. Borgarstjórinn var ţar í ađalhlutverki auk ţess sem íţróttamálaráđherra ţeirra var viđstaddur. Sérstakur heiđursgestur var Boris Kudin, einn varaforseta FIDE og fyrrverandi forseti ECU. Hann virđist vera hér hálfgerđ ţjóđhetja en ECU voru fyrstu íţróttasamtökin til ađ viđurkenna Kósovó inn í sín samtök og ţar keyrđi hann máliđ í gegn. Mér skilstađ ađ nýlega hafa alţjóđa knattspyrnusambandiđ svo samţykkt Kósovó. Ţađ fór ekki framhjá manni hversu heimamenn eru stoltir ađ halda mótiđ hér og stoltir af sínu landi. Strákarnir Hannes, Héđinn, Björn og Gummi voru allir teknir í sjónvarpsviđtal í gćr. Treysti ţví ađ Donika finni út međ birtingu og komi ţví á internetiđ!

Lćt ţetta duga í bili. Stefni á  pistla a.m.k. annan hvern dag.

Kveđja frá Gjakova,
Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 177
  • Frá upphafi: 8778612

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband