Leita í fréttum mbl.is

MótX-einvigiđ 2016: Hjörvar Steinn og Nigel Short mćtast í Salnum

MótX einvígiđ 2016Gođsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mćtast í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi, helgina 21.-22. maí. Skákfélagiđ Hrókurinn skipuleggur ţennan stórviđburđ í íslensku skáklífi, og má búast viđ mjög skemmtilegu einvígi, en báđir meistararnir ţekktir fyrir frumlegan stíl og snilldartilţrif á skákborđinu.

Short og Hjörvar tefla sex atskákir, međ 25 mínútna umhugsunartíma, og verđur frábćr ađstađa í Salnum til ađ fylgjast međ spennandi einvígi. Ađgangur ađ MótX-einvíginu er ókeypis og eru allir velkomnir.

 

Tefldi viđ Kasparov um heimsmeistaratitilinn

6 Short tefldi viđ Kasparov um heimsmeistaratitilinnNigel Short fćddist 1965 og var undrabarn í skák. Fjórtan ára gamall varđ hann yngsti alţjóđameistari sögunnar. Stórmeistari varđ hann 19 ára og var ţá yngstur allra í heiminum sem báru ţann eftirsótta titil.

Short hefur unniđ tugi alţjóđlegra skákmóta og veriđ í fremstu röđ í áratugi. Íslendingar minnast sigurs hans á hinu gríđarlega sterka IBM-skákmóti í Reykjavík 1987 ţar sem jöfrar á borđ viđ Tal, Timman og Korchnoi voru međal keppenda, auk bestu skákmanna Íslands. Short vann sér rétt til ađ tefla um heimsmeistaratitilinn viđ sjálfan Garry Kasparov áriđ 1993, en beiđ lćgri hlut.

 

Galdrastrákur úr Grafarvogi

Hjörvar Steinn í SalaskólaHjörvar Steinn Grétarsson fćddist 1993 -- áriđ sem Short glímdi viđ Kasparov um heimsmeistaratitilinn -- og vakti kornungur mikla athygli fyrir hćfileika sína. Hann var lykilmađur í sigursćlum skáksveitum Rimaskóla, sem sópuđu til sín Íslands- og Norđurlandameistaratitlum í skólaskák. 

 

Hjörvar náđi fyrsta stórmeistaraáfanga sínum á Evrópumóti landsliđa í Porto Carras áriđ 2011, ţar sem hann lagđi m.a. snillinginn Alexei Shirov í glćsilegri sóknarskák. Hann tryggđi sér svo stórmeistaratitilinn á EM-taflfélaga á Rhodos 2013.

Hann er nú nćststigahćsti skákmađur Íslands međ 2580 stig. Hjörvar Steinn náđi bestu árangri íslensku landsliđsmannanna á Evrópumóti landsliđa í Laugardalshöll sl. haust, og er til alls líklegur gegn Short, ţótt enski meistarinn skarti nú 2671 skákstigi.

 

Spennandi og skemmtilegt einvígi framundan

SALURINN-2007Nigel Short og Hjörvar Steinn munu tefla sex atskákir í MótX-einvígu í Salnum. Umhugsunartími er 25 mínútur fyrir hvorn keppanda. Ţađ er mun styttri tími en í hefđbundnum kappskákum, og ţví mun skemmtilegri fyrir áhorfendur, enda má búast viđ tímahraki međ tilheyrandi fjöri.

Einvígiđ hefst laugardaginn 21. maí klukkan 14 og mun Theódóra S. Ţorsteinsdóttir, formađur bćjarráđs Kópavogs, leika fyrsta leikinn. Ţrjár skákir verđa tefldar á laugardaginn og ţrjár á sunnudeginum.

Auk MótX og Hróksins taka Kópavogsbćr, Reykjavík Residence Hotel, Heimilistćki, Edda útgáfa og skákdeild Breiđabliks ţátt í ţessari skemmtilegu skákhátíđ.

Skáklífiđ í Kópavogi hefur blómstrađ ađ undanförnu og sífellt fleiri grunnskólar láta ađ sér kveđa. Ţá er mikill kraftur í skákdeild Breiđabliks undir forystu Halldórs Grétars Einarssonar. Framtíđin í skáklífi Kópavogs er ţví björt og MótX-einvígiđ er ekki síst hugsađ til ţess ađ gefa skákáhugamönnum á öllum aldri í Kópavogi kost á ađ sjá og upplifa stórviđburđ á skáksviđinu.

 

Fjöltefli og tónleikar međ Nigel Short og The Knight b4

Short á gítarSkákáhugamönnum gefast fleiri tćkifćri til ađ kynnast skáksnilld Shorts í návígi. Hann mun tefla fjöltefli í Smáralind föstudaginn 20. maí klukkan 15. Fjórtán áskorendur fá tćkićri til ađ spreyta sig gegn meistaranum og í ţeim hópi verđa sjö af efnilegustu skákmönnum Kópavogs af yngri kynslóđinni.

Lokapunktur skemmtilegrar hátíđar verđa svo tónleikar á Húrra, Tryggvagötu 22 í Reykjavík, sunnudaginn 22. maí kl. 21.30. Ţar tređur Nigel Short upp sem söngvari í skák-rokkbandinu The Knight b4. Ađrir í hljómsveitinni eru Arnljótur Sigurđsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó Einar Hilmarsson og Ţorvaldur Ingveldarson.

Fyrir tónleikana verđur hitađ upp á Húrra međ MótX-hrađskákmótinu, sem hefst klukkan 20.

 

Dagskrá MótX-einvígisins í Salnum:

Laugardagur 21. maí

 

Kl. 14 -- Setningarathöfn og 1. skák

Kl. 15 -- 2. skák

Kl. 16 -- 3. skák

 

Sunnudagur 22. maí

Kl. 14 -- 4. skák

Kl. 15 -- 5. skák

Kl. 16 -- 6. skák og verđlaunaafhending

 

Facebook-síđa MótX-einvígisins

MótX - banner


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 8778636

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband