Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnađ skákmaraţon til styrktar börnum frá Sýrlandi

4Hrafn Jökulsson tefldi 222 skákir!

Fjöldi fyrirtćkja og einstaklinga lagđi söfnuninni liđ

Framlögin munu koma í afar góđar ţarfir í Sýrlandi og nágrannaríkjunum

Um ţrjár milljónir króna söfnuđust í skákmaraţoni Hrafns Jökulssonar, Skákfélagsins Hróksins og Skákakademíu Reykjavíkur til styrktar börnum frá Sýrlandi. Maraţoniđ fór fram í Ráđhúsi Reykjavíkur á föstudag og laugardag og tefldi Hrafn Jökulsson viđ gesti og gangandi. Hann hafđi sett markiđ á 200 skákir en tefldi alls 222 skákir á tćpum 30 klukkustundum.

2Fjöldi fyrirtćkja og einstaklinga hafđi í ađdraganda maraţonsins heitiđ á Hrafn. Ţetta voru GAMMA, Landsbankinn, Íslandsbanki, Vodafone, TM, Kvika, Nova, Logos, Dominos, Hagar, Vilhjálmur Ţorsteinsson, Vignir S. Halldórsson og Viggó Einar Hilmarsson. Einn velunnari sem ekki vildi láta nafns síns getiđ greiddi 1.000 krónur fyrir hverja skák og annar 2.000 krónur. Söfnunarféiđ fer í neyđarađgerđir UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum en milljónir barna búa ţar viđ skelfilega neyđ.

Á laugardeginum kom í Ráđhúsiđ drengur sem fermdist í vor og gaf 40.000 krónur af fermingarpeningunum sínum. Ađ auki lögđu gestir og gangandi henni liđ međ frjálsum framlögum.

Viđ erum ein fjölskylda

3Skákmaraţoniđ var haldiđ í samvinnu viđ Fatimusjóđinn og UNICEF á Íslandi og fjöldi fólks gaf vinnuna sína svo ţađ mćtti verđa ađ veruleika.

„Viđ erum innilega ţakklát öllum ţeim sem gerđu viđburđinn mögulegan,“ segir Bersteinn Jónsson, framkvćmdastjóri UNICEF á Íslandi.

„Framlögin sem söfnuđust munu koma í afar góđar ţarfir. UNICEF er í Sýrlandi, var ţar fyrir stríđiđ og verđur áfram. Viđ höfum hjálpađ milljónum sýrlenskra barna en neyđin er gríđarleg. Ţví er framtak eins og skákmaraţon Hrafns Jökulssonar óskaplega mikilvćgt. Viđ erum innilega ţakklát.“

1Margt var um ađ vera í Ráđhúsinu samhliđa skákmaraţoninu. Krakkar úr Rimaskóla og Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík komu til dćmis og tefldu fjöltefli, Ragnheiđur Gröndal flutti eigin lög ásamt Guđmundi Péturssyni, barnakór Langholtskirkju kom fram undir stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur og fjöldi fólks fór í fjögurra mínútna langt ferđalag í flóttamannabúđir í Jórdaníu međ hjálp sýndaveruleika.

dfa

„Mér er efst í huga ţakklćti til allra sem tóku ţátt í ţessu međ okkur – mćttu á stađinn, lögđu okkur liđ, létu eitthvađ af hendi rakna og hvöttu okkur áfram. Ég mun minnast ţessa dásamlega viđburđar međ mikilli gleđi. Og hlakka til nćstu verkefna í ţágu góđs málstađar. Gens una sumus – viđ erum ein fjölskylda,“ segir Hrafn Jökulsson.

Enn er hćgt ađ leggja söfnuninni liđ. Hćgt er ađ gera ţađ međ ţví ađ senda sms-iđ STOPP í nr 1900 (1.900 krónur) eđa leggja inn á reikning Fatimusjóđsins: 512-04-250461, kt 680808-0580.

Myndaalbúm


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 8778636

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband