Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Skyldleikinn viđ skákina í óperunni

Wesley So and Garry KasparovWesley So er án efa besti skákmađur sem komiđ hefur fram á Filippseyjum. Fjölskyldumál hans voru dálítiđ í fréttum í fyrra, um ţađ leyti sem hann fékk bandarískt ríkisfang. Ţegar hann lagđi Kasparov ađ velli í ađeins 25 leikjum á hrađskákmótinu í St. Louis fyrir viku ţóttust fróđir menn og langminnugir, ţar á međal Garrí sjálfur í „tísti“ á Twitter, finna skyldleika viđ skák sem Paul Morphy tefldi viđ tvo áhugamenn í hléi á flutningi óperu Rossini, Rakaranum í Sevilla, í ítalska óperuhúsinu í París ţann 2. nóvember áriđ 1858. Ađ vísu hefur sagnfrćđingurinn Edward Winter haft uppi efasemdir um ţessa dagsetningu í veftímaritinu Chess Notes en viđ látum ţađ liggja milli hluta. Hinn liđlega tvítugi piltur fá New Orleans, sonur háyfirdómarans, hafđi lokiđ lagaprófi 19 ára og kunni lagabálk Louisana-ríkis utan ađ. Ţar sem hann var of ungur til ađ geta praktíserađ og engan verđugan andstćđing ađ finna viđ skákborđiđ í Bandaríkjunum tók hann áskorun sem var borin var fram í stórblađinu The Illustrated London Times og sigldi yfir hafiđ til Evrópu í ţeirri von ađ mćta fremsta skákmeistara Breta, Howard Staunton. Hann dvaldi ţó lengstum í París og á Café de la Régence gersigrađi hann helstu skákmeistara ţess tíma, ţar á međal Ţjóđverjann Adolf Andersen, sem er frćgur í skáksögunni fyrir Ódauđlegu skákina, sem tefld var viđ upphaf heimssýningarinnar í London áriđ 1851. Morphy heillađi menn međ fágađri framkomu sinni, flosamjúkri Suđurríkjaensku og snilldartaflmennsku. Fregnir af sigrum hans, m.a. í blindfjölteflum, bárust um álfuna og víđar. Viktoría Bretadrottning veitti honum áheyrn og ađallinn bar hann á höndum sér. Skákunnendurnir tveir sem áđur voru nefndir, Ísidor greifi og Karl hertogi af Brunswick, sem auđvitađ var međ einkastúku í ítalska óperuhúsinu, tefldu ţessa frćgu skák:

Paul Morphy

París 1858:

Paul Morphy – Samráđamenn

Philidor vörn

1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 Bg4 4. dxe5 Bxf3 5. Dxf3 dxe5 6. Bc4 Rf6 7. Db3 De7 8. Rc3 c6 9. Bg5 b5 10. Rxb5 cxb5 11. Bxb5+ Rbd7 12. O-O-O Hd8 13. Hxd7 Hxd7 14. Hd1 De6 15. Bxd7+ Rxd7

GB2VLOF716. Db8+ Rxb8 17. Hd8 mát.

Í St. Louis varđ Kasparov ađ láta sér lynda 3. sćtiđ, hlaut 9˝ v. af 18 mögulegum, Nakamura varđ efstur međ 11 vinninga, So fékk 10 vinninga og Caruana rak lestina međ 5˝ v. Kasparov átti í mesta basli međ So en skákin sem stendur upp úr er ţessi sigur úr 10. umferđ:

St. Louis 2016

Wesley So – Garrí Kasparov

Kóngsindversk vörn

1. Rf3 g6 2. e4 Bg7 3. d4 d6 4. c4 Bg4 5. Be2 Rc6 6. Rbd2 e5 7. d5 Rce7 8. h3

Stađan kom upp aftur í 16. umferđ og ţá hrókerađi hvítur.

Bd7 9. c5

Ţađ hefur stundum dugađ gegn Kasparov „ađ taka hann međ áhlaupi“; varnartaflmennska hefur aldrei veriđ hans sterkasta hliđ.

dxc5 10. Rc4 f6 11. d6 Rc8 12. Be3 b6 13. O-O Bc6 14. dxc7 Dxc7 15. b4 cxb4 16. Hc1 Rge7 17. Db3!

Hindrar stutta hrókun. Af svipbrigđum Kasparovs ađ dćma var honum alls ekki skemmt.

17. ... h6?

Furđulegur varnarleikur en ţađ var fátt um fína drćtti.

18. Hfd1 b5

GB2VLOFC19. Rcxe5! fxe5 20. Bxb5

Nú er svipuđ leppun komin fram og í Morphy-skákinni.

20. ... Hb8 21. Ba4! Db7 22. Hxc6! Rxc6 23. De6+ R8e7 24. Bc5!

Hótar 24. ... Bxc6+. Svartur er varnarlaus.

24. ... Hc8 25. Bxe7

– og Kasparov gafst upp.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 30. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 177
  • Frá upphafi: 8778612

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband