2.5.2016 | 21:20
NM stúlkna: Lokapistill
Dagana 28. apríl til 1. maí fór Norđurlandamót stúlkna fram í bćnum Alta í Noregi. Alta er nyrsta bćjarfélag í heiminum međ íbúa yfir 10.000 og er mjög athyglisverđur stađur ađ heimsćkja. Svćđiđ er vinsćll ferđamannastađur en ţar nýtur fólk norđurljósanna yfir vetrartímann en á sumrin streyma ţangađ veiđimenn í leit ađ stórum löxum í Altaánni, sem er ein gjöfulasta laxveiđiá Noregs.
Fulltrúar Íslands á mótinu ađ ţessu sinni voru Nansý Davíđsdóttir (1808) og Svava Ţorsteinsdóttir (1332) sem tefldu í B-flokki og Freyja Birkisdóttir (1158) og Batel Goitom Haile (0) sem tefldu í C-flokki. Enginn fulltrúi Íslands tefldi í A-flokki ađ ţessu sinni. Fararstjóri og ţjálfari hópsins var FM Björn Ívar Karlsson en móđir Freyju, Guđlaug Björnsdóttir, og fađir Batel, Goitom Haile Tesfamheret, voru einnig međ í för. Gist var á mjög viđkunnalegu hóteli í bćnum, Thon Alta Hotel, ţar sem vel fór um keppendur og fylgdarliđ. Teflt var á 3. hćđ hótelsins, í rúmgóđum sal, ţar sem öll ađstađa var til fyrirmyndar. Tvćr skákir úr hverjum flokki voru sýndar beint á netinu í hverri umferđ auk ţess sem sýnt var frá tveimur síđustu umferđunum í beinni sjónvarpsútsendingu. Alţjóđlegi meistarinn Nikolai Getz og Fide-meistarinn Erlend Mikaelsen sáu um útsendingarnar og ţeir fengu auk ţess til sín keppendur og ţjálfara til ţess ađ fara yfir skákirnar. Ađalskipuleggjandi mótsins, Jörund Greibrokk sem er formađur taflfélagsins á svćđinu, sá um skipulagiđ og hafđi sér til ađstođar tvo mjög fćra skákdómara sem sáu til ţess ađ fariđ var eftir settum reglum. Mega Norđmennirnir vera mjög stoltir af framkvćmd mótsins.
Taflmennska íslensku keppendanna var mjög góđ. Ljóst var fyrir mótiđ ađ Nansý eigđi möguleika á ţví ađ berjast um verđlaunasćti ţar sem hún var nćststigahćsti keppandi B-flokks. Hún háđi harđa baráttu viđ Ingrid Greibrokk (1878) um sigurinn í mótinu sem réđist í síđustu umferđ. Ţar vann Nansý Svövu og ţurfti á sama tíma ađ treysta á ađ Ingrid tapađi. Fór svo ađ Ingrid vann sína skák, ţrátt fyrir ađ standa höllum fćti um tíma, og tryggđi sér ţar međ sigurinn í B-flokki. Nansý fékk silfriđ og má vera mjög ánćgđ međ sinn árangur. Hún hlaut 4 vinninga af 5 mögulegum, fór taplaus í gegnum mótiđ og leyfđi einungis tvö jafntefli. Nansý hćkkar um 22 stig fyrir frammistöđuna. Svava endađi í 6.-7. sćti og hlaut 1,5 vinning. Svava tefldi vel í flestum sínum skákum og er greinilega í mikilli framför. Hana skortir hins vegar örlítiđ upp á reynsluna sem er mikilvćg í mótum sem ţessum. Svava lćkkar um 6 stig eftir mótiđ.
Freyja fékk 2,5 vinning í C-flokki. Hún barđist eins og ljón í öllum sínum skákum, sem er klárlega hennar helsti styrkleiki, og ţađ skilađi henni ţessum fína árangri. Freyja hćkkar um 10 stig fyrir frammistöđuna. Batel var eini stigalausi keppandinn í C-flokki og ţađ var ljóst fyrir mótiđ ađ hún gćti átt erfitt mót fyrir höndum. Taflmennskan hennar fór hins vegar síbatnandi ţegar leiđ á mótiđ og hún endađi á ţví ađ vinna í lokaumferđinni sem var mjög ánćgjulegt og henni líka mjög mikilvćgt. Hún hlaut 1 vinning. Batel, sem byrjađi ađ ćfa skák fyrir nokkrum mánuđum er mjög efnileg, en hana skortir reynslu í kappskákum og á framtíđina fyrir sér haldi hún áfram ađ ćfa.
Norđmenn sigruđu verđskuldađ í öllum flokkum. Kimia Moradi í A-flokki, Ingdrid Greibrokk í B-flokki og Embla Eikeland Grönn í C-flokki. Áhugi á skák í Noregi hefur aukist mikiđ undanfarin ár og ástćđan leynist engum. Heimsmeistarinn hefur kveikt mikinn skákáhuga í heimalandi sínu, svo mikinn ađ menn á svćđinu tala um "the Magnus Carlsen-effect".
Lítill frítími gafst á međan á mótinu stóđ enda tefldar fimm umferđir á ţremur dögum. Eftir lokaumferđina var keppendum og fylgdarliđi hins vegar bođiđ upp á skemmtiferđ sem skipuleggjendur mótsins sáu um. Fariđ var í ratleik í skóginum í útjađri bćjarins, sem fól í sér hjólaferđ á sérútbúnum fjallahjólum á nagladekkjum og skemmtilega spurningakeppni, sem endađi á matarbođi í tjaldi međ varđeldi. Ţetta var allt hin besta skemmtun.
Stelpurnar stóđu sig allar virkilega vel á međan á mótinu stóđ, bćđi í ćfingum og undirbúningi fyrir skákir en einnig í umgengni og hegđun. Höfđu skipuleggjendur mótsins orđ á ţví ađ íslenski hópurinn vćri til mikillar fyrirmyndar.
- Björn Ívar Karlsson
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 8779079
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.