29.1.2016 | 13:35
Fjórða mót Bikarsyrpu TR fer fram helgina 12.-14. febrúar
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar fjórða mót syrpunnar fer fram helgina 12.-14. febrúar og hefst fyrsta umferð föstudaginn 12. febrúar kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau.
Við minnum á að mótið er hluti af stigakeppni félagsins sem er í gangi út febrúar þar sem litið er til ástundunar og árangurs. Hér má rifja upp fyrirkomulag stigakeppninnar.
Tefldar eru 5 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar því varað í allt að tvær klukkustundir. Þó svo við leggjum ætíð áherslu á að krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, þá má gera ráð fyrir að margar skákir taki mun styttri tíma.
Mótið er sérstaklega hugsað fyrir krakka sem hafa sótt skákæfingar TR (og/eða annarra taflfélaga) reglulega síðastliðinn vetur eða lengur. Það er gott að byrja sem fyrst að keppa á kappskákmótum, en hingað til hefur þeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis staðið til boða að taka þátt í opnum mótum. Þar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk þess sem marga krakka óar við tilhugsuninni um að tefla við fullorðna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svarið við því.
Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náð 1600 alþjóðlegum skákstigum geta tekið þátt í mótum Bikarsyrpunnar. Þannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta þess betur að tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíðkast á venjulegum kappskákmótum. Mótið uppfyllir öll skilyrði Alþjóða skáksambandsins FIDE og er reiknað til alþjóðlegra skákstiga sem gott er að byrja að safna snemma. Frítt er í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur en fyrir krakka í öðrum taflfélögum er þátttökugjaldið 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.
Dagskrá:
1. umferð 17.30 á föstudegi (12. febrúar)
2. umferð 10.30 á laugardegi (13. febrúar)
3. umferð 14.00 á laugardegi (13. febrúar)
4. umferð 10.30 á sunnudegi (14. febrúar)
5. umferð 14.00 á sunnudegi (14. febrúar). (Lokaumferð + verðlaunaafhending).
Ein yfirseta (bye) er leyfð í umferðum 1-3 og fæst fyrir hana 1/2 vinningur. Tilkynna þarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferðarinnar á undan. Hafa má samband við skákstjóra með tölvupósti taflfelag@taflfelag.is eða í síma 899 9268 (Björn) og 867 3109 (Þórir).
Vinsamlegast skráið þátttakendur sem fyrst, það hjálpar við undirbúning mótsins!
Bikarsyrpan samanstendur af sex mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verðlaun fyrir efstu sætin í
hverju
 móti auk áskrifta á Chess.com eða Chesskid.com. Þá verða veitt sérstök verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótunum þar sem í boði verða 5 einkatímar hjá alþjóðlegum meistara fyrir fyrsta sætið, 3 tímar fyrir annað sætið og 2 tímar fyrir þriðja sætið.
Róbert Luu sigraði á fyrsta og þriðja móti syrpunnar en Halldór Atli Kristjánsson sigraði á öðru mótinu.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Næstu mót syrpunnar:
- Mót 4: 12.-14. febrúar 2016
- Mót 5: 1.-3. apríl 2016
- Mót 6: 27.-29. maí 2016
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 11
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 137
- Frá upphafi: 8779017
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.