Leita í fréttum mbl.is

Jón Viktor og Jóhann efstir á Skákţinginu

Jóhann HjörturAlţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2455) og Jóhann H. Ragnarsson (2008) eru efstir međ fullt hús vinninga ađ loknum fjórum umferđum á Skáţingi Reykjavíkur. Fjórđa umferđ fór fram í gćrkveld og ţar sigrađi Jón Viktor Björns-banann, Vigni Vatnar Stefánsson (2071), og slíkt hiđ sama gerđi Jóhann gegn Fide-meistaranum Guđmundi Gíslasyni (2307) en Jóhann, sem er sautjándi í stigaröđ keppenda hefur fariđ vel af stađ.

Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2471), Mikael Jóhann Karlsson (2161) og Dagur Ragnarsson (2219) eru í 3.-5. sćti međ 3,5 vinning en Stefán og Dagur gerđu jafntefli í innbyrđis viđureign og Mikael lagđi Jón Kristinsson (2240). Hópur níu keppenda kemur nćstur međ 3 vinninga.

Í baráttu alţjóđlegu meistaranna hafđi Björn Ţorfinnsson (2418) betur gegn Guđmundi Kjartanssyni (2456) og óvćntustu úrslit umferđarinnar eru án efa sigur hins unga Mykhaylo Kravchuk (1504) á hinum margreynda Stefáni Bergssyni (2023). Ţá heldur Héđinn Briem (1546) áfram góđu gengi og hafđi nú betur gegn Lofti Baldvinssyni (1979) og ţó nokkuđ var um jafntefli hvar nokkru munađi á stigum keppenda í milli.

Glás af spennandi viđureignum verđur í bođi í fimmtu umferđ og stemningin geggjuđ eftir ţví. Á fyrsta borđi mćtast efstu menn og hlýtur alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor ţađ hlutskipti ađ stýra svörtu mönnunum gegn ljósum her Jóa Ragg. Á nćsta borđi verđur ţađ Dagur Ragg sem hefur hvítt gegn norđlendingnum skeinuhćtta, Mikael Jóhanni, og ţá mćtir einn af hinum ógurlegu fyrrverandi Rimskćlingum, Oliver Aron Jóhannesson (2198) stórmeistaranum Stefáni Kristjáns. Ađ auki verđa margar afar athyglisverđar rimmur á öđrum borđum og má til ađ mynda benda á viđureign félaganna Vignis Vatnars og Björns Hólm Birkissonar (1962).

Fimmta umferđ fer fram á sunnudag og hefst kl. 14. Áhorfendur velkomnir – heitt á könnunni og kruđerí međ!

Skákir mótsins eru vćntanlegar en unniđ er ađ innslćtti.

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 52
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 8779775

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband