Leita í fréttum mbl.is

Vignir Vatnar sigrađi alţjóđlega meistarann

Björn og Vignir
Ţađ var svo sannarlega engin lognmolla í ţriđju umferđ Skákţings Reykjavíkur sem fór fram í dag og sögđu keppendur hefđbundnum úrslitum stríđ á hendur.  Allmikiđ var um óvćnt úrslit og ber ţar fyrst ađ nefna sigur hins unga en margreynda Vignis Vatnars Stefánssonar (2071) á alţjóđlega meistaranum Birni Ţorfinnssyni (2418), og ţađ međ svörtu mönnunum!  Um snarpa viđureign var ađ rćđa ţar sem alţjóđlegi meistarinn treysti á flćkjur til ađ rugla ţann unga í ríminu.  Hin flóknu vopn Björns reyndust ţó ekki betur en svo ađ ţau snérust í höndum hans enda Vignir öllu vanur í flćkjum og taktískum stöđum.  Glćsilegur sigur hjá Vigni Vatnari og ţađ er skemmtilegt ađ segja frá ţví ađ viđ upphaf umferđarinnar heyrđist ţví fleygt ađ ţađ styttist í sigra hjá hinum unga Vigni gegn meisturunum.

Á öđru borđi ţurfti alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2456) ađ sćtta sig viđ jafntefli gegn norđlendingnum knáa Mikael Jóhanni Karlssyni (2161).  Ţađ má ţó deila um hver ţurfti ađ sćtta sig viđ hvađ ţví ţegar upp var stađiđ mátti Guđmundur prísa sig sćlan međ ađ halda jöfnu í endatafli hvar hann hafđi um tíma hrók og peđ gegn biskupi og fjórum peđum Mikaels.

Fleiri athyglisverđ úrslit litu dagsins ljós og mátti til ađ mynda Jón Kristinsson (2240) lúta í gras fyrir Jóhanni H. Ragnarssyni (2008) og ţá vann Jóhann Arnar Finnsson (1598) góđan sigur á Eiríki K. Björnssyni (1961) en Jóhann Arnar hefur fariđ vel af stađ.  Ţá lagđi Héđinn Briem (1546) Dawid Kolka (1897) og aukinheldur voru nokkur jafntefli ţar sem nokkur stigamunur var á milli keppenda.

Önnur úrslit á efstu borđum voru ţau ađ stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2471) sigrađi Ţorvarđ F. Ólafsson (2206) og alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2455) hafđi betur gegn Oliver Aroni Jóhannessyni (2198) og hefndu ţeir ţví fyrir óvćnt töp gegn sömu andstćđingum á Skákţingi síđasta árs.  Ţá sigrađi Guđmundur Gíslason (2307) Einar Valdimarsson (2015) laglega í endatafli.

Ţegar ţriđjungur er liđinn af móti hafa sex keppendur fullt hús vinninga og ljóst er ađ nú fara í hönd mikilvćgar umferđir sem gefa tóninn fyrir lokasprettinn.  Fjórđa umferđ fer fram á miđvikudagskvöld og ţá mćtast á efstu borđum Stefán og Dagur Ragnarsson (2219), Jón Viktor –eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liđi og hefna– og Vignir Vatnar, sem og Guđmundur Gíslason og Jóhann H. Ragnarsson.  Á fjórđa borđi verđur svo hörđ rimma alţjóđlegu meistaranna Björns og Guđmundar.

Venju samkvćmt hefst taflmennskan klukkan 19.30 og ţađ er vissara ađ koma og fylgjast međ.

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.8.): 16
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779709

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband