Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ađ leika peđi beint ofan í ţrćlvaldađa reitinn

Li Chao - Carlsen

Í flóknum stöđum er gott ađ hafa í huga ađ ólíklegur leikur getur stundum veriđ sá eini rétti í stöđunni. Sá sem ţessar línur ritar átti ţess eitt sinn kost ađ fara yfir skák međ Garrí Kasparov og hann hafđi ţá lagt Jan Timman ađ velli. Ţemađ „... ađ leika peđi beint ofan í ţrćlvaldađan reit“ var honum einkar hugleikiđ og hafđi greinilega fengiđ frćđilegan sess í skákuppeldi hans. Á sterkasta opna móti ársins, sem lauk á milli jóla og nýárs í Katar, varđ Magnús Carlsen efstur ásamt Kínverjanum Yu Yangyi međ 7 vinninga af 9 mögulegum og vann svo úrslitaeinvígiđ, 2:0 í. Í fimmtu umferđ tefldi Norđmađurinn viđ sigurvegarann frá Reykjavíkurmótinu 2014 og í flóknu miđtafli setti hann allt í bál og brand međ ţess háttar peđsleik sem áđur var minnst á. Eftir smá „hikst“ var ţađ svo samdóma niđurstađa „vélanna“ ađ ţarna hefđi heimsmeistarinn enn einu sinni hitt naglann á höfuđiđ:

Magnús Carlsen – Li Chao

Grünfeld-vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. f3

Tískuleikur sem sniđgengur hefđbundna Grünfeld-vörn.

3. ... d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rb6 6. Rc3 Bg7 7. Be3 O-O 8. Dd2 Rc6 9. O-O-O f5 10. e5 Rb4 11. Rh3 De8 12. Kb1 a5 13. Be2 c6 14. Hc1 Kh8 15. Ka1 Be6 16. Rf4 Df7 17. h4 Bxa2 18. h5 Kg8 19. hxg6 hxg6 20. g4 Bb3 21. Bd1 a4 22. Dh2 Hfd8 23. Dh7 Kf8

24. d5 Rc4 25. Rxg6+ Ke8

Ekki gengur 25. ... Dxg6 vegna 26. Dxg6 a3 27. Hh8+! Bxh8 28. Bh6+ og mátar.

26. e6 a3 27. exf7+ Kd7 28. Re5+! Bxe5 29. Dxf5+ Kc7 30. Dxe5+ Rxe5 31. Bxb3 axb2 32. Kxb2 Rbd3 33. Kb1 Rxc1 34. Hxc1 Kc8 35. dxc6 bxc6 36. f4

– og svartur gafst upp. 

Skákţing Reykjavíkur hafiđ – Jón Kristinsson međal ţátttakenda

Skákvertíđin 2016 hófst í Faxafeni á sunnudaginn međ fyrstu umferđ Skákţings Reykjavíkur. 64 skákmenn eru skráđir til leiks í efsta flokki mótsins og ţar eru stigahćstir Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Guđmundur Kjartansson og Björn Ţorfinnsson. Athygli vekur ţátttaka Jóns Kristinssonar, sem hefur ekki teflt á ţessum vettvangi í meira en 40 ár. Á fimmtudaginn hófst svo Gestamót Hugins og Breiđabliks í Stúkunni á Kópavogsvelli, afar vel skipađ mót ţar sem teflt er einu sinni í viku. Meira um ţessi mót síđar. 

Íslandsmeistarar í styttri skákum

Íslandsmót í hrađskák, atskák og netskák fóru fram í desembermánuđi. Í hrađskákmótinu, Friđriksmóti Landsbankans sem fram fór 13. desember, bar Ţröstur Ţórhallsson sigur úr býtum međ 9˝ vinning af 11 mögulegum. Ţann 27. desember sigrađi undirritađur á at-skákmóti Íslands, hlaut 7˝ vinning af níu, en mótiđ var jafnframt Atskákmót Skákklúbbs Icelandair. Ađ kveldi ţessa sama dags fór fram Íslandsmótiđ í netskák, en Davíđ Kjartansson sigrađi í sjötta sinn, hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum. 

Glćsileg frammistađa Hilmis í Danmörku

Ţađ var gaman ađ fylgjast međ hinum 14 ára Hilmi Frey Heimissyni á nýársmótinu í Öbro í Danmörku sem lauk á gamlársdag. Ţar tefldu 65 skákmenn sjö umferđir og var Hilmir nr. 45 í stigaröđinni. Hann gerđi sér lítiđ fyrir, hlaut 5 vinninga af sjö mögulegum, varđ í 5. sćti eftir stigaútreikning, taplaus og hćkkađi um 141 Elo-stig en árangur hans reiknast uppá 2.349 Elo-stig. Sigurvegari varđ sćnski stórmeistarinn Jonny Hector, sem hlaut 6 vinninga.

Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)

Skákţćttir Morgunblađsins birtast á Skák.is viku síđar en í sjálfu blađinu. 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. janúar 2016.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 8779297

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband