Leita í fréttum mbl.is

Pistill Braga: Sýning Björns 2.0 í Bunratty

Muhammad-Ali-ap_1468665c

"If my mind can conceive it, and my heart can believe it—then I can achieve it." Muhammad Ali.

Viđ brćđur héldum galvaskir á alţjóđlegt mót í Bunratty, Írlandi í febrúar sl. Um var ađ rćđa lokađan GM-flokk , ţar sem viđ ćtluđum ađ spreyta okkur viđ ađ nćla í eins og einn stórmeistaraáfanga. Ţađ gekk eftir hjá Birni, en snemma varđ ljóst ađ ég myndi ekki leika ţađ sama eftir. Ţađ var ţví einn galvaskur bróđir sem sneri heim og einn galtómur bróđir. Vegir Caissu eru órannsakanlegir. Flokkurinn var vel mannađur, en má ţar helst nefna ţrjá Íslandsvini og fastagesti á Reykjavik Open; franska stórmeistarann og nćrfatamódeliđ Sebastian Maze , geđţekka enska stórmeistarinn og vínáhugamanninn Simon Williams, og síđast en ekki síst Portúgalann sultuslaka Louis Galego. Af öđrum ţekktum andlitum í flokknum má helst nefna skákskýrandann heimsfrćga Lawrence Trent (og nú umbođsmann Caruana) og "írsku vonina" Sam Collins. Sam ţessi er hársbreidd frá ţví ađ landa stórmeistaratitlinum og yrđi  ţá fyrsti "hreinrćktađi" Írinn sem ađ myndi hreppa ţann titil. Heimamennirnir bundu vonir viđ ađ Sam myndi sigla ţessu í hús á heimavelli, en ţađ var aldrei ađ fara ađ gerast á vakt okkar brćđra. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ ég og Bjössi unnum hann báđir og gerđum drauma Írana ađ engu. Um leiđ gerđum viđ vonir okkar um ađ verđa bođnir aftur á mótiđ ađ ári ađ engu.

Brćđur Bragi og Björn

 

Viđ brćđur dvöldum í 250 fermetra húsi sem var skammt frá skákstađ og ţađ fór afskaplega vel um okkur. Andinn yfir mótinu var léttur og afslappađur, enda allir í flokknum vinir og kunningjar. Ţó var ekkert gefiđ eftir á skákborđinu og hart barist á köflum.  Ein skondin uppákoma átti sér stađ ţegar sjálfur skákstjórinn var ekki mćttur á réttum tíma í eina morgunumferđina. Hann hafđi víst veriđ ađ spila póker of lengi kvöldiđ áđur! Menn voru ekki mikiđ ađ stressa sig á ţessu, enda stemningin létt og menn léttir á ţví og ţá heyrđist í rámri rödd Portúgalans "We don´t need him" sem voru orđ ađ sönnu og taflmennskan hófst.

Ýmsar fleiri skemmtilegar uppákomur áttu sér stađ í ferđinni. Einn daginn fengum viđ óvćntan gest í húsiđ, en ţar var á ferđinni enski stórmeistarinn Bogdan Lalic. Hann mćtti á svćđiđ á ţví miđur heppilega augnabliki ţegar ég var ađ stíga úr sturtunni.  Aldrei á ćvinni hef ég öskrađ jafn hátt. Ég, Bjössi og "Boggie" eins og hann er kallađur af enska skáksamfélaginu, áttum eftir ađ verđa miklir mátar ţegar leiđ á mótiđ. Ţađ var gaman ađ hlusta á hann rćđa skák, skákmálefni og kolsjúkar samsćriskenningar af mikilli ţekkingu og innsći. "Góđa nótt Bjössi" og "goodnight Boggie" áttu eftir ađ verđa lokaorđ mín á kvöldin, eins og ekkert vćri eđlilegra. 

Fleira óvenjulegt átti sér stađ. Einn morguninn, ţegar ég staulađist niđur stigann, til ađ hita mér kaffi ţá lá fullvaxinn, temmilega lođinn karlmađur makindalega í sófanum í stofunni. Ţađ kom mér furđulega lítiđ á óvart, ţađ var líkt og ađ hiđ óvćnta og ófyrirséđa vćri orđiđ af hinu hefđbundna og hversdagslega í ţessari ferđ. Ég vakti einfaldlega Bjössa, og tilkynnti honum ađ ţađ vćri mađur sem lćgi sofandi í sófanum okkar, í sama tón og ég hefđi tilkynnt honum ađ kaffiđ vćri tilbúiđ. Bjössi var á ţessum tíma líklega í besta formi lífs síns eftir heljarinnar líkamsrćktarátak međ Stebba Bergs fyrir ferđina. Hann var tilbúinn í hvađ sem er. Ég var hinsvegar tilbúinn til ađ skvetta heitu kaffi á óbođna gestinn. Viđ vöktum síđan manngarminn, sem vissi ekki hvađan á hann stóđ veđriđ. Hann hafđi veriđ á einhverju skralli daginn áđur, og fariđ húsavillt og sófavillt. Viđ gerđum góđlátlega grín af ţessu og síđan hypjađi hann sig í burtu. Tók reyndar jakkann hans Bjössa í leiđinni, en viđ höfđum upp á honum síđar um daginn og hann bađst afsökunar á tilvist sinni og skilađi jakkanum.

En já, ţessi pistill átti ađ vera um skákmót. Víkjum ţá ađ mótinu sjálfu, og ţćtti Björns Ţorfinnssonar. Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja ađ drengurinn gekk berserkgang í mótinu, tefldi af fádćma öryggi og krafti. Ţađ var eins og írska loftiđ hefđi gert hann ađ öđrum skákmanni, Bjössa 2.0, eins og ţađ hefđi fćrt honum ţá yfirvegun og ţolinmćđi, sem honum hefur hingađ til skort til ađ springa út sem skákmađur. Ţarna small allt saman hjá honum og BÚMM, lokaniđurstađan laug engu, 7 vinningar af 9 mögulegum, heilum tveimur vinningum á undan nćsta manni. Mér er til efs ađ stigalćgsti skákmađurinn í flokki sem ţessum, hafi nokkru sinni sigrađ međ slíkum yfirburđum. Sérstaklega vöktu öruggir og mikilvćgir sigrar hans međ svörtu gegn Lawrence Trent og Sebastian Maze mikla lukku í herbúđum okkar. Ţegar áfanginn var í höfn fögnuđum viđ sem einn mađur.

Sjálfur átti ég ekki mitt besta mót. Ólíkt Birni ţá byrjađi ég ekki af krafti, komst ţví ekki í gírinn og náđi ţví ekki upp ţví nauđsynlega sjálfstrausti sem ţarf til vera í baráttu um ađ ná gm-áfanga. Skákin snýst ađ svo mörgu leiti um ţađ hvernig ţú er stemmdur, hún er alltaf prófsteinn á andlegt ástand manns, og ţađ er alltaf ţannig ađ ţér líđur betur ţegar ţú vinnur og ţađ gengur vel og ţannig leiđa góđ úrslit gjarnan af sér enn frekari góđ úrslit. Ég tek ekkert fyrir ţessar djúpu hugleiđingar. 

Minnisstćđ og skemmtileg ferđ hjá okkur brćđrum og frammistađa Bjössa kórónađi veisluna síđan endanlega. Viđ stefnum á ađ fara saman í ađra skákferđ einhvern tímann á árinu 2016.  Bjössi er nú ţegar farinn ađ hlakka til. En ađ ađ lokum kemur hér skák mín gegn Sam Collins.

Bragi Ţorfinnsson.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8779658

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband