Leita í fréttum mbl.is

Róbert Luu sigurvegari á ţriđja móti Bikarsyrpunnar

Bikarsyrpa TR 3
Ţađ var Róbert Luu sem stóđ uppi sem sigurvegari á gríđarlega spennandi og sterku Bikarsyrpumóti sem fór fram nú um helgina. Úrslit réđust ekki fyrr en ađ niđurstađa síđustu skákarinnar í lokaumferđinni var ljós, svo jöfn var stađan á toppnum.  Úr varđ ađ fjórir keppendur komu jafnir í mark međ 4 vinninga en ţađ voru ásamt Róberti ţeir Alexander Oliver Mai, Jón Ţór Lemery og Jason Andri Gíslason. Ađ loknum flóknum stigaútreikningi ţar sem hreinlega rauk úr tölvu félagsins hlaut Róbert sem fyrr segir fyrsta sćtiđ, Alexander annađ sćtiđ og Jón Ţór ţađ ţriđja.  Gaman er ađ segja frá ţví ađ Alexander og Jón Ţór höfnuđi í sömu sćtum í öđru móti Bikarsyrpunnar.

Helstu úrslit í lokaumferđinni urđu ţau ađ á efsta borđi gerđu Birkir Ísak Jóhannsson og Alexander Oliver jafntefli en á sama tíma lögđu Róbert og Jón Ţór ţá Ólaf Örn Ólafsson og Kristján Dag Jónsson.  Birkir Ísak, Halldór Atli Kristjánsson og Ísak Orri Karlsson komu nćstir í mark međ 3,5 vinning.

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum keppendum fyrir ţátttökuna og viđ vonumst til ađ sjá ykkur öll á nýjan leik í fjórđa móti syrpunnar sem fer fram helgina 12.-14. febrúar.

Á heimasíđu TR má finna myndskreytta frásögn.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778742

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband