12.12.2015 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: "Skákvélarnar" og innsæið

Fyrir mótið voru meðlimir íslenska gullaldarliðsins hóflega bjartsýnir á árangur; flestir reiknuðu þó með að æfingaleysi segði til sín undir einhverjum kringumstæðum. Sú varð raunin en í þeim efnum voru liðsmenn ekki einir á báti. Ivan Sokolov, sem tefldi fyrir Holland, tapaði þrem skákum og var „settur út á stétt“. „Ég er orðinn „skáktúristi“ sagði hann þar sem hann gekk um sali Laugardalshallar. Ivan náði bestum árangri allra á EM í Varsjá fyrir tveim árum en hann hefur lítið teflt á þessu ári og kvaðst vera æfingalaus. Auk þess vantaði einhvern lífsháska í taflmennskuna, vildi hann meina.
Það rann upp fyrir mönnum á meðan á Evrópumótinu stóð að öll vinnubrögð hafa gerbreyst frá því sem áður var, hvort heldur sem er við undirbúning eða yfirferð; eftir hverja viðureign er vinnureglan orðin sú að spyrja „vélarnar“ hvort þessi eða hinn leikurinn hafi verið réttur eða rangur. Jón L. Árnason fórnaði manni í 20. leik í viðureign við Litháen og hafði orð á því þegar skákinni lauk að hann kærði sig kannski ekkert um álit „vélanna“. Einmitt þess vegna var freistandi að spyrja sílikon-vininn „Houdini“ hvort fórn, sem var fremur byggð á innsæi en nákvæmum útreikningum, hefði staðist:
EM 2015; 7. umferð:
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Re7 6. 0-0 Rbc6 7. Rxc6 Rxc6 8. Rc3 Be7 9. f4 d6 10. b3 Bf6 11. Bb2 Bd4 12. Kh1 0-0 13. Dd2 Da5 14. a3 Bd7 15. Hf3 Hac8 16. Hh3 Hfd8 17. Hf1 Be8 18. b4 Dc7 19. Be2 Bf6
Svartur hefði sennilega betur leikið drottningunni til e7 en biskupleikurinn gefur kost á fórn sem freistaði Jóns.
Mannsfórn sem stenst fullkomlega, er niðurstaða „Houdini“. Svartur á erfitt með að verjast m.a. vegna þess að liðsaflinn svarts liggur nær allur á drottningarvængnum.
20.... exd5 21. Bxf6 gxf6 22. Hg3+?!
Þessi leikur var ekki „samþykktur“. Eftir 22. exd5 Re7 eða – Rb8 kemur 23. f5 og vinnur þar sem drottning er á leið til h6.
22.... Kf8 23. exd5 Rb8?
Betri vörn var 23.... Re7.
24. Bd3 Dc3 25. De2 f5 26. Dh5 Dh8 27. He1
Og hér vill „Houdini leika 27. Dh6+ Ke7 28. Bxf5 með vinningsstöðu.
27.... h6! 28. Dh4 f6 29. Bxf5 Bf7 30. Bxc8 Hxc8 31. Dg4 Hxc2 32. Df5 Hc7 33. Hge3 h5 34. h4 Dh6 35. Hg3 Rd7
Þó að staðan sé erfið hefur svartur náð að byggja upp varnir. Jón sá sig knúinn til að hrista upp í stöðunni.
Eina vörnin var fólgin í 36..... Hc4!
37. dxe6 Ke7 38. exd7 Hxd7 39. De4+ Kd8 40. Hg8+ Kc7 41. Dc4+ Kb6 42. a4!
Snotur lokaleikur. Það er enn minna skjól á drottningarvængnum og mátið blasir við eftir 42.... Ka7 43. Dd4+ b6 44. De4 Hb7 45. De8!
Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)
Skákþættir Morgunblaðins birtast á Skák.is viku síðar en í sjálfu blaðinu. Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 28. nóvember
| Jon Loftur Arnason - Tomas Laurusas (PGN) 1. e4 c5 2. Nf3 e6 3. d4 cxd4 4. Nxd4 a6 5. Bd3 Ne7 6. O-O Nbc6 7. Nxc6 Nxc6 8. Nc3 Be7 9. f4 d6 10. b3 Bf6 11. Bb2 Bd4+ 12. Kh1 O-O 13. Qd2 Qa5 14. a3 Bd7 15. Rf3 Rac8 16. Rh3 Rfd8 17. Rf1 Be8 18. b4 Qc7 19. Be2 Bf6 20. Nd5 exd5 21. Bxf6 gxf6 22. Rg3+ Kf8 23. exd5 Nb8 24. Bd3 Qc3 25. Qe2 f5 26. Qh5 Qh8 27. Re1 h6 28. Qh4 f6 29. Bxf5 Bf7 30. Bxc8 Rxc8 31. Qg4 Rxc2 32. Qf5 Rc7 33. Rge3 h5 34. h4 Qh6 35. Rg3 Nd7 36. Re6 Bxe6 37. dxe6 Ke7 38. exd7 Rxd7 39. Qe4+ Kd8 40. Rg8+ Kc7 41. Qc4+ Kb6 42. a4 1-0 |
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 5.12.2015 kl. 12:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 1
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 8779007
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.