Leita í fréttum mbl.is

Haraldur sigurvegari U-2000 mótsins

Halli BaldHaraldur Baldursson hefur tryggt sér sigurinn í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur en hann hefur fullt hús vinninga ađ loknum sex umferđum og 1,5 vinnings forskot á nćstu keppendur nćgir til sigurs ţar sem ađeins ein umferđ lifir af móti. Sigur Haraldar er afar öruggur en hann hélt forystu frá fyrstu mínútu og ţađ var ađeins vegna frestađrar skákar sem hann lét hana tímabundiđ af hendi. Toppsćtiđ endurheimti hann snarlega og lét ţađ ekki aftur frá sér.

Fyrir lokaumferđina hefur Haraldur ţví 6 vinninga en nćstir međ 4,5 vinning koma Friđgeir Hólm og Tjörvi Schiöth og ţá Gauti Páll Jónsson međ 4 vinninga. Í umferđ gćrkveldsins lagđi Haraldur Björn Hólm Birkisson í verulega spennandi viđureign ţar sem Björn saumađi hressilega ađ Haraldi međ hvítu mönnunum. Sá síđarnefndi varđist hinsvegar fimlega og Birni tókst ekki ađ finna lokahnykk sem varđ til ţess ađ eftir uppskipti komst Haraldur út í unniđ hróksendatafl. Góđur varnarsigur og fyrsta sćtiđ í höfn.

Á öđru borđi vann Friđgeir öruggan sigur á Arnaldi Bjarnasyni en nokkuđ hefur boriđ á ţví ađ skákmenn ţekkja ekki hinn hvassa skákstíl Friđgeirs sem ósjaldan verđur til ţess ađ andstćđingar hans “fara niđur í logum”. Arnaldur hefur hinsvegar átt gott mót en pistlahöfund rekur ekki minni til ţess ađ hafa áđur orđiđ var viđ hann í kappskákmóti.

Á ţriđja borđi vann Tjörvi góđan baráttusigur međ svörtu gegn Sigurjóni Haraldssyni eftir ađ sigla endatafli međ peđ yfir örugglega í höfn. Ekki er hćgt ađ tala um óvćnt úrslit í umferđinni enda stigamunur keppenda oftar en ekki lítill sem enginn. Einkenndust margar viđureignirnar af mikilli baráttu og algengt var ađ allt “vćri upp í loft” á reitunum 64 en ţegar svo er lýkur orrustunum gjarnan međ miklum flugeldasýningum ţar sem menn falla hver um annan ţveran og eftir stendur lítiđ annađ en sviđin jörđ.

Ţó svo ađ toppsćtiđ sé frátekiđ er baráttan um nćstu sćti hörđ en úrslit ráđast nćstkomandi miđvikudagskvöld ţegar sjöunda og síđasta umferđin fer fram í húsnćđi TR ađ Faxafeni 12. Klukkurnar verđa rćstar á slaginu 19.30 en ţá mćtast á efstu borđum Tjörvi og Haraldur, Gauti Páll og Friđgeir sem og Björn Hólm og Halldór Atli Kristjánsson.

Áhorfendur velkomnir – heitt á könnunni og kruđerí međ!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 21
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 162
  • Frá upphafi: 8778696

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband