Leita í fréttum mbl.is

Mikil stemning á Jólamóti SFS og TR

Mikiđ var um dýrđir í skákheimili Taflfélags Reykjavíkur dagana 29.-30.nóvember ţegar hiđ geysivinsćla Jólamót SFS og TR var haldiđ. Ţetta árlega samstarfsverkefni Skóla- og Frístundasviđs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur heppnađist međ miklum ágćtum nú sem endra nćr og voru fjölmörg skólabörn saman komin ţessa tvo snjóţungu daga til ţess ađ njóta ánćgjulegra stunda viđ skákborđin.

Líkt og undanfarin ár ţá var mótinu skipt í yngri flokk (1.-7,bekkur) og eldri flokk (8.-10.bekkur). Yngri flokknum var svo jafnframt skipt í hefđbundna tvo riđla (suđur og norđur) til ađ mćta mikilli eftirspurn yngstu barnanna. Ţá voru veitt sérstök stúlknaverđlaun líkt og undanfarin ár.

Yngri flokkur

Í opnum flokki Suđur riđils bar A-sveit Ölduselsskóla ćgishjálm yfir keppinauta sína, enda skáksveitin sú römm ađ bćđi afli og reynslu. Sveitin vann alla sex andstćđinga sína en jafnframt gerđu piltarnir sér lítiđ fyrir og unnu allar 24 skákir sínar. Geri ađrir betur! Keppnin um 2.sćti riđilsins og sćti í úrslitum mótsins var ćsispennandi og réđust úrslit ekki fyrr en í síđustu umferđ. B-sveit Ölduselsskóla stóđ best ađ vígi og hafđi tveggja vinninga forskot á A-sveit Háteigsskóla, en sveitirnar mćttust í umferđinni á undan ţar sem niđurstađan varđ ćsispennandi 2-2 jafntefli. Í lokaumferđinni vann A-sveit Háteigsskóla mikilvćgan 4-0 sigur, á međan B-sveit Ölduselsskóla atti kappi viđ B-sveit Háteigsskóla. Svo fór ađ piltarnir í B-sveit Háteigsskóla reyndust A-sveit sinni mikill styrkur ţví ţeir náđu 2-2 jafntefli í ţessari viđureign sem tryggđi A-sveit Háteigsskóla 2.sćtiđ. B-sveit Ölduselsskóla varđ ađ gera sér 3.sćtiđ ađ góđu ţrátt fyrir frćkna frammistöđu.

Í stúlknaflokki Suđur riđils reyndist Melaskóli hlutskarpastur međ 12,5 vinning. Í 2.sćti varđ Breiđagerđisskóli međ 10 vinninga. Í 3.sćti međ 6 vinninga varđ hin unga sveit Háteigsskóla.

Í opnum flokki Norđur riđils mćtti til leiks feykivel skipuđ A-sveit Rimaskóla og vann hún sannfćrandi sigur međ 20 vinninga. Eina skáksveitin sem veitti ţeim keppni var ţeirra eigin B-sveit, og er ţađ til marks um ţá miklu breidd sem Rimaskóli hefur yfir ađ ráđa. B-sveit Rimaskóla hlaut 17 vinninga sem dugđi ţeim í 2.sćti riđilsins. B-sveitin gerđi sér jafnframt lítiđ fyrir og náđi 2-2 jafntefli gegn A-sveitinni. Ţađ var svo A-sveit Ingunnarskóla sem nćldi sér í 3.sćtiđ og bronsverđlaun, en sveitin hlaut 15 vinninga.

Í stúlknaflokki Norđur riđils var mikil spenna. Rimaskóli og Foldaskóli öttu kappi um efsta sćtiđ og örlögin höguđu ţví ţannig ađ sveitirnar mćttust í lokaumferđinni. Baráttan um Grafarvoginn var ţví í algleymi í ţessari lokaumferđ ţar sem Rimaskóli hafđi fyrir umferđina eins vinnings forskot á Foldaskóla. Eftir mikinn barning, afleiki og mátfléttur hafđi Foldaskóli 3-1 sigur í viđureigninni. Foldaskóli hlaut ţví 1.sćtiđ en Rimaskóli varđ í 2.sćti. Stúlknasveit Árbćjarskóla endađi í 3.sćti.

Í úrslitum opna flokksins mćttust Ölduselsskóli, Háteigsskóli og tvćr sveitir Rimaskóla. Kom fáum á óvart er Ölduselsskóli lagđi alla andstćđinga sína ađ velli og hlaut alls 10,5 vinning í 12 skákum. A-sveit Rimaskóla hlaut silfurverđlaun eftir harđa baráttu viđ B-sveit sína sem nćldi sér í bronsverđlaun.

Í úrslitum stúlknaflokks háđu Foldaskóli og Melaskóli harđa baráttu um gullverđlaunin. Er upp var stađiđ munađi ađeins einum vinningi á skólunum tveimur. Foldaskóli hafđi betur međ 10 vinninga en Melaskóli hlaut 9 vinninga. Munađi ţar mestu um ađ Foldaskóli lagđi Melaskóla ađ velli 3-1. Rimaskóli tryggđi sér bronsverđlaunin međ 4,5 vinning.

Eldri flokkur

Í opnum flokki eldri flokks mćttu til leiks, gráir fyrir járnum, sigurvegarar síđasta árs, A-sveit Laugalćkjarskóla. Ef einhverjir keppinautar ţeirra ólu von í brjósti um ađ geta skákađ Laugalćkjarskólapiltum ţá var sú von kćfđ í fćđingu. A-sveit Laugalćkjarskóla gerđi sér lítiđ fyrir og vann allar skákir sínar tuttugu og fjórar ađ tölu. Hin sterka A-sveit Rimaskóla stóđ sig einnig međ miklum sóma ţó svo Laugalćkjarskóli hafi reynst of stór biti. Ţó svo Rimaskóli hafi tapađ 4-0 fyrir sigursveit Laugalćkjarskóla, ţá gerđi sveitin sér lítiđ fyrir og vann allar hinar tuttugu skákir sínar. Rimaskóli hafnađi ţví í 2.sćti mótsins. Mikil spenna hljóp í keppnina um bronsverđlaunin og réđust úrslitin í síđustu umferđinni. Langholtsskóli kom í mark sjónarmun á undan Fellaskóla, og tryggđi sér bronsverđlaun međ 14 vinninga.

Í stúlknaflokki eldri flokks reyndist Rimaskóli hlutskarpastur međ 12 vinninga. Laugalćkjarskóli hlaut 8 vinninga í 2.sćti og Breiđholtsskóli varđ í 3.sćti međ 5 vinninga.

Lokastađa yngri flokks: Suđur riđill * Norđur riđill * Úrslit opins flokks * Úrslit stúlknaflokks

Lokastađa eldri flokks: Opinn flokkur og stúlknaflokkur


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778676

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband