Leita í fréttum mbl.is

Oliver Aron sigrađi á Hrađskákmóti Taflfélags Reykjavíkur

Hradskakmot_TR_2015-48

Í dag fór fram Hrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur í skákhöll félagsins.  Setja átti mótiđ klukkan tvö en beđiđ var til hálfţrjú eftir nokkrum keppendum sem voru ađ taka ţátt í Íslandsmóti ungmenna í Rimaskóla um morguninn og komu svo brunandi í Feniđ.

Stigahćstir keppenda voru FM hnakkarnir úr Grafarvoginum Dagur Ragnarsson (2272) og Oliver Aron Jóhannesson (2198) en ţeim nćstir á stigum voru feđgarnir og vöđvabunktin Jóhann Ingvason (2172) og Örn Leó Jóhannsson (2123).  Nokkrir nýbakađir Íslandsmeistarar ungmenna komu sjóđandi heitir inn en Hilmir Freyr Heimisson (14), Bárđur Örn Birkisson (15) og litla systir hans Freyja (9) voru međal ţess fríđa hóps sem mćtti beint í mótiđ úr Rimaskóla.

Tefldar voru samkvćmt venju 2×7 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma.  Oliver Aron tók snemma forystu og sigrađi í tíu fyrstu skákunum sínum.  Var hann ţá kominn međ ţćgilegt forskot sem hann hélt ţrátt fyrir 1-1 jafntefli viđ Dag Ragnarsson og tap gegn Hilmi Frey í lokaumferđinni.  Oliver hlaut samanlagt 11 1/2 vinning í umferđunum 14 sem er glćsilegur árangur.

Baráttan um silfriđ var mjög hörđ en fyrir lokaskákirnar tvćr voru ţeir Hilmir Freyr, Bárđur Örn og Dagur Ragnarsson jafnir í 2-4 sćti međ 8 1/2 vinning.  Bárđur Örn og Dagur mćttust ţá međan Hilmi beiđ ţađ erfiđa verkefni ađ kljást viđ Oliver.  Bárđur og Dagur sćttust á skiptan hlut, unnu sitthvora skákina međan Hilmir Freyr gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi Oliver 1 1/2 – 1.  Hann kom ţví annar í mark međ 10 vinninga sem er frábćr árangur en Hilmir er einungis 14 ára.  Annađ sćtiđ tryggđi honum einnig hrađskákmeistaratitil Taflfélags Reykjavíkur 2015 en eflaust ţarf ađ leita nokkuđ langt aftur til ađ finna jafn ungan skákmann til ađ hampa ţeim titli.  Dagur tók svo bronsiđ á stigum međ 9 1/2 vinning.

Mótiđ var hiđ skemmtilegasta, ćvintýralegur klukkubarningur í nokkrum skákum, mát á síđustu sekúndunum og töp međ ólöglegum leikjum voru nokkur.  Mótiđ fór ţó prúđmannlega fram og ţurfti skákstjóri lítiđ ađ hafa sig í frammi. Helst var ţađ ađ setja ţurfti út á ađ menn vćru ađ nota báđar hendur viđ uppskipti í tímahraki en ţađ reynist mörgum erfitt ađ venja sig af ţví.

Nokkur skringileg atvik komu upp, t.d. tapađi séntilmađurinn Hörđur Jónasson fyrir Pétri Jóhannessyni.  Pétur skildi kónginn sinn eftir í uppnámi eitt sinn en Hörđur benti honum bara á ţađ og skákin hélt áfram.  Nokkrum leikjum síđar skildi svo Hörđur kónginn eftir í uppnámi og krafđist Pétur umsvifalaust sigurs.  Skákdómari stóđ ţá yfir skákinni og gat ekki annađ en samţykkt kröfuna.

Freyju urđu á ţau mistök í byrjun ađ víxla kóng og drottningu í upphafi skákar sem hvorki hún né Björgvin Kristbergsson tóku eftir.  Eftir nokkuđ marga leiki bombađi Björgvin svo út Dh5(+) og hélt ađ hann vćri ađ skáka ţeirri litlu.  Ţau stoppuđu klukkuna ţegar ţau áttuđu sig á ađ mistökunum.  Dómari lét skákina halda áfram ţótt skákmađurinn sem stillti upp rangt hagnist hér á mistökum sínum.  De8xh5! var náttúrulega svariđ.

í mótslok fór svo fram verđlaunaafhending fyrir bćđi Haustmót TR og Hrađskákmót TR.

Oliver og Einar

Taflfélag Reykjavíkur óskar verđlaunahöfum Haustmótsins til hamingju.  Oliver Aron međ sigurinn á hrađskákmótinu og hinum unga Hilmi Frey međ titilinn Hrađskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 2015.  Einnig viljum viđ ţakka kćrlega öllum ţeim sem tóku ţátt í mótunum og vonumst til ađ sjá ykkur öll ađ ári!

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 8778939

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband