Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Nakamura bauđ skákreiknum birginn

So og NakamuraEr Magnús Carlsen ađ gefa eftir? Úrslit tveggja síđustu stórmóta sem hann hefur tekiđ ţátt í virđast benda til ţess. Á Sinquefield Cup sem lauk í St. Louis í Missouri-ríki um helgina varđ hann í 2. sćti međ ţrem öđrum. Hann er efstur á nýbirtum Elo-lista FIDE en liđin er sú tíđ ţegar hann bar höfuđ og herđar yfir keppinauta sína. Armeninn Levon Aronjan sigrađi nokkuđ óvćnt en lengi vel var útlit fyrir ađ Magnús Carlsen nćđi efsta sćti; eftir slćma byrjun komu ţrír sigrar og hann var kominn á toppinn en tefldi kćruleysislega í jafnri stöđu og tapađi međ hvítu fyrir Rússanum Alexander Grischuk. Um svipađ leyti tók Aronjan sprett og vann mótiđ ađ lokum og hafđi ţá vinningi meira en nćstu menn:

1. Aronjan 6 v. (af 9) 2.–5. Giri, Carlsen, Vachier-Lagrave, Nakamura 5 v. 6.–7. Topalov, Grischuk 4˝ v. 8.–9. Caruana, Anand 3˝ v. 10. So 3 v.

Beinar vefútsendingar eru í dag frá öllum helstu skákmótum og vefurinn chess24 leiđandi á ţví sviđi. Í útsendingunum frá St. Louis var í ađalhlutverki skákdrottningin Jennifer Shahade, höfundur bókarinnar „Chess Bitch“, og hafđi sér til ađstođar Yasser Seirawan og Maurice Ashley. Međal nýjunga í útsendingum var „skriftaklefi“, en skákmenninrir voru fengnir til ađ líta ţar inn annađ veifiđ og „leiđa út“ um tilfinningar sínar sínar gagnvart stöđunni í skákum sínum svo áhorfendur gátu heyrt – ţó ekki andstćđingurinn. Međal gesta á skákstađ var Garrí Kasparov, sem hrósađi Hikaru Nakamura sérstaklega fyrir ađ hafa bođiđ skákreiknum birginn er hann ţrćddi öngstrćti kóngsindversku varnarinnar og vann glćsilegan sigur:

Saint Louis 2015; 6. umferđ:

Wesley So – Hikaru Nakamura

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7

Klassíski kóngsindverjinn – „ekkert annađ en brögđ og brellur,“ hefur Vladimir Kramnik sagt.

9. Re1 Rd7 10. f3 f5 11. Be3 f4 12. Bf2 g5

Afbrigđi „...sem hefur veriđ reiknađ til ţvingađs máts,“ stóđ skrifađi í frćgri bók, „60 minnisverđar skákir“ – Kannski fullmikiđ sagt en á vel viđ um ţessa viđureign!

13. Rd3 g6 14. c5 Rf6 15. Hc1 Hf7 16. Kh1 h5 17. cxd6 cxd6 18. Rb5 a6 19. Ra3 b5 20. Hc6 g4 21. Dc2 Df8 22. Hc1 Bd7 23. Hc7?!

So skaut byrjunarleikjunum út undrahratt en „vélarnar“ mćla ţó međ 23. Hb6 og telja stöđu hvíts betri. Ekki er ađ sjá ađ ţreföldun á c-línunni gefi mikiđ.

23. ... Bh6 24. Be1 h4! 25. fxg4?

Peđaflaumur svarts var orđinn ógnandi en nú fyrst fer skriđan af stađ.

25. ... f3! 26. gxf3 Rxe4!

Međ hugmyndnni 27. gxf3 Hf1+! 28. Kg2 Be3 o.s.frv

27. Hd1 Hxf3 28. Hxd7 Hf1+ 29. Kg2

Getur hvítur variđ ţessa stöđu?

GIFUIRQ229. ... Be3!

„Kóngsindverski biskupinn“ hefur gegnt lykilhlutverki í ţessari skák. Eftir 30. Bxf1 kemur 30. ... h3+! 31. Kxh3 Dxf1+ 32. Dg2 Rg5 mát.

30. Bg3

Hann gat fariđ međ biskupinn í ađra átt, 30. Ba5 og ţá kemur ţvingađ mát í fimm leikjum: 30. ... h3+! 31. Kxh3 Dh6+ 32. Kg2 Rf4+ 33. Kxf1 Rg3+! og mát í nćsta leik, 34. Ke1 Rg2 mát eđa 34. hxg3 Dh1 mát.

30. ... hxg3! 31. Hxf1 Rh4+ 32. Kh3 Dh6 33. g5 Rxg5+ 34. Kg4 Rhf3! 35. Rf2 Dh4+ 36. Kf5 Hf8+ 37. Kg6 Hf6+! 38. Kxf6 Re4+ 39. Kg6 Dg5 mát.

Glćsilegur endir á frábćrri sóknarskák.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 29. ágúst 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778742

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband