Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Kóngur á flótta

navara-sleeps-wojtaszek

Ţađ er ekki óalgengt ţegar setiđ er ađ tafli og óveđurskýin hrannast upp fyrir fram kóngsstöđuna ađ á menn sćki löngun til ađ flýja vettvang. Frćgt dćmi um slíkan flótta má finna í viđureign Inga R. Jóhannssonar viđ Vlastimil Hort á Ólympíumótinu í Lugano í Sviss áriđ 1968. Ingi Randver kallađi nú ekki allt ömmu sína en ţegar peđastormsveit tékkneska stórmeistarans var ađ nálgast kónginn sá hann ţann kost vćnstan ađ flýja međ hann yfir á drottningarvćnginn. Ţar var skjól betra og Ingi vann ađ lokum!

Fćrri dćmi finnast um ţađ er kóngurinn flanar beinustu leiđ inn í herbúđir andstćđingsins. Byrjendum er kennt ađ ţađ kunni ekki góđri lukku ađ stýra. Um daginn sátu ađ tafli á stórmótinu í Biel í Sviss, ţar sem Frakkinn Vachier LaGrave sigrađi, Tékkinn David Navara og Pólverjinn Radoslaw Wojtazek. Kóngur Navara lagđi upp í ferđalag inn fyrir víggirđingu svarts - lóđbeint frá f2 til f8. Fćstir áttu von á ţví ađ kóngsi slyppi ţađan. En Navara hélt ró sinni. Hann hafđi séđ fyrir ađ ţetta var eina leiđin til ađ halda vinningsmöguleikum vakandi, hafđi nokkur tromp á hendi t.d. riddara tvo sem ţvćldust fyrir sóknarađgerđum svarts. En kannski ríkti eitthvert ógnarjafnvćgi í stöđunni. Skákreiknar gátu a.m.k. ekki fundiđ neinn vinning fyrir Pólverjann en sennilega átti hann jafntefli. Erfiđustu miđtaflsstöđurnar eru ţćr ţegar stađan á borđinu verđur teflendum slík ráđgáta ađ ekki er hćgt ađ styđjast viđ nein ţekkt kennileiti og ţađ sem verra er: útreikningar leiđa ekki til neinnar niđurstöđu.

Biel 2015;

David Navara – Wojtazek

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. h3

Nýr snúningur í stöđunni. „Enska árásin“ hefst međ leiknum 8. f3.

8. ... Be7 9. g4 d5 10. exd5 Rxd5 11. Bg2 Rxe3

Annar kostur var 12. ... Rxc3 en eftir 13. Dxd8+ Bxd8 14. bxc3 vega áhrif biskupsins á g2 upp veikleikana í peđastöđunni.

12. Dxd8+ Bxd8 13. fxe3 Bh4+ 14. Kf1 Rc6 15. Rc5 Bc4 16. Kg1 O-O-O 17. b3

Hvítur hafđi greinilega bundiđ vonir sínar viđ ţennan leik. Hörfi biskupinn til e6 kemur 18. Rxe6 fxe6 19. Bxc6! bxc6 20. Re4 međ yfirburđastöđu.

17. ... Bg5 18. He1 Bh4 19. Hb1 Bg5 20. Kf2!? Bh4+ 21. Kf3!?

Eftir ţetta verđur ekki aftur snúiđ.

21. ... e4+! 22. Kf4 g5 23. Kf5 Hhe8 24. Hhd1

Eini leikurinn. Ekki dugar 24. bxc4 vegna 24. ... Hd6! sem hótar 25. He5 mát.

24. ... He5+ 25. Kf6 Hg8 26. bxc4 Hg6+ 27. Kxf7 He7+ 28. Kf8

GG6UE2DJ

Ótrúleg stađa. Hér mćla „skákreiknarnir“ međ 28. ... Heg7 29. Re6! Hg8+ 30. Kf7 Re5+ 31. Ke7 Rc6+ en hvítur getur ţá gefiđ manninn til baka og leikiđ 32. Kd6.

28. ... Hf6+ 29. Kg8 Hg6+ 30. Kh8 Hf6

30. ... Bg3 liggur beinast viđ en hvítur á svariđ 31. Hd5!

31. Hf1 Bf2 32. Hxf2 Hxf2 33. Hf1!

Bráđsnjallt. Hvítur gefur manninn til baka en nćr frumkvćđinu.

33. ... Hxg2 34. Hf8+ Kc7

Ekki 34. ... Rd8 35. Rd5! o.s.frv.

35. Rd5+ Kd6 36. Rxe7 Kxc5 37. Hf5 Kxc4 38. Rxc6 bxc6 39. Hxg5 Hg3?

Hróksendatafliđ er ađeins betra á hvítt og hér var betra ađ leika 39. ... Hxc2, c6-peđiđ skapar fćri í endataflinu.

40. h4 h6 41. Hg6 Hxe3 42. Kg7 Hg3 43. Kxh6 e3 44. Kg5 Kd5 45. Kf4 Hh3 46. h5 c5 47. Hg5 Kd4 48. He5!

- og svartur gafst upp. Hann á ekkert svar viđ hótuninni 49. He4+.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 1. ágúst 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8779037

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband