Leita í fréttum mbl.is

Pistill frá Degi Arngrímssyni - Skáksumarið 2014

Nú þegar skáksumarið 2015 er nálgast er tilvalið að birta pistil frá Degi Arngrímssyni frá skáksuamrinu 2014.

Albena (1.-9. Júní)

Mótið kallast Grand Europe Cup og er haldið á vinsælum ferðamannastað sem heitir Albena. Skákirnar fóru fram í stóru íþróttahúsi í hjarta bæjarins og var mótið sterkt og góð verðlaun í boði (30.000 €). Aðstæður voru mér kunnulegar enda hef ég farið seinustu tvö ár á þetta mót.

Í fyrstu og þriðju umferðunum sigraði ég stigalága andstæðinga (1892, 2114) með hvítt og tapaði í annari og fjórðu umferð gegn Sedlak (2570) og Akopian (2667) með svart. Í báðum skákunum með svart var þemað mjög svipað. Ég var komin með þægilegra tafl eftir byrjunina en missti þráðinn og endaði í óþægilegum stöðum þar sem voru mislitir biskupar. 

Í fimmtu umferð gerði ég jafntefli við úkraínskan FM (2190) sem var undir 12 ára. Ég reyndi of mikið á stöðuna með hvítt gegn slavanum og var í raun heppinn að halda jafntefli.

Í sjöttu umferð sigraði ég stigalægri andstæðing (2077) örugglega með svart og í sjöundu umferð vann ég rúmenskan alþjóðlegan meistara (2493) með hvítt. Ég fékk góða stöðu út úr byrjuninni en missteig mig í miðtaflinu og þurfti að verjast fram í endatafl. Þegar ég hélt ég væri eingöngu búin að tryggja mér jafntefli, þá tók andstæðingur minn fáránlega ákvörðun í stresskasti og allt í einu var ég kominn með þekkta vinningsstöðu í hróksendatafli.

Í áttundu umferði tapaði ég illa gegn serbneskum IM (2442). Anstæðingurinn minn bauð mér jafntefli mjög snemma en ég ákvað að reyna að vinna hann. Ég hefði betur tekið jafnteflinu því ég lék mjög illa af mér og tapaði örugglega.

Í níundu og seinustu umferð mótsins vann ég stigalægri andstæðing (2192) og var það líklega besta skák mín á mótinu.

Ég var nokkuð svekktur í lok móts því fyrir síðustu umferðina átti ég von á pengingaverðlaunum ef ég myndi sigra. Ég vann en andstæðingar mínir á mótinu stóðu sig hreint út sagt illa í síðustu umferðinni og því missti ég af peningaverðlaunum á stigaútreikningi.

Golden Sands (10.-18. Júní)

Frá Albena lá leið mín yfir til Golden Sands. Mótið er eingöngu í hálftíma fjarlægð og því voru flestir þátttakendur í Albena með á Golden Sands. Fleiri bættust síðan við og var mótið enn sterkara en það fyrra enda betri verðlaun í boði (40.000 €). Mótið í Golden Sands er í raun framhald af mótinu í Albena og bar þess vegna líka nafnið Grand Europe Cup. Teflt var á tveimur stöðum. Annars vegar á fimm stjörnu hóteli þar sem aðstæður voru góðar. Fimmtíu efstu borðin voru þar. Hins vegar var teflt í opinberu skákhúsi staðarins þar sem skákmenn fengu að hlusta á allskonar partýtónlist á meðan á skákinni stóð sem var fín tilbreyting til að byrja með en breyttist fljótt í martröð þegar á leið. Var ég staðráðinn í að standa mig betur en á fyrra mótinu en sú varð alls ekki raunin!

Í fyrstu skák mótsins sigraði ég ungan Asera með herkjum í mislitu biskupaendatafli. Í annari umferð mætti ég Akopian aftur en í þetta skiptið með hvítt. Ég fékk  þægilegt tafl út úr g3 Benoni og í miðtaflinu var ég komin með mjög vænlega stöðu. Akopian bauð mér jafntefli á krítísku augnabliki þar sem ég hefði þurft að halda haus í nokkra leiki og hefði ég þá verið með vinningsstöðu. Ekki fór betur en svo að ég lenti í einu gildrunni í stöðunni og tapaði. Eftir þetta klaufalega tap sá ég aldrei til sólar og hélt þar með uppteknum hætti að tapa 25 stigum þriðja árið í röð Í Búlgaríu.   

Andorra

Dagana 19.-27. júlí sl. tók ég þátt í opnu skákmóti í Andorra. Mótið fór fram á Hótel Gothard við fínar aðstæður. Var ég ekki einn míns liðs því í för voru félagar mínir úr skákinni, Hjörvar og Jón Trausti.

Í fyrstu tveimur umferðunum vann ég tvo stigalægri andstæðinga (1891, 2094) en í þriðju umferð tapaði ég fyrir úkraínska stórmeistaranum Andrey Vovk (2616) með svart.

Ég fékk stigalægri andstæðing (2140) með hvítt í fjórðu umferð og var innblásinn af nýkrýndum Íslandsmeistara Guðmundi Kjartanssyni og tefldi enska leikinn. Byrjunin heppnaðist ekki sem skyldi og eftir 40 leiki kom upp endatafl þar sem ég hafði riddara gegn biskup. Staðan var strangt til tekið jafntefli en andstæðingur minn þurfti alltaf að passa sig á að lenda ekki í leikþröng. Næstu 40 leikina lék ég köllunum fram og til baka í von um að andstæðingur minn myndi leika af sér. Hefði ég sennilega tekið jafnteflinu ef andstæðingur minn hefði ekki verið búinn að bjóða mér fjórum sinnum jafntefli fyrr í skákinni. Kom upp drottningaendatafl þar sem ég hafði auka riddara og hvorugur hafði peð (D+R gegn D). Þegar hér var komið sögu var skákin búin að standa í rúmlega 6 klst. og var ég bjartsýnn á að ég myndi ná að vinna þetta og að lokum lék hann sig í mát.

Í fimmtu umferð vann ég WIM frá Kólumbíu (2190) nokkuð auðveldlega og í þeirri sjöttu sigraði ég spænskan stórmeistara eftir miklar sviptingar (sjá skýrðu skákina hér að neðan).

 Í næstu umferð fékk ég svart á Hjörvar Stein Grétarsson (2535). Hann tefldi mjög vel og komst ég aldrei inn í skákina og tapaði.

 Í áttundu umferðinni tapaði ég fyrir ísraelska stórmeistaranum Artur Kogan (2548) í flókinni skák. Á tímabili stóð ég til vinnings en tefldi ónákvæmt í tímahrakinu.

 Í síðustu umferðinni vann ég auðveldan sigur með svörtu gegn Spánverja (2202).

Niðurstaðan var 10 stig í plús sem var ásættanlegur árangur og var ég hvað mest ánægður með að hafa teflt allar skákir í botn og að engin hafi endað jafntefli.

Í lokin vil ég þakka Skáksambandi Íslands fyrir stuðninginn. 

Dagur Arngrímsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 153
  • Frá upphafi: 8778670

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband