Leita í fréttum mbl.is

Valgerđur, Nansý, Freyja, Elsa Kristín Íslandsmeistarar stúlkna

P1030556Íslandsmót stúlkna fór fram í gćr í Rimaskóla. Teflt var eftir nýju fyrirkomulagi í ár en skipt var í fleiri flokka nú en nokkurn tíma áđur. Gekk ţađ vel enda hentar ţađ ungum keppendum vel ađ tefla viđ keppendur sem eru nćr sér í aldri og styrkleika. 

Í elsta flokki (5.-10. bekk) tefldi fimm keppendur. Valgerđur Jóhannesdóttir var eini fulltrúi 8.-10. bekk hreppti ţann Íslandsmeistaratitil.

P1030547

 

Nansý Davíđsdóttir varđ efst í flokknum međ fullu húsi og var ţar međ Íslandsmeistari í 5.-7. bekk. Í öđru sćti varđ Katla Torfadóttir, sem alla leiđina frá Hellu til ađ taka ţátt í mótinu, og í ţriđja sćti Sara Atladóttir.

P1030545

Lokastađan á Chess-Results.

Freyja Birkisdóttir kom sá og sigrađi í flokki stúlkna međ fullu húsi. Í öđru sćti varđ Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir og í ţriđja sćti varđ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir. 

P1030541

Ţví miđur hrundi skráin í flokknum í Chess-Results og lokastađan í flokknum ekki til í heild sinni.

Ađ lokum var teflt í flokki yngri stúlkna. Ţar kom Elsa Kristín Arnaldardóttir sú og sigrađi međ fullu húsi. Í öđru sćti varđ Iđunn Helgadóttir og í ţriđja sćti varđ Sólveig Freyja Hákonardóttir sem er ađeins fimm ára.

P1030538

Peđaskákin féll niđur vegna ónógrar ţátttöku og tók Ragna Steinunn Birgisdóttir ţátt í yngsta flokknum og stóđ sig vel ţrátt fyrir ađ hafa lćrt mannganginn rétt fyrir mót og fékk verđlaun fyrir ţađ!

P1030531

Sjá nánar úrslit á Chess-Results.

Ađ lokum voru allar stelpurnar leystar út međ Prins Póli. Ţađ voru brosandi keppendur sem gengu út í snjóinn ađ móti loknu!

P1030553

Mótiđ tókst vel og sú breyting ađ fjölga flokkum mjög vel heppnuđ en ţađ var hugmynd Lenku Ptácníková.

Lenka, Íslandsmeistari kvenna, afhendi verđlaun ađ móti loknu.

Gunnar Björnsson, Vigfús Ó. Vigfússon og Lenka sáu um skákstjórn á mótinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 8778743

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband